Færsluflokkur: Vefurinn

Ein tölva á barn - kaupa tvær

Loksins gleðileg frétt. Ég hef fylgst lengi með þróun á OLPC, (One Laptop Per Child) og held að það sé eitt það mest spennandi sem nú er að gerast í þróunarsamvinnu.  Ég held hins vegar að það sé of mikið  látið með tölvuna sjálfa, það sem kemur til með að stranda á  varðandi notkun er  ekki bara vélbúnaður heldur að það vantar kennara sem  kunna að  skipuleggja nám þar sem allir nemendur hafa  slíka fartölvu og það vantar  námsefni  fyrir þessar tölvur.

 Sniðugt að styrkja barn í þróunarlandi með því að kaupa tvær svona.  Eitt af nýársheitunum hjá mér er líka að vinna að  efni fyrir ung börn sem gæti verið hluti af námspakka fyrir svona tölvur þ.e. að vinna efni sem er með CC leyfi þannig að hver sem er geti notað það áfram og breytt því.  


mbl.is Barnafartölva seld almenningi í góðgerðaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárhættuspil er fátækraskattur

Það er ljótt að stela frá þeim sem eru vitlausir og fákunnandi og það er ljótt að nýta sér veikleika fáráðlinga til að féfletta þá. Ríkisrekið fjárhættuspil er ekki annað en skattur á fátæklinga.  Það þýðir nú samt ekki að lausnin sé að einkavæða þannig rekstur og leyfa einhverjum skrýtnum netfyrirtækjum að féfletta fáráðlinga á Íslandi og flytja hagnaðinn inn á eigin reikninga í erlendum skattaparadísum til að geta staðið undir munaðarlífi sínu.  Það er ljótt að sjá að fjármálafyrirtæki, dagblöð og háskólar á Íslandi tengist spilavítisrekstri sb. þennan pistil hjá Steingrími Sævari: Veðmál inn á sjálfu Morgunblaðinu

Vilhjálmur borgarstjóri stendur sig vel að vilja ekki fjárhættuspilasali í Reykjavík. 

Það er einhver smíðagalli í mannkyninu varðandi fjárhættuspil og áhættuhegðun  með peninga.  Sennilega kemur það sér vel í lífsbaráttunni út í náttúrunni að taka einhverja áhættu og prófa  þó það heppnist ekki nema endum og eins. Í viðskiptum og á umróts og breytingatímum þarf fólk sem er tilbúið til að prófa breytingar og heldur ótrautt áfram þó þær mislukkist stundum. 

Það eins með spilafíkn og fíkn í áfenga drykki og önnur vímuefni, þessi vandamál hafa fylgt mannkyninu í mörg árþúsund og valdið svo miklu böli að víðast hvar hefur verið gripið til ýmis konar ráðstafanna svo sem boða og banna opinberra aðila og  fordæmingar á fjárhættuspili af trúarástæðum. 

Ég hef alltaf verið á móti fjárhættuspili, mér finnst það viðbjóðslegt og ganga út á að blekkja fólk og fá það til að ráðstafa fé sínu á fávíslegan  og siðlausan hátt.  Peningar eru skiptimynt vöru og þjónustu sem fólk framleiðir og flæði peninga um samfélagið  í gegnum viðskipti er mikilvægt til að lífskjör okkar séu sem best. En þegar við erum farin að líta á peninga sem verðmæti í sjálfu sér og farin að stunda iðju sem gengur út á að skipta þeim fram og til baka án þess að einhver verðmæti séu bak við  það þá erum við búin að tapa áttum.

 Því miður þá virðist mér íslenskt samfélag hafa tapað áttum í þessu fyrir guðslifandi löngu og skýrasta dæmi um það er hvað er boðið upp á dýrasta auglýsingatíma á "prime time" í íslensku sjónvarpi. Það eru lottóauglýsingar og lottóúrdrættir. Ég hef fyrir reglu að þusa alltaf yfir þessu og æsa mig yfir lottókúltúrnum í sjónvarpinu dætrum mínum til sárrar gremju en ég hætti ekki því ég trúi á mátt endurtekningarinnar og vona að mér takist að innræta þeim sömu andúð á þessari iðju með því að endurtaka  þetta nógu oft.

 Það  má rifja upp að einn þekktur jólasveinn á Íslandi, forsetaframbjóðandinn Ástþór rak svona spilavíti á Netinu.

Stundum er rætt um útgerð spilavíta sem arðbæra iðju og ég yrði ekki hissa þó einhver ruglarinn komi með tillögu um að leyfa spilavíti á Íslandi og gera út á erlenda aðila sem koma hingað af því hérna sé allt leyfilegt. Þannig eru spilavíti rekin víða um heim t.d. í Bandaríkjunum. Þar eru spilavíti rekin í fylkjum sem eru bara eyðimerkur og  sem hafa lög sem leyfa spilavíti og svo í fljótabátum og svo síðast en ekki síst á verndarsvæðum Indjána. Það var ömurlegt að ferðast um svæði Indjána í suðurríkjum Bandaríkjanna, alls staðar var verið að setja upp spilavíti og það virtist vera aðalatvinnugreinin. Þetta er út af því að verndarsvæðin mega hafa eigin lög og fólk úr nærliggjandi byggðum kemur á verndarsvæðin til að spila fjárhættuspil sem er bannað í fylkinu nema á verndarsvæðunum.

Það er ofsagróði af þessum Indjánaspilavítum en þessi gróði er tilkominn vegna þess að það eru ekki fleiri um hituna og vegna takmarkana annars staðar. Ef engar hömlur væru á fjárhættuspilarekstri þá myndi sennilega enginn spila á verndarsvæðunum. 

 Ég skrifaði þetta á blogg um Indjánaspilavíti fyrir fimm árum:

16.5.02
      ( 9:23 AM ) Salvor Gissurardottir  

Spilavíti á verndarsvæðum Indjána

Það var í fyrrakvöld danskur fræðsluþáttur í sjónvarpinu um Indjána í Ameríku. Í þættinum var fjallað um hve Indjánar væru að sækja í sig veðrið, legðu áherslu á að sækja rétt sinn með lögum og legðu rækt við menningararf sinn. Þetta er alveg rétt og það er ekki bundið við þá sem rekja ættir sínar til Indjána að hafa áhuga á þessari arfleifð. Bandaríkjamenn eru stoltir af þessum menningararfi og saga Ameríku hófst ekki þegar Cólumbus gekk þar á land, hluti af sögu Bandaríkjanna er t.d.Anasazi fólkið sem bjó í New Mexíkó.


The Anasazi - DesertUSA
Sipapu
Anasazi Site Planning

Það stakk mig samt að í þessum þætti var farið mjög lofsamlegum orðum um það framtak Indjána að byggja spilavíti á verndarsvæðum sínum. Ég var á ferð í suðurríkjum Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum og fór um mörg verndarsvæði. Alls staðar þar sem þau lágu að stórum borgum eða samgönguæðum höfðu verið sett upp spilavíti. Þetta er vegna þess að verndarsvæðin lúta ekki fylkislögum og þarna er glufa til að bjóða upp á þjónustu sem er bönnuð í nærliggjandi fylkjum

Það er núna stórt hneykslismál  í Bandaríkjunum varðandi almannatengslamanninn Jach Abramoff sem vann við að sannfæra stjórnmálamenn um ágæti spilavíta á verndarsvæðum Indjána. Það tengist stjórnmálaflokkum í USA sem munu hafa fengið 5 milljónir dollara til að liðka til fyrir lögum um spilavíti Indjána. Repúblikanari fengu 2/3 af fénu, Demókratar 1/3 þannig að smurningsolían virðist hafa verið borin á alla.

Vonandi er þetta bettson spilavíti í eigu íslenskra aðila ekki að spreða fé í íslenska stjórnmálaflokka. 

En þetta er áhugaverð saga um hinn spillta Jach Abramoff og fall hans, sjá hérna:

Jack Abramoff lobbying and corruption scandal

 


mbl.is „Hafði næstum spilað mig til bana"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myspace fjölmiðlamanna

Það er oftast svo vont netsamband hjá kaninkubloggurum að ég les þau blogg ekki nema endrum og eins. Það má segja að sá menningarkimi þess útskers sé álíka mikið í alfaraleið  og upplýsingahraðbrautin mikla liggur um Ísland og álíka algengt að þangað sé allt sambandslaust.

Það sem einkennir þau blogg er að þau eru held ég öll vinstri græn og í öðrum skrýtnum hreyfingum og svo er kaninkubloggurum uppsigað við moggabloggið og hafa um það háðuleg orð. 

Rakst á þessa miklu speki hjá Birki: 

Mér sýnist sem Mogga-bloggið sé að verða að MySpace fjölmiðlamanna. Þar blogga fjölmiðlamenn öllum stundum, helst hver um annan, og helst ekki án þess að vitna í bloggfærslu hjá hinum. Svo eiga allir “blogg-vini” sem þeir setja myndir af í hliðarstiku og skiptast svo á kveðjum við og kommenta svo hjá hinum og þessum til að láta vita að þeir séu nú líka með í umræðunni. Þetta virkar semsagt nákvæmlega eins og MySpace. Ég bíð spenntur eftir því hver verður fyrstur til að þakka Birni Bjarna fyrir “addið”.

Moggabloggið er sniðugt bloggkerfi og bloggsamfélag, bæði af því það er einfalt og hraðvirkt og áreiðanlegt bloggkerfi og þar skrifa margir samfélagsrýnar sem hafa eitthvað að segja. Það er auðvelt að mynda samfélög þar og tengja bloggskrif við fréttir og fylgjast með bloggum hjá öðrum. Það er vissulegt líkt Myspace en reyndar líka fjölmörgum vinsælum netsamfélögum öðrum. 

Ég gerði vefsíðu um myspace, sjá hérna.  

Sennilega er sú þróun sem við erum að sjá núna hjá Morgunblaðinu á vefnum undanfari af þróun sem mun halda áfram og breytast í kerfi eins og digg.com og newsvine.com þar sem fréttirnar eru skrifaðar af lesendum og það er í sífellu greidd atkvæði um fréttir og vinsælustu fréttirnar poppa upp á forsíðunni.

Ég fylgist öðru hvoru með vinsælustu tæknifréttunum á digg og þar eru athugasemdirnar líka metnar og þær eru oft mikilvægari og meiri fengur en fréttin sjálf. Fréttirnar á digg.com eru nefnilega oft líka eins og fréttir í hefðbundnum fjölmiðlum, þær eru dulbúnar auglýsingar sem er plantað inn af þeim sam hafa hagsmuna að gæta og eru að selja einhverja vöru eða þjónustu. Þannig verða örugglega sum blogg líka. Þannig er Myspace. Þar er fullt af gervifólki sem er ekki til í raunveruleikanum, það eru prófælar sem eru búnir til gagngert til að vingast við unglingana og reyna svo að pranga inn á þau einhverjum vörum. Það er líka hægt að kaupa sér vini á Myspace, það skiptir máli fyrir upprennandi tónlistarmenn að láta líta út fyrir að þeir eigi marga aðdáendur  strax þegar þeir koma sér upp Myspace síðu. Þess vegna er hægt (á svörtum, ekki opinberlega) að kaupa sér vini þar í þúsundatali.


mbl.is Viðgerð á Cantat 3 mun trufla netsamband hjá Rannsókna- og háskólaneti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wikispaces

Wikispaces er fínt wikikerfi sem er núna ókeypis og án auglýsinga fyrir kennara. Það þarf bara að haka við að maður hyggist nota þetta í fræðslutilgangi þegar maður skráir sitt wiki.  Það þarf bara að smella á myndina hér fyrir neðan, skrá sig og haka við "I certify this space will be used for K-12 education." og þá getur maður byrjað að skrá á sitt eigið wiki. Auðvelt er að spila vídeó frá youtube og líma inn kóða á wikisíður. Sniðugt er að láta marga  vinna saman að einhverju verkefni með svona wiki.

 

Leiðbeiningar með wikispaces

Salvör Gissurardóttir tók saman
Hvað er wiki?
Wiki er tölvubúnaður sem gerir okkur kleift að búa til og breyta vefsíðum. Wiki er þannig að allir notendur geta breytt og skrifað ofan í það sem hinir gera. Þannig er Wiki verkfæri sem býður upp á nýja möguleika við samvinnu á vefnum.

Tökum sem dæmi smíði á alfræðiorðabók - Þær alfræðiorðabækur sem við þekkjum eru smíðaðar þannig að hópur sérfræðinga undir ákveðinni ritstjórn skrifar bókina saman. En í wiki þá getum við skrifað öðruvísi alfræðiorðabók. Við getum haft það þannig að hver sem er geti skrifað og breytt hverju sem er. Og þetta er einmitt eitt dæmi um hvernig wiki er notað á vefnum. Það er í smíðum núna alfræðiorðabók WIKIPEDIA. Markmiðið er að til sé Wikipedia alfræðirit á öllum tungumálum. Það eru þegar komnar yfir milljón greinar í ensku útgáfu af Wikipedia en rúmlega 12 þúsund greinar eru í íslensku Wikipedia.

Wikipedia notar wikikerfi sem kallast Mediawiki. Það er algengt  wikikerfi og ókeypis og  opinn hugbúnaður og það sem hefur verið íslenskað. Hver sem er getur hlaðið því niður og sett upp á eigin vefþjón. Það hentar samt ekki öllum að setja sjálfir upp sín eigin wikikerfi og það krefst þess af einstaklingum að þeir hafi tæknilega þekkingu og aðgang að vefþjóni til uppsetninga. Miklu einfaldara er að þurfa sjálfur ekki að spá í uppsetningu og hýsingu og nota kerfi eins og wikispaces.

Wikispaces er ein önnur tegund af wiki og einmitt núna þá geta kennarar fengið ókeypis svæði þar. Wikikerfi eru flest mjög lík. Þú smellir bara á "Edit this Page" og bætir við því sem þú vilt bæta við og smellir svo á Save. Alltaf er hægt að fara í "history" og rekja breytingar.
Hér eru leiðbeiningar (skjákennsla í Camtasia) sem ég tók saman um Wikispaces:
Wikispaces leiðbeiningar 1. kafli 3. mín.
Wikispaces leiðbeiningar 2. kafli 4. mín.
Wikispaces leiðbeiningar 3. kafli 3. mín.
Wikispaces leiðbeiningar 4. kafli 4. mín.

 


Wiki er málið - Ekki blogg

Það er mikið umræða um blogg og á bloggi þessa dagana á Íslandi. Ég skráði á blogg Ekkiblogg sögu Íslands og helstu ekki-bloggarar blogga oft um blogg ( Vofa Víkverja gengur ljósum logum og Ekki blogg – gleðilegt ár)

 og ekki-blogg sögu, sagnfræðingar  blogga um að þetta sé allt að breytast í Eitt allsherjarblogg? og  bókmenntaliðið  reyna að skilja á milli gæðablogga og ofurblogga og amablogga og deiglupennar reyna að blása lífi í deyjandi vefrit með bloggpistlum um blogg og ekki blogg og bloggblaðmennsku.

En síðastu  ár hef ég haft miklu meiri áhuga á wiki og samfélögum í kringum wiki kerfi en því miður þá virðast ennþá vera afar fáir á Íslandi sem átta sig á og hafa áhuga á svoleiðis kerfum.  Það er helst að fólk kveiki þegar rætt er um Wikipedia, flestir hafa kynnst því alfræðiriti, alla vega ensku útgáfunni af því því það poppar upp í leit í Google.  Margir virðast ekki vita af því að það er unnið að því að skrifa íslenska útgáfu af Wikipedia í sjálfboðaliðsvinnu og þar er allt of lítill hópur sem starfar að því. Það er það nýársheit frá seinasta ári sem ég er hvað ánægðust með að ég stefndi að því að skrifa að minnsta kosti 52 pistla inn á is.wikipedia.org á árinu 2006 og ég held að ég hafi skrifað miklu fleiri.

Hér er vefur með yfirliti yfir hin ýmsu wikikerfi: http://www.wikimatrix.org/

Sniðugasta wikikerfið fyrir kennara er wikispaces, það er ókeypis og er núna án auglýsinga fyrir alla kennara. Það er flott tilboð, ástæðan er sennilega sú að þeir sem standa að þessu vilja ná sem flestum notendum og reyna svo að selja kerfið svona eins og google keypti upp jot.

Það er fínt að læra á wiki með eigin wikispaces.com


Tónlist límt inn í blogg

Ég er að prófa SongSpots frá   Sonific.com en það er eitt af mörgum svæðum þar sem maður getur látið spila tónlist á bloggum og Myspace. Mér tekst ekki að nota lagafídusinn í moggablogginu og get ekki hlaðið inn neinum hljóðskrám þar. Best að hlusta á latneska tónlist til að æfa mig í spænsku. Ég virðist ekki geta spilað nema eitt lag í einu. Það er nú ekki sérstaklega spennandi.

Hérna prófa ég að setja inn óperutónlist



Prófa einu sinni enn... núna keltneskt lag um álfakonung.


og stúlkuna á ströndinni 

Sniðug lög frá Smithsonianglobalsounds


Ekkibloggsaga Íslands

Þegar árið kvaddi og kryddsíldin súrnaði og skaupið helltist yfir okkur eins og skrípóbjórauglýsing á Sirkus þá lýstu margir  af Íslands bestu sonum frati á Netið og púuðu á  bloggskrílinn. Guðmundur trúarleiðtogi í Byrginu sagði að Netið sé Dýrið og Bubbi  6.6.6. sem er  ekki eins læs á teiknstafi sagði af sinni alkunnu hógværð og kurteisi  að bloggarar væru mestmegnis illa skrifandi, sjálfumglatt hyski. 

Það var nú ekki eins og mælirinn væri fullur heldur bættist nú í hópinn Egill sem stráð hefur silfri yfir landsmenn árum saman og útnefndi sjálfa sig hróðugur ekki bloggara og setti fram  söguskýringu  sem er  hetjusaga af því hvernig hann fattaði þetta með Internetið fyrstur manna löngu áður en bloggið var fundið upp og hvað hann sé sammála öðrum gáfumönnum íslenskum um að  blogg sé hljóm eitt og þar sé lítið af semningi slegið. 

Ekki-bloggarinn Egill bloggar þessi frómu orð:

"Sögu mína á internetinu má rekja til 1. febrúar árið 2000, sem er sirka fimm árum áður en bloggið var fundið upp. Þar af leiðandi get ég ekki verið bloggari. Ég hef skrifað á netið í næstum sjö ár. Ég er líka að sumu leyti sammála Jónasi Kristjánssyni um að að bloggið sé ekki sérlega merkilegt - alvöru dagblöð eru miklu merkilegri."

Svona ósvífni olli náttúrlega tryllingi í bloggheimum og stungu bloggarar niður beittum stílvopnum í mörgum bloggum og ætla menn ekki að leyfa Agli að breyta bloggsögunni baráttulaust. Ég er með þessu bloggi að bæta í skotin á Egil, það veitir ekki af  að skjóta á hann úr öllum áttum.

Nokkur skot á Egil og moggablogg: 

Forsögulegur bloggari 

Leiðin að falli moggabloggsins

Egill og bloggið

Sannleikurinn er nefnilega sá að það var blómlegt bloggsamfélag á Íslandi strax árið 2000 og margir notuðu þá þegar bloggkerfið blogger.com. Það voru kannski ekki svo margir bloggarar, sennilega einn eða tveir tugir og það varð svo  til samfélag Nagportal þar sem bloggarar fylgdust með skrifum hver hjá öðrum.  Síðar tók rss molar og fleiri kerfi við.

Fyrsti íslenski bloggarinn (þ.e. miðað við þá skilgreiningu að nota sérstakt bloggkerfi Blogger ) er sennilega Björgvin Ingi. Hann segir svo frá (athugasemdir hjá Stefáni): "Ég byrjaði á þessu í jólaprófunum 1999 (http://www.blogtree.com/blogtree.php?blogid=5238) og notaði þá notepad og vistaði þetta á háskólasíðunni minni. Skömmu síðar byrjaði ég að nota blogger.com sem byrjaði þá um haustið. Af miklum hégóma spurði ég Evan hjá Pyra, stofnanda Blogger, meira að segja út í það hvort ég væri ekki örugglega sá fyrsti á Íslandi sem byrjaði að nota kerfið. Hann játti því og mér leið rosa vel að vera frumnörd."

Hugsanlega er Björn Bjarnason fyrsti íslenski bloggarinn ef við miðum við þá skilgreiningu að blogg sé regluleg opin dagbókarskrif á Netinu. Ég man reyndar eftir að fyrir mörgum árum var ég ásamt Stefáni í Kastljósi í fyrstu umfjöllun íslensks sjónvarps um blogg og þá hélt ég því fram að Björn teldist bloggari. Það þótti nú reyndar ennþá óvirðulegra þá en nú að vera bloggari.

Ég skrifaði fyrsta bloggið á blogger 8. desember árið 2000. Ég hafði þá tekið eftir að nokkrir verkfræðinemar notuðu sniðugt kerfi blogger til að uppfæra heimasíðurnar sínar og ég skráði mig sem notanda þar og prófaði. Svona er fyrsta bloggið mitt:
"Nu hefst jólaannáll 2000. Hérna nota ég kerfi sem heitir blogger.com til að setja inn svona slitrur úr því sem helst er að gerast og varðar íslenskt jólahald og þennan jólavef. 8. des. breytt
skrifar Salvor Gissurardottir 12/8/2000 07:01:58 AM "

Ég ætlaði fyrst að nota bloggið fyrir ákveðið efni þ.e. jólavef en svo sá ég að það virkaði betur fyrir tjáningu sem snerist um einstaklinga og samræðu við sjálfið - að hugsa meðan maður talar við sjálfan sig. Ég stofnaði svo nýtt blogg og byrjaði svo regluleg bloggskrif 1. apríl 2001 og kallaði bloggið fyrst Meinhorn því ég ætlaði bara að þusa og skammast út í allt og alla en uppgötvaði að það var ekkert gefandi og svo endurskírði ég bloggið og kallaði  Metamorphoses eftir 11. september 2001. 

Reyndar komu Íslendingar dáldið inn í bloggsögu heimsins að mig minnir árið 2002 eða 2003 en þá var íslenska að mig minnir tíunda algengasta málið á blogger en eins og allir ekki bloggarar vita þá er Íslenska ekki í hópi tíu algengustu tungumála í heiminum. Þetta vakti furðu á mörgum erlendum vefjum sem sérstaklega fylgdust með framþróun upplýsingasamfélagsins. Þar sem ég er alveg jafn hógvær og ekki bloggarinn þá vil ég eigna mér skerf af því. Ég hafði trú á bloggi sem námstæki og lét nemendur mína prófa að stofna blogg á blogger. Einu sinni í janúar  áður en kastljós netheimsins beindist að blogger þá tók ég eftir að bara nemendur mínir höfðu stofnað 10% af öllum blogspot bloggum sem voru stofnuð   þann mánuð. Ég held að það hafi átt sinn þátt í hversu sýnilegt Ísland var í bloggheimum. 

Ég finn nú ekki mikið um þetta í gúgli núna, Netið er hverfult en þessi statistic var á vegum Jupiter Research og ég fann í Google þennan kafla í fræðiskýrslu frá University of California  How Much Information? 2003: "

"C. Who is blogging?

According to Jupiter Research, about 2 percent of Internet users have created a blog. The majority of bloggers use dial-up access to get online, and more than half have a household income below $60,000 per year. Jupiter also found that blogging is split evenly between the genders and that 70 percent of the bloggers have used the Internet for more than 5 years. (Source: Blogging by the Numbers)

More than 50 percent (350,000) of the 655,000 web logs crawled in National Institute for Technology and Liberal Education (NTILE) web log census are written in English. The rest of the top 10 languages for blogs are (in order): Portuguese, Polish, Farsi, French, Spanish, German, Italian, Dutch and Icelandic. "

Það er náttúrulega gaman að bera þessa skýrslu frá University of California  saman við tímatal Egils, íslenskan virðist eftir þessu hafa verið eitt af algengustu bloggtungumálum heimsins tveim árum áður en Egill segir að bloggið hafi verið fundið upp Grin

Mogginn þar sem nú hafa hreiðrað um sig  helstu samfélagsbloggarar Íslands (vandlega orðað svona til að hella olíu á eld kaninkuklansins) tók eftir bloggurum  og birti heila opnu með viðtölum við nokkra bloggara  22. júní 2001  sem er fjórum árum áður en Egill segir að bloggið hafi verið fundið upp. Ég var náttúrulega og er einn af eðalbloggurum þessa lands og þess vegna útvalin í  í viðtalið : Þarf að vaða blint í sjóinn.

Það þarf náttúrulega ekki að taka fram að ég valdi ekki titilinn enda eru öll mín blogg útpældur fróðleikur en ekki neinn buslugangur og froðusnakk. W00t


Síbloggandi og símalandi í símalandi

Það verður eitt af nýársheitunum hjá mér að tempra moggabloggið. Víst er það heitasti reiturinn í netumræðunni á Íslandi í dag en mér finnst  alveg nóg um ef ég er farin að blogga nokkrum sinnum á dag. Ég hef að jafnaði skráð í  blogg svona annan hvern dag undanfarin ár.

Hér er listi yfir bloggin hjá mér undanfarin mánuð, hann er óhugnanlega langur.


10 þúsund týndar skopmyndir eftir Sigmund - Veit einhver um þær?
Hver má blogga hjá RÚV?
Fangelsið Ameríka - topplistar hjá Time.
Bakslag? Getur það orðið verra?
Vargafélagið
Fann ég á fjalli fallega steina
Ísafold velur Íslending ársins
Upp á hól stend ég og kanna
Jólaboð 2. í jólum - myndir
Jól í Bolungarvík
Ferðalag keisaramörgæsanna
Úðuð list
Jólamyndir - pakkaupptaka
Gleðileg jól
Reykskynjarar, kerti og jólaskreytingar
Sendiherrann á Súfistanum
Núðlur á Naustinu, engin skata
Netið er dýrið
Heggur sá er hlífa skyldi
Kastljós fangavarðanna
Vetrarsólhvörf og Afturelding
Klikkað Kastljós
Siðferði á Netinu - Að skjóta fólk
Óskar og ofsóttir Framsóknarmenn
Grafarþögn er góð
Meðferð og skutl
Byrgið, Konukot, Vogur, brauðfætur og kvalalosti
Trú, víma og umburðarlyndi
Drottningarviðtal við sjálfa mig sem mann ársins
Föndur dagsins - Framsóknarlokkar
Keyrði yfir umferðareyju
Fagnað með Framsókn
Aumastir allra - Ólafía og vændiskonurnar
Grýla á Bolafjalli
Tóm steypa hjá Orðinu á götunni
Cult Shaker kúltúr á Íslandi
Bloggtoppur árið 2007
Kona ársins
Að drepa konu
Með jólalögum skal land byggja
Jólaskraut truflar netsamband í þráðlausum heimi
Frú Blair í bláum kjól, nakin
Ég þekki Grýlu, ég hef hana séð..
Eitur í listsköpun
Skrauthnappar - lítil listaverk
Allir á móti hlerunum... nema þegar það kemur þeim sjálfum vel
Tjáningarfrelsi - Hver má lýsa íslenskum veruleika?
Grýla Ómars Ragnarssonar
Orð dagsins er seiðmagnað
Guðrún Halldórs opnar dyr
Mynd mín af Hallgrími Péturssyni
Móðuharðindi bernskunnar
Olíumálverk - Snerting, sjón og tjáning
Austurstræti, ys og læti...fálkaæti
Hávær umræða um hleranir
Hvað er Fons?
Upplýsingalög, Myspace og kynferðisafbrotamenn
Olíumálun - fyrsta myndin
Offita barna mest í Breiðholti
Siðblindir á meðal vor
Æskulínan,Tröð , Alexander mikli, bílar og fílar
Framsókn Margrétar
Ekki frétt dagsins - Coldplay semur ný lög
Frjálslynt nýtt afl - Einhvers staðar verða vondir að vera
Lífsýni og pabbi hans Lúðvíks
Fínir kandidatar hjá Vinstri Grænum
Rósu Park dagurinn
Árásin á Second Life og netárás al-Qaeda
Jólamoggablogg og jólaglæpurinn
Fugl dagsins er margæs
Dagsbrún var einu sinni verkalýðsfélag...
Hannibal hleraður
Borgarastyrjöld í Írak og ábyrgð hinna viljugu þjóða
Fjölskyldumyndir
Virkjanir kosta meira en peninga og heiðalönd
Orð dagsins eru hacktivism og slacktivism
Kaupum ekkert dagurinn á 66 norður
Menning heimsins er rituð í leir
Fyrrverandi ljóska
Víkindainnrásin og West Ham
Orð dagsins er Pískirís
Kortakvart
Að verja hagsmuni sína... fyrir sjálfum sér
Kanahúsin á floti
Ævisaga Hannesar
Myspace,netsamfélög og höfundarréttur
Er líf eftir Frontpage?
Sturla, Einar, Einar
Stafrófskverið - flott framtak hjá bókasöfnunum
Konungsbók og eineygður köttur
Bifrastarmálið - þrjú atriði til umhugsunar: umboð, nafnlaus skrif, ástarsambönd nemenda/kennara
í augsýn er nú frelsið...
Runólfur á Bifröst, Árni í Eyjum og Arnar í Rannsóknarlögreglu
Labpixies
Youtube uppfinning ársins samkvæmt Time
Wikispaces fyrir kennara - skjákennsla
Skrifað á veggi í Barcelona
Að skrifa greinar um fólk í íslensku wikipedia
Go open source
Jumpcut - Iceland 2006



Hver má blogga hjá RÚV?

sigmarbloggÍ Fréttablaðinu í dag er þessi klausa um blogg (sjá skjámynd hér til hliðar) og því haldið fram að RúV hafi skipulega lagst gegn því að starfsfólk bloggaði nema með takmörkunum (sjá blogg Páls Ásgeirs)

Akkúrat núna þá er mikil gróska í bloggi um samfélagsmál. Ég held að það sé ekki síst fyrir tilstilli moggabloggsins, það er prýðis vettvangur því bloggkerfið er einfalt og tengist  Morgunblaðsvefnum og fréttaumfjöllun þar auk þess sem bloggarar geta auðveldlega haft yfirsýn yfir önnur blogg á moggavefnum. Það er allt öðru hópur sem núna þyrpist á blog.is miðað við folk.is á sínum tíma. Það er miklu ráðsettara fólk á blog.is og margir virðast blogga af alefli og líta á bloggið sem öflugt tæki til að koma sér á framfæri í stjórnmálum. Moggabloggið  hefur  einnig fært bloggurum, alla vega þeim sem eru svo heppnir að komast í valin blogg marga lesendur, miklu fleiri en bloggarar eru vanir að hafa.  

 Moggabloggið er núna í augnablikinu  heitasti reiturinn í netumræðu um þjóðfélagsmál á Íslandi. Ég hugsa að vefrit eins og deiglan.com og umræðuvettvangar eins og malefnin.comséu í daufara lagi, sennilega lesa fáir deiglupistlana. Það er til marks um velgengni Moggabloggsins að bloggkóngur Íslands sem ríkir á útskeri nokkru sem kaninka heitir endar núna alla pistla sína með formælingum út í moggabloggið.

Skrifin á moggablogginu eru miklu hógværari og kurteislegri en ég hef vanist hingað til á bloggi. Það er helst að fólk missi stjórn á sér þegar verið er að ata pólitíska andstæðinga aur.  En þó skrifin séu hógværari þá er það svo að miklu fleiri lesa núna þessi skrif og mjög líklega þeir sem um er rætt. Eitt eftirlætis orð margra sem vilja afla sér vinsælda í bloggheimum er sögnin að skúbba og nafnorðið skúbb. Ýmsir keppast við að vera fyrstir með fréttir, væntanlega í von fleiri lesendur og meiri athygli og þá völd samfara því. Sérstaklega virðast þeir sem einhvern tíma hafa unnið á fjölmiðlum hafa gaman að þessum skúbbleikum. 

Það er gaman að fylgjast með því að fyrirtæki eru núna að prófa blogg sem miðil t.d. Brimborg. Hugsanlega eru líka stjórnmálaflokkar og ýmis félagasamtök markvisst að nota blogg í sinni baráttu og það er líklegt að það sé í verksviði þeirra sem kynningar- og ímyndarmál heyra undir að fylgjast með bloggumræðu um vörur og þjónustu.

En allt þetta vekur umræður um siðferðismál og starfsmannastefnu og blogg.  Sjaldan hefur verið brýnna en núna að ræða um það.  Geta fyrirtæki bannað starfsmönnum að blogga? Geta fyrirtæki sett reglur um blogg starfsmanna sinna? Að vissu leyti geta þau það.  Í mörgum tilvikum þá er ætlast til þagmælsku af starfsmönnum um málefni sem tilheyra starfi þeirra og að starfsmenn fylgi ákveðnum vinnureglum. Ef um opinbera starfsmenn er að ræða þá verða þeir að hlýða reglum og lögum sem gilda um opinbera starfsmenn og þar er m.a. tiltekið að ekki megi tala niðrandi um starfsgreinina. Í mörgum störfum þá þarf að vinna með fólk og starfsfólk kemst að ýmsu. Má skrifa það á blogg? Hvað ef ég væri að vinna á dvalarheimili fyrir aldraða? Má ég blogga um starfið mitt? Mega foreldrar blogga um börnin sín og viðkvæm vandamál og veikindi þeirra?  


Drottningarviðtal við sjálfa mig sem mann ársins

bloggrjupanMér er mikill heiður að taka við þessari viðurkenningu sem maður ársins frá tímaritinu Times: "Til hamingju. Þú hefur verið valin(n) „maður ársins“ af tímaritinu Time. Það eru reyndar allir „borgarar hins stafræna lýðveldis“, sem orðið hafa fyrir valinu að þessu sinni, það er að segja, allir sem nota Veraldarvefinn eða búa til efni á hann. ".

Þetta kemur mjög á óvart. En ég er samt tilbúin með mynd af mér sem ég tók á heimili mínu í Sigtúni af mér sjálfri með útsaumaðan púða sem ég bróderaði sjálf og með rjúpur eftir Guðmund frá Miðdal. Það er náttúrulega ekki nógu heimsborgaralegt að sitja í Sigtúni en ekki út í hinum víða heimi í einhverri erlendri höfuðborg.

En hérna í Sigtúni  við borðstofuborði  á  ég  löngum mitt sæti þegar ég blogga og  úti við kvikar borgin sem einu sinni var sjávarpláss með gný sinn og læti. Og hálfvegis vakandi og hálfvegis sofandi eins og í draumi  hér við fartölvuna þá heyri ég þytinn í aldanna sígandi straumi því um gluggann sé ég amerísku öldina í íslensku þjóðlífi líða hjá og alþjóðavæðinguna byrgja útsýni til himinhvolfanna. 

Ég sé Blómaval þar sem einu sinni var gróðurhús og verslun en þar sem  núna er brunaútsala á dótinu sem ameriski herinn skildi eftir þegar hann fór og ég sé tvíburaturnana nýju í Reykjavík teygja sig til himins í hótelbyggingunni við Grand hótel.

 p.s. þetta með rjúpurnar og púðann er vísun í viðtal við Dorrit í Nýju lífi, þar er allt í útsaumi og hún faðmar leirrjúpur sem sagðar eru eftir Guðmund frá Miðdal og mér sýnist þær bara svipaðar og rjúpnastyttan sem ég keypti um árið af Marsibil á Skólavörðustígnum og sem ég hef alltaf haldið að séu frá Funa. Á mínum rjúpum stendur GE 1948 ISLAND.   Það er líka farið með ljóð eftir Jón Helgason í þessu bloggi, stemminguna frá því hann var í Kaupmannahöfn að skoða handritin í bókasafninu þar.


mbl.is Tímaritið Time velur „borgara stafræna lýðveldisins“ mann ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband