Móðuharðindi bernskunnar

Bernska mín er sveipuð móðu  úr filterlausum kamelsígarettum. Bernskuminningin úr eldhúsinu á Laugarnesvegi 100 er konur í Hagkaupssloppum, drekkandi kaffi, reykjandi kamel og ræðandi fréttir dagsins. Sunnudagsbíltúrar í sveitina voru martröð, foreldrar mínir keðjureyktu og úti fyrir þyrlaðist upp moldarský af ómalbikuðum vegum. Ég hét því að reykja aldrei. Ég stóð ekki við það. Ég byrjaði að reykja 14 ára  og reykti meira en pakka á dag í mörg ár.

Margir af kynslóð foreldra minni væru ennþá á lífi ef þeir hefðu ekki reykt, þeir hafa dáið úr reykingatengdum sjúkdómum, úr lungnakrabbameini og öðrum krabbameinum tengdum öndunarvegi. 

Ég hef aldrei skilið hvers vegna fólk getur talið það hluta af frelsi að hafa frelsi til að fara sér að voða, hvaða frelsi er það að fá að eyðileggja heilsuna og  menga fyrir öðrum með stórhættulegum eiturefnum?  


mbl.is 10% unglinga í tíunda bekk reykja daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband