Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
26.8.2011 | 09:45
Áhrif og áhugi kínverskra stjórnvalda á Íslandi
Kínverskir athafnamenn hafa nú áhuga á að koma sér upp aðstöðu og standa að ýmis konar uppbyggingu á Íslandi, ekki síst á Norðausturlandi. Það er vel líklegt að áhugi þeirra á aðstöðu og eignum sem tryggja aðstöðu hér á Íslandi sé tengdur langtímahagsmunum kínverskra stjórnvalda m.a. varðandi siglingaleiðir, orkuvinnslu og hernað á Evrópu og Rússland. Allur fréttaflutningur íslenskra fjölmiðla af þessum væntanlegu umsvifum er undarlega gagnrýnislaus, minnir á hvernig fjölmiðlar mærðu Björgúlf eldri eins og velgjörðarmann Íslendinga og viðskiptatöframann þegar hann kom, sá og sigraði og jós úr sjóðum til að styrkja alls konar menningarstarfsemi. Allir sem komu til Björgólfs og báðu um styrk fengu styrk. Hann var góður, hann átti fjölmiðlana sem mærðu hann, hann átti bankana, hann átti flest öll fyrirtækin, hann stýrði pappírsfroðunni og réð um tíma í hvernig hvirfla og hvert hún feyktist.
Þeir sem muna lengra aftur muna eftir Marshallaðstoðinni sem kom til Íslendinga þó þeir hefðu grætt á stríðinu og fór m.a. í að byggja upp áburðarverksmiðju í Gufunesi sem ýmsir töldu að hefði margháttað hlutverk. Mörgum Íslendingum hefur verið boðið til Kína ekki síst fólki í stjórnmálum og fjölmargar kínverskar sendinefndir hafa komið hingað. Það minnir nú líka á Pentagon ferðirnar hér í den, fóru ekki allir ungliðar Sjálfstæðisflokksins í slíkar boðsferðir til að drekka í sig hollustu við bandarísk hernaðarumsvif hérlendis? Hefur ef til vill öllum íslenskum áhrifamenn í stjórnmálum verið boðið til Kína?
Það þarf frekar mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér að núna að áhugi eins kínversks fjárfestis á hótel og ferðaiðnaði á Íslandi sé partur af langtímaplotti kínverskra stjórnvalda til að knésetja Evrópu, innlima Ísland í sem kínverska nýlendu, reka Íslendinga í burtu frá eigin landi og tryggja heimsyfirráð Kína:-) En það þarf ekkert ímyndunarafl, bara kalda rökhugsun til að tengja saman og skoða í stærra samhengi umsvif kínverskra fjárfestingarfyrirtækja sem eru þessi misserin að kaupa upp aðstöðu víða um heim. Þessi fjárfestingarfyrirtæki eru gerð út af kínverskum stjórnvöldum. Það mun örugglega koma sér vel fyrir Íslendinga amk ef friður helst í heiminum að vera í góðum viðskiptasamböndum við Kína sem og menningarsamskiptum. En það getur að það þjóni ekki hagsmunum íslensks almennings til langs tíma að landið sé galopið fyrir erlendum fjárfestum sem eru að tryggja ítök og yfirráð yfir eignum og iðju sem gerir Ísland byggilegt. Það er nærtækt að sjá fyrir sér orkuiðnað og fiskveiðar. Ef öll orkufyrirtæki og allur rekstur í kringum þau og allur útvegur og vinnsla fisks væri í eigu erlendra fjárfesta sem hefðu skálkaskjól á aflandeyjum (eða í Peking) og svolgruðu þaðan í sig öll verðmæti og virðisauka af iðju fólks hérlendis þá væri Ísland ekki annað en það sem það var á eymdartíma þjóðarinnar, fátæk og valdalaus nýlenda, ofurseld ríku og öflugu stórveldi.
Núna er staðan þannig að Kínverjar eiga mikla uppsafnaða sjóði í dollurum og eru aðalkaupendur hráefna og framleiðendur ýmissa iðnaðarvara t.d. áls. Kínversk fyrirtæki með fulltingi kínverskra stjórnvalda eru þessi misseri víða í heiminum á umfangsmiklu "shopping spree" í að kaupa og leigja land og aðstöðu til að tryggja hagsmuni Kína, bæði varðandi iðnaðarframleiðslu en ekki síður varðandi hagsmuni Kína sem voldugs heimsveldis.
Stjórnvöld sem nú sitja eru hrædd og auðsveip við alla sem eiga peninga og krjúpa fyrir öllum sem sveifla seðlabúnkum, erlendri fjárfestingu. Margir Íslendingar hafa hag af að liðka til með slíka fjárfestingu, gylla hana fyrir almenningi á Íslandi og búa til velgerðarmenn og mannvini úr fjárfestum. En það er ekki að sjá að stjórnvöld gæti langtíma hagsmuna almennings,hagsmuna sem eru fólgnir í að stjórnvöld eða aðrir aðilar láti ekki frá sér og semji burt allt það sem getur skapað auðsæld og farsæld á Íslandi í framtíðinni.
Byggir einnig upp í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2011 | 12:38
Kínverjar í landakaupaham
Í blaðagreinum speglast núna hrifning varðandi fyrirhuguð kaup kínversks ríkisbubba á íslenskri jörð, jörðinni Grímstöðum á Fjöllum sem nær yfir 30 þúsund hektara, þar verði margra tuga milljarða uppbygging og fimm stjörnu hótel byggð , þar verði umhverfistengd ferðaþjónusta. Össur utanríkisráðherra sem sparaði ekki stóryrðin í útrásinni og sá gróðann bara detta ofan á okkur rétt áður en þjóðin varð gjaldþrota og Icesave og ástarbréfafarg bankanna skall á okkur(sjá t.d. hérna í október 2007) er mjög hrifinn, hann segist fagna erlendri fjárfestingu og uppbyggingu í ferðaþjónustu (halló Össur, það er verið að tala um JARÐAKAUP KÍNVERSKRA AÐILA, það sama og er að gerast út um allar álfur).
Það má vel vera að fyrirtækið Zhongkun Group sé eingöngu fyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur enga hulda stjórnmálahagsmuni eða samtvinnun við stefnu kínverskra stjórnvalda þegar það kaupir jarðir á Íslandi en það er satt að segja frekar ósennilegt. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það eru ákaflega mikil umsvif kínverska sendiráðsins hérna og þetta fyrirtæki Zhongkun Group hefur fyrir ári síðan stofnað sjóð fyrir menningarsamskipti Íslands og Kína. Það þarf enga sérstaka ófreskigáfu til að líta á það sem lið í almannatengslum fyrir fyrirhuguð uppkaup hérlendis.
Í Kína er allt land í opinberri eigu eða eigu samyrkjufélaga, þeir sem yrkja landið hafa bara afnotarétt af því og geta verið reknir í burtu hvenær sem stjórnvöldum þóknast. Þannig voru milljónir manna reknir frá heimkynnum sínum þegar Þriggja gljúfra stíflan var byggð og nú stendur til að reka 2.8 milljónir manna úr heimkynnum sínum í Shaanxi héraði í Kína. Það er sagt vera til að bjarga íbúum þar úr sárri neyð en það getur vel verið að hagsmunir námafyrirtækja skipti hér líka máli (sjá þetta blogg China´s Largest Land Grab ). Útlendingar geta alls ekki keypt land í Kína, Kínverjar geta ekki sjálfir keypt land í Kína. En kínversk fyrirtæki, handbendi kínverskra stjórnvalda, handbendi til að tryggja Kína yfirráð yfir auðlindum og aðföngum til framleiðslu fara nú með brugðnum brandi yfir mörg lönd, ekki síst þar sem regluverk er veikt og engin gætir að hagsmunum þarlends almennings, ekki síst þar sem bæði stjórnvöld og fjármálakerfi er spillt.
Í lögum margra ríkja eru lagalegar hindranir á því að útlendingar eigi þar land. Í sumum löndum t.d. Noregi eru strangar reglur varðandi bújarðir, um ábúðarskyldu og nytjar eigenda. Margar fyrrum nýlenduþjóðir hafa verið í þeirri stöðu að allar helstu jarðeignir og framleiðslutæki voru í eigu fjarlægra aðila sem ekki einu sinni bjuggu á landareigninni heldur í eigu ríks fólks í fjarlægum löndum sem sugu til sín ágóðann af striti fólksins en lögðu ekkert til samfélagsins. Fátækir leiguliðar og þrælar sem höfðu engar aðstæður til að bæta líf sitt strituðu í fátækt fyrir ríka og fjarlæga landeigendur.
Núna er það sama að gerast á öðruvísi hátt. Nýlendukúgararnir og þrælahaldararnir koma núna fram undir merkjum hinar alþjóðlegu viðskiptahringekju, hringekju sem framleiðir pappíra og þyrlar þeim til og frá. Núna eru grimmu landeigendurnir með ágóðaglampa í augum ekki nýlenduherrar gömlu nýlenduveldanna heldur stjórnendur alls konar vogunarsjóða sem eru flæktir saman í einhverri bendu þannig að enginn veit haus eða sporð á. Ef til vill eru margir kaupendur jarðeigna og hráefnafyrirtækja í heiminum í dag kínversk stjórnvöld í gegnum alls konar fyrirtæki og fronta, og kannski er hugsunin á bak við kaupin sú að tryggja framtíðarhagsmuni Kína, hagsmuni sem við sjáum ekki alveg fyrir í dag. Við vitum að í dag er háð stríð út af aðgangi að orku og auðlindum og við vitum að ríki nálægt okkur hafa ekki svifist neins til að tryggja aðang sinn og fundið sér svo einhverja réttlætingu seinna. Við vitum líka að á Norðurslóðum, í nágrenni Íslands eru miklar orkulindir og mikilvægar framtíðar siglingaleiðir. Það má benda á að Kína er vaxandi herveldi og það er ekki víst að framtíðarstríð þess ríkis verði öll háð í Asíu. Og Bandaríkjamenn taka svo sem alveg eftir landakaupum og aðstöðusamningum Kínverja þó að hernaðarumsvif Kínverja séu ekki áberandi þegar þeir kaupa upp land í Idaho og innan Bandaríkjanna og Evrópu:
In the western hemisphere, China is relying largely on market forces and is not following up with its military. China is very aware that Brazil is America's backyard.
In Africa it's another story. China's quest to control resources is often followed up with military ties. This poses a challenge to the US, which has responded by stepping up its own military presence.
En Íslendingar eru varnarlausir og grandalausir og sjá ekki hvað er að gerast.
Hér eru nokkrar slóðir um landakaup, sérstaklega landbúnaðarlands.
- Outsourcing's third wave
- Fears of Chinese land grab as Beijing's billions buy up resources
- China land grab in Africa
- Concerns as Chinese company looks to buy land
- Farmlandgrab
- Chinas Interest in Farmland Makes Brazil Uneasy
- Meet The Millionaires And Billionaires Suddenly Buying Tons Of Land In Africa
- Land Rights
- Land Reform
- Whos who in $4.4 trillion foreign farmland spending spree
Tugmilljarða fjárfesting á Fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)