Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011

Áhrif og áhugi kínverskra stjórnvalda á Íslandi

Kínverskir athafnamenn hafa nú áhuga á ađ koma sér upp ađstöđu  og standa ađ ýmis konar uppbyggingu  á Íslandi, ekki síst á Norđausturlandi.  Ţađ er vel líklegt ađ áhugi ţeirra á ađstöđu og eignum sem tryggja ađstöđu hér á Íslandi sé tengdur langtímahagsmunum kínverskra stjórnvalda m.a. varđandi siglingaleiđir, orkuvinnslu og  hernađ á Evrópu og Rússland. Allur fréttaflutningur íslenskra fjölmiđla af ţessum vćntanlegu umsvifum er undarlega gagnrýnislaus, minnir á hvernig fjölmiđlar mćrđu Björgúlf  eldri eins og velgjörđarmann Íslendinga og viđskiptatöframann ţegar hann kom, sá og sigrađi og jós úr sjóđum til ađ styrkja alls konar menningarstarfsemi. Allir  sem komu til Björgólfs og báđu um styrk fengu styrk. Hann var góđur, hann átti fjölmiđlana sem mćrđu hann, hann átti bankana, hann átti flest öll fyrirtćkin, hann stýrđi pappírsfrođunni og réđ um tíma í hvernig hvirfla og hvert hún feyktist.

Ţeir sem muna lengra aftur muna eftir Marshallađstođinni sem kom til Íslendinga ţó ţeir hefđu grćtt á stríđinu og fór m.a. í ađ byggja upp áburđarverksmiđju í Gufunesi sem  ýmsir  töldu ađ hefđi margháttađ hlutverk. Mörgum Íslendingum hefur veriđ bođiđ til Kína  ekki síst fólki í stjórnmálum og fjölmargar kínverskar sendinefndir hafa komiđ hingađ. Ţađ minnir nú líka á Pentagon ferđirnar hér í den, fóru ekki allir ungliđar Sjálfstćđisflokksins í slíkar bođsferđir til ađ drekka í sig hollustu viđ bandarísk hernađarumsvif hérlendis? Hefur ef til vill öllum  íslenskum áhrifamenn í stjórnmálum veriđ bođiđ til Kína?

Ţađ ţarf frekar mikiđ ímyndunarafl  til ađ sjá fyrir sér ađ núna ađ áhugi eins kínversks fjárfestis á hótel og ferđaiđnađi á Íslandi sé partur af langtímaplotti kínverskra stjórnvalda til ađ knésetja Evrópu, innlima Ísland í  sem kínverska nýlendu, reka Íslendinga í burtu frá eigin landi og tryggja heimsyfirráđ Kína:-) En ţađ ţarf ekkert ímyndunarafl, bara kalda rökhugsun til ađ tengja saman og skođa í stćrra samhengi  umsvif kínverskra fjárfestingarfyrirtćkja sem eru ţessi misserin ađ kaupa upp ađstöđu víđa um heim. Ţessi fjárfestingarfyrirtćki eru gerđ út af kínverskum stjórnvöldum.  Ţađ mun örugglega koma sér vel fyrir Íslendinga amk ef friđur helst í heiminum ađ vera í góđum viđskiptasamböndum viđ Kína sem og menningarsamskiptum. En ţađ getur ađ  ţađ ţjóni ekki hagsmunum íslensks almennings til langs tíma ađ landiđ sé galopiđ fyrir erlendum fjárfestum sem eru ađ tryggja ítök og yfirráđ yfir eignum og iđju sem gerir Ísland byggilegt. Ţađ er nćrtćkt ađ sjá fyrir sér orkuiđnađ og fiskveiđar.  Ef öll orkufyrirtćki og allur rekstur í kringum ţau og allur útvegur og vinnsla fisks vćri í eigu erlendra fjárfesta sem hefđu skálkaskjól á aflandeyjum (eđa í Peking) og svolgruđu ţađan í sig öll verđmćti og virđisauka af iđju fólks hérlendis  ţá vćri Ísland ekki annađ en ţađ sem ţađ var á eymdartíma ţjóđarinnar, fátćk og valdalaus nýlenda, ofurseld ríku og öflugu stórveldi. 

Núna er stađan ţannig ađ Kínverjar eiga mikla uppsafnađa sjóđi í dollurum  og eru ađalkaupendur  hráefna og framleiđendur ýmissa iđnađarvara t.d. áls.  Kínversk fyrirtćki međ fulltingi kínverskra stjórnvalda eru ţessi misseri  víđa í heiminum á umfangsmiklu "shopping spree" í ađ kaupa og leigja land og ađstöđu til ađ tryggja hagsmuni Kína, bćđi varđandi iđnađarframleiđslu en ekki síđur varđandi hagsmuni Kína sem voldugs heimsveldis.

Stjórnvöld sem nú sitja eru hrćdd og auđsveip viđ alla sem eiga peninga og krjúpa fyrir  öllum sem sveifla seđlabúnkum,  erlendri fjárfestingu. Margir Íslendingar  hafa hag af ađ liđka til međ slíka fjárfestingu, gylla hana fyrir almenningi á Íslandi og búa til velgerđarmenn og mannvini úr fjárfestum.  En ţađ er ekki ađ sjá ađ stjórnvöld gćti langtíma hagsmuna almennings,hagsmuna sem eru fólgnir í ađ stjórnvöld eđa ađrir ađilar láti ekki frá sér og semji burt allt ţađ sem getur skapađ auđsćld og farsćld á Íslandi í framtíđinni. 


mbl.is Byggir einnig upp í Reykjavík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kínverjar í landakaupaham

Í blađagreinum speglast núna hrifning varđandi  fyrirhuguđ kaup kínversks ríkisbubba á íslenskri jörđ, jörđinni Grímstöđum á Fjöllum sem nćr yfir 30 ţúsund hektara,  ţar verđi  margra tuga milljarđa uppbygging  og fimm stjörnu hótel  byggđ , ţar verđi umhverfistengd ferđaţjónusta.   Össur utanríkisráđherra  sem sparađi ekki stóryrđin í útrásinni  og sá gróđann bara detta ofan á okkur rétt áđur en ţjóđin varđ gjaldţrota og Icesave og ástarbréfafarg bankanna skall á  okkur(sjá t.d. hérna í október 2007) er mjög hrifinn, hann segist fagna erlendri fjárfestingu og uppbyggingu í ferđaţjónustu (halló Össur, ţađ er veriđ ađ tala um JARĐAKAUP KÍNVERSKRA AĐILA, ţađ sama og er ađ gerast út um allar álfur).

Ţađ má vel vera ađ fyrirtćkiđ Zhongkun Group sé eingöngu fyrirtćki í ferđaţjónustu sem hefur enga hulda stjórnmálahagsmuni eđa samtvinnun viđ stefnu kínverskra stjórnvalda  ţegar ţađ kaupir jarđir á Íslandi en ţađ er satt ađ segja frekar ósennilegt. Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá neinum ađ ţađ eru ákaflega mikil umsvif kínverska sendiráđsins hérna og ţetta fyrirtćki Zhongkun Group hefur fyrir ári síđan stofnađ sjóđ fyrir menningarsamskipti Íslands og Kína. Ţađ ţarf enga sérstaka ófreskigáfu til ađ líta á ţađ sem liđ í almannatengslum fyrir fyrirhuguđ uppkaup hérlendis.

Í Kína er allt land í opinberri eigu eđa eigu samyrkjufélaga, ţeir sem yrkja landiđ hafa bara afnotarétt af ţví og geta veriđ reknir í burtu hvenćr sem stjórnvöldum ţóknast. Ţannig voru milljónir manna reknir frá heimkynnum sínum ţegar Ţriggja gljúfra stíflan var byggđ og nú stendur til ađ reka  2.8 milljónir manna úr heimkynnum sínum í Shaanxi hérađi í Kína.  Ţađ er sagt vera til ađ bjarga íbúum ţar úr sárri neyđ en ţađ getur vel veriđ ađ hagsmunir námafyrirtćkja skipti hér líka máli (sjá ţetta blogg China´s Largest Land Grab ).   Útlendingar geta alls ekki keypt land í Kína, Kínverjar geta ekki sjálfir keypt land í Kína. En kínversk fyrirtćki, handbendi kínverskra stjórnvalda, handbendi til ađ tryggja Kína yfirráđ yfir auđlindum og ađföngum til framleiđslu fara nú  međ brugđnum brandi  yfir mörg lönd, ekki síst ţar sem regluverk er veikt og engin gćtir ađ hagsmunum ţarlends almennings, ekki síst ţar sem bćđi stjórnvöld og fjármálakerfi er spillt.

Í lögum margra ríkja eru lagalegar hindranir á ţví ađ útlendingar eigi ţar land.  Í sumum löndum t.d. Noregi eru strangar reglur varđandi bújarđir, um ábúđarskyldu og nytjar eigenda.  Margar fyrrum nýlenduţjóđir hafa veriđ í ţeirri stöđu ađ allar helstu jarđeignir og framleiđslutćki voru í eigu fjarlćgra ađila sem ekki einu sinni bjuggu á landareigninni heldur í eigu ríks fólks í fjarlćgum löndum sem  sugu  til sín ágóđann af striti fólksins en lögđu ekkert til samfélagsins. Fátćkir leiguliđar og  ţrćlar sem höfđu engar ađstćđur til ađ bćta líf sitt  strituđu í fátćkt fyrir ríka og fjarlćga landeigendur.

Núna er ţađ sama ađ gerast á öđruvísi hátt. Nýlendukúgararnir og ţrćlahaldararnir koma núna fram undir merkjum hinar alţjóđlegu viđskiptahringekju, hringekju sem framleiđir pappíra og ţyrlar ţeim til og frá.  Núna eru grimmu landeigendurnir međ ágóđaglampa í augum ekki nýlenduherrar gömlu nýlenduveldanna heldur stjórnendur alls konar vogunarsjóđa sem eru flćktir saman í einhverri bendu ţannig ađ enginn veit haus eđa sporđ á.  Ef til vill eru margir kaupendur jarđeigna og hráefnafyrirtćkja í heiminum í dag kínversk stjórnvöld í gegnum alls konar fyrirtćki og fronta, og kannski er hugsunin á bak viđ kaupin sú ađ tryggja framtíđarhagsmuni Kína, hagsmuni sem viđ sjáum ekki alveg fyrir í dag.  Viđ vitum ađ í dag er háđ stríđ út af ađgangi ađ orku og auđlindum og viđ vitum ađ ríki nálćgt okkur hafa ekki svifist neins til ađ tryggja ađang sinn og fundiđ sér svo einhverja réttlćtingu seinna. Viđ vitum líka ađ á Norđurslóđum, í nágrenni Íslands eru miklar orkulindir og mikilvćgar framtíđar siglingaleiđir.  Ţađ má benda á ađ Kína er vaxandi herveldi og ţađ er ekki víst ađ framtíđarstríđ ţess ríkis verđi öll háđ í Asíu.  Og Bandaríkjamenn taka svo sem alveg eftir landakaupum og ađstöđusamningum Kínverja ţó ađ hernađarumsvif Kínverja séu ekki áberandi ţegar ţeir kaupa upp land í Idaho og innan Bandaríkjanna og Evrópu:  

In the western hemisphere, China is relying largely on market forces and is not following up with its military. China is very aware that Brazil is America's backyard.
In Africa it's another story. China's quest to control resources is often followed up with military ties. This poses a challenge to the US, which has responded by stepping up its own military presence.
 

En Íslendingar eru varnarlausir og grandalausir og sjá ekki hvađ er ađ gerast.

Hér eru nokkrar slóđir um landakaup, sérstaklega landbúnađarlands.


mbl.is Tugmilljarđa fjárfesting á Fjöllum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband