Fćrsluflokkur: Tónlist

Mamma fór til Íslands

bennet - Mum's Gone To Iceland
bennet - Mum's Gon...
Hosted by eSnips

Datt niđur á ţetta skemmtilega 20 ára gamla lag um neyslusamfélagiđ og mömmuna sem fór til Íslands. Ţetta er hljómsveitin Bennet. Textinn er svona:

Mum's Gone To Iceland


More food mama
Give us more food mama
Give us prawn ring mama
Give us anything mama
Thank God
My Mum has gone to Iceland
More cash dadda
Give her more cash dadda
Be a bit flash dadda
Give here more cash, more
Thank God
My Mum has gone to Iceland
And we don't have the dough
As the ad men well know
Got no concept of your bad cash flow
And if that ain't enough
Just as life gets more tough
They bring out a new game for my Nintendo
My head's popping
TV window shopping
And there ain't no stopping
With that ice cream topping
Thank God
My Mum has gone to Iceland
We want mama
What you can't afford mama
And the TV pressure's
Aimed at your little treasures
Thank God
My mum has gone to Iceland
Bleedy daddy dry
Watch my mummy cry
And I can't stop wanting
No matter how I try
Thank God
My mum has gone to Iceland


Símasexiđ fyrir 22 árum

Ţađ eru 22 ár síđan hljómsveitin Village People söng lagiđ "Sex over the Phone" um keypt skyndikynni  međ ađstođ samskiptatćkninnar. Gaman ađ  spila ţetta svona mörgum árum seinna.

Village People er skemmtileg  camp hljómsveit og flestir textarnir tengdir hommamenningu. Ţetta lag um símasexiđ er nú bara meira camp í dag en fyrir 22 árum.

Hér er ágćtur listi yfir lög nokkurra flytjenda á Youtube. 

Meira um camp HERMENAUT: Camp: An Introduction

 

 

  


New York ..... I don't like mondays

Ég fór í fyrsta skipti til New York  í janúar 1979 og ţađ var líka í fyrsta skipti sem ég fór til útlanda. Ég hefđi alveg eins getađ veriđ marsbúi ţarna, allt var svo framandi. Helsta heimild mín um amerískt ţjóđlíf fyrir ţann tíma var skrípamyndatímaritiđ Mad og svo  eldgamlar bandarískar bíómyndir sem sýndar voru í Rúv og svo međan Kanasjónvarpiđ náđist ţá hefđi ég fylgst međ "I love Lucy" og Bonanza.

En útlöndin voru öđruvísi, ţađ var meiri harka, verra loft og minni sól og ţađ var mökkur af gangsterum, fíklum, melludólgum, vćndiskonum og útigangsmönnum. Ţađ var alltaf skuggi á götunum í háhýsahverfunum á Manhattan. Ég sá strax fyrstu mínúturnar í borginni ađ útigangsmennirnir voru ţeir sömu og hérlendis eru í ýmis konar vistheimilum og vćndiskonurnar á götuhornunum voru allar svartar.  Svo heillađist ég af sjónvarpinu á hótelinu og fjarstýringu. Ég hafđi ekki séđ ţannig grip og aldrei veriđ í umhverfi ţar sem síbyljan dunar á mörgum sjónvarpsrásum. Ég skemmti mér viđ ađ klikka á fjarstýringuna og ég man eftir hvađ ég hugsađi ţegar ég starđi forviđa á frođuna sem vall ţar fram. Ţađ var allt eins og guđdómlegur gleđileikur á ţessum rásum og miklir brandarar og spenna, raddir sem  töluđu af innlifun og persónur sem geisluđu af gleđi, tónlistin var dramatísk og hápunkturinn í öllum frásögnum var ađ borđa eitthvađ  og auglýsingar og efni runnu saman í eitt,  ég var ekki vön ţví frá landinu kalda.

Ég fór á tónleika međ hljómsveitinni Dr. Hook í Radio City Hall og um leiđ og tónleikarnir byrjuđu ţá gaus upp reykjarmökkur. Ég hélt ađ ţađ vćri kviknađ í en svo fattađi ég ađ allir voru ađ reykja og ţađ voru ekki sígarettur.  Hljómsveitin var á sama hóteli og viđ hittum ţá á barnum eftir tónleikana.

Svo man ég eftir fyrstu fréttunum sem ég hlustađi á í landi Bush eđa landi Nixons eins og ţađ var ţá, ţar var fréttin um Brendu Spencer sem var sextán ára og mćtti á mánudegi í skólann sinn međ rifill og skaut á allt kvikt. Hún sagđi "I don't like mondays" og hún sagđist vera ađ lífga upp á daginn. Ég héld ađ svona vćru fréttirnar í USA, ţetta vćri hversdagslegur atburđur í ţessu skrýtna landi, mér fannst ţetta líka í takt viđ lífiđ sem ég sá á götunum. 

Ţađ var fyrst seinna ţegar ég heyrđi sönginn hjá  Bob Geldof og  Boomtown Rats "I don't like mondays" sem ég áttađi mig á ţví ađ ţetta voru óvenjulegar fréttir. Ţessi söngur er New York og Ameríka í mínum huga. Gaman líka ađ hlusta á ţessa gömlu upptöku og hlusta á textann sem byrjar á ţví ađ kenna tölvuflögu í heila stúlkunnar um mánudagsćđiđ sem á hana rann. Hvađ skyldi hafa veriđ sungiđ um í dag?

 Hér er frásögn af vođaverkinu:

On  29 January 1979, 16-year-old Brenda Ann Spencer opened fire on children arriving at Cleveland Elementary School in San Diego from her house across the street, killing two men and wounding eight students and a police officer. Principal Burton Wragg was attempting to rescue children in the line of fire when he was shot and killed, and custodian Mike Suchar was slain attempting to aid Wragg.

Spencer used a rifle her father had given her as a gift. As to what impelled her into this form of murderous madness, she told a reporter,''I don't like Mondays. This livens up the day.'' 

New York minning mín og ţessi fyrstu mót mín viđ heiminn utan Ísland og fréttir annars stađar en í gegnum síu RÚV  er  fréttin af mánudagsdrápinu á versta degi ársins og  minningin er líka tengd hljómsveitinni Dr. Hook og  reykjarkófinu í Radio City Hall .

Síđan ţá hef ég haldiđ upp á mörg lög međ ţeirri hljómsveit. Hér eru tvö ţeirra:

Sylvias mother

Carrie me, Carrie

 


mbl.is Versti dagur ársins í vćndum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tónlist límt inn í blogg

Ég er ađ prófa SongSpots frá   Sonific.com en ţađ er eitt af mörgum svćđum ţar sem mađur getur látiđ spila tónlist á bloggum og Myspace. Mér tekst ekki ađ nota lagafídusinn í moggablogginu og get ekki hlađiđ inn neinum hljóđskrám ţar. Best ađ hlusta á latneska tónlist til ađ ćfa mig í spćnsku. Ég virđist ekki geta spilađ nema eitt lag í einu. Ţađ er nú ekki sérstaklega spennandi.

Hérna prófa ég ađ setja inn óperutónlist



Prófa einu sinni enn... núna keltneskt lag um álfakonung.


og stúlkuna á ströndinni 

Sniđug lög frá Smithsonianglobalsounds


Myspace,netsamfélög og höfundarréttur

Ţađ er ágćtt ađ spila  Dont download this song  međ Weirdal á međal  mađur les fréttir af málaferlum  eins og ţessum frá Universal Music á hendur Myspace. Skrýtiđ ef Myspace vćri dćmt fyrir "...leyfa almenningi ađ sćkja myndbönd međ ólöglegum hćtti og veita ađgang ađ tćkni sem gerir notendum kleift ađ skiptast á slíkum skrám..". Er ţađ ólöglegt ađ veita ađgang ađ tćkni? Fyrir mér hljómar ţađ eins og einhver fćri í mál viđ vegagerđina út af ţví ađ ökumađur keyrđi drukkinn. Međ ţví ađ hafa vegina opna ţá skapast sú hćtta ađ einhverjir ökumenn keyri drukknir. Er ţađ á ábyrgđ ţess sem býr til og heldur viđ vegakerfinu?

Ţađ er  viđkvćmt ástand í höfundarréttarmálum í heiminum í dag. Höfundarréttarlög eru snarbrotin á  vinsćlum vefsvćđum ţar sem inntakiđ kemur frá notendum. Ţađ er einmitt eđli "web 2.0" vefsamfélaga ađ efniđ kemur frá notendum.

Síđustu misseri hefur Myspace veriđ ađ breytast úr innantómum stefnumótavef og söluapparati í mjög áhugavert tónlistarsamfélag. Sennilega er nauđsynlegt fyrir alla unga tónlistarmenn í dag ađ hafa síđu á Myspace, ţó ekki sé nema til ađ fylgjast međ hvađ ađrir eru ađ gera.

Hér er vefsíđa sem ég tók saman um Myspace:

http://fyrirlestrar.khi.is/salvor/myspace/

Ţađ er er ein leiđ greiđfćrari en önnur fyrir skóla og ađila sem vilja og eiga ađ virđa lög en vilja samt vinna međ og fjölfalda margmiđlunarefni. Sú leiđ er ađ sleppa ţví alveg ađ nota efni sem variđ er međ hefđbundnum höfundarrétti og nota eingöngu efni  sem er heimagert eđa sem sem má fjölfalda og vinna áfram međ eftir settum reglum. Hér á ég viđ efni sem er sett á vefinn međ höfundarréttarleyfi CreativeCommons.


mbl.is Universal Music stefnir MySpace
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband