Færsluflokkur: Kvikmyndir

Friðþæging - þegar vitnið verður sakborningur

200px-Atonement_posterÁ sunnudaginn fór ég á kvikmyndina Friðþæging eða Atonement út í Kaupmannahöfn. Myndin fjallar stúlkuna Briony, systur hennar og ástmann systurinnar og hefst þegar Briony er 13 ára. Söguhetjan hefur frjótt ímyndarafl og myndin hefst þegar hún er að skrifa sitt fyrsta leikrit og myndin endar þegar hún er gömul kona og heilabiluð að skrifa sína síðustu sögu sem hún segir sanna sögu skrifaða til að bæta fyrir brot sín sem barn. Hver voru þessi brot? Þau voru að þennan dag taldi hún sig sjá ýmis merki um að Robbie væri kynóður og hún taldi sig standa hann að verki við að nauðga unglingsstúlku. 

 Sagan er eftir Ian McEwan. Ég hef ekkert lesið eftir þann rithöfund en af umsögnum um bækur hans get ég ráðið að hann fjallar mikið um minnið og heilastarfsemi og mismunandi upplifun. Reyndar tók ég eftir að í wikipedia greinunum þá var nokkrum sinnum minnst á heilabilaðar konur sem persónur í verkum hans. 

En frá femínisku sjónarmiði er áhugaverður boðskapur í þessari mynd. Sagan er eins og ævintýri sem endurómar  þennan boðskap: "það sem þú sást og það sem þú varst vitni að er ekki sannleikur - þín mynd af heiminum er ekki rétt - maðurinn sem þú hélst að væri ófreskja var bara graður og ástanginn strákur".  Það er líka dáldið skrýtið hvernig vitni að ákveðnu atviki sem lýsir því sem hún sá eða taldi sig sjá verður glæpamaðurinn og hinn sakborni og hinn sakbitni. 

Svo vill til að Íslendingur er einn mesti sérfræðingur í svona minnismálum.  Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur er sérfræðingur í réttarhöldum það sem sakborningar treysta ekki á eigin minni heldur á minni annarra og hafa þannig  játað á sig glæpi sem þeir halda að þeir hafi framið og minni að þeir hafi framið, þetta kallast Memory distrust Syndrome

Hér eru nokkrar slóðir tengdar myndinni og verkum höfundarins:

Atonement (vefsíða myndarinnar)

Atonement er andstyggileg

Friðþæging - Mögnuð kvikmyndaupplifun - markusth.blog.is

 Saturday eftir Ian McEwan bokabloggid.wordpress.is

 Amsterdam eftir Ian McEwan bokabloggid.wordpress.is

 Annað: það var mjög erfitt að horfa á þessa mynd án þess að verða ergilegur vegna hins yfirþyrmandi dulbúna reykingaáróðurs í myndinni. það væri nú sögufölsun að láta eins og reykingar hafi ekki verið til á þessum tíma og það hefði ef til vill þjónað sögunni að láta sögupersónur reykja. En þessar yfirþyrmandi reykingar við öll hugsanlega tækifæri voru greinileg auglýsing kostuð af hagmunaaðilum sem vilja að reykingar nái til fleiri markhópa, ekki síst til kvenna og dæla svona dulbúnum auglýsingum inn í myndir sem eru líklegar til að verða skoðaðar af mörgum. 

 


Brokeback Mountain - íslenska útgáfan : Göngur í Garðsárdal

þessi íslenska stuttmynd   Göngur í Garðsárdal  frá kvikmyndafélaginu Kvikyndi minnir á  Brokeback Mountain. Mér finnst þeir  Kvikyndismenn: Sverrir Friðriksson, Pálmi Reyr Þorsteinsson og Freyr Ragnarsson vera ansi skemmtilegir sb. myspace síðu kvikyndis

Ég var að kaupa mér klippikort fyrir íslensku kvikmyndahátíðina. Ég vona að ég komist á einhverjar af Fassbinder myndunum. Ég er mikill aðdáandi Fassbinders. Hvernig skyldi íslenska útgáfan af Querelle verða ef kvikmyndafélagið Kvikyndi réðist í það stórvirki?  

 

Sennilega eru kvikmyndamógúlar framtíðarinnar núna að spreyta sig á stuttmyndum í Youtube stíl þar sem þeir draga dár að hefðbundinni kvikmyndalist og þeim verkum sem hún hefur skapað.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband