Einræðisherrann í Ungverjalandi fær mest úr hjálparpakka EU vegna Covid

Langmest af 37 milljarða evra fyrsta hjálparpakka EU vegna kórónaveirunnar fer til Mið- og Austur-Evrópu. Þetta er fé sem á sérstaklega að hjálpa ríkjum til að takast á við efnahagslegar afleiðingar og krísuástand vegna veikinnar. Ungverjaland fær langssamlega mest af þessu fé per íbúa eða fimmtán sinnum hærra en t.d. Ítalía.

Vladimir_Putin,_Viktor_Orbán_(Hungary,_February_2015)_02
Pútin af Rússlandi og Orban einræðisherra Ungverjalands í handabandi.

Eitt af þvi sem hefur gerst nú þegar er að ríki hafa hraðara en hönd á festir tekið mannréttindi af þegnum sínum og eftirlitsæði stjórnvalda vex með hraðari veldisvexti en veirusmitið. Ríkið Ungverjaland hefur breyst í einræðisríki, valdhafi þar Orbán hefur búið svo um að núna getur hann sett ný lög eftir sínum hentugleikum, það þarf ekkert það fara með það í gegnum þingið.

Það er svo sárgrætilegt hvernig EU umbunar þessum einræðisherra og eys til hans úr sjóðum sínum.

Það er dáldið nöturlegt fyrir Ítali og Spánverja sem hingað til hafa farið hvað verst út úr faraldrinum að rýna í hvernig þessum risastóra hjálparpakka verður skipt á aðildarríki EU.

Svona skiptist upphæðin í hjálparpakkanum milli EU ríkja á hvern íbúa reiknað í dönskum krónum:

eu-covid-hjalp2

Sjá nánar í þessari dönsku grein

Ungarn nyder godt af ny EU-hjælpepakke, mens Italien og Spanien får væsentligt mindre


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband