Ammoníum-nítrat í Áburðarverksmiðjunni og vöruhúsi Eimskips

2020_Beirut_explosions_pic_2

Það var árið 2015 og mikið um að vera eins og vanalega í kínversku hafnarborginni Tianjin. Höfnin þar er ein umsvifamesta í Kína. En skyndilega urðu gríðarleg sprengingar þegar miklar birgðir af ammoníum-nítrati sprungu í loft upp. Fjölmargir létust, flestir voru það slökkviliðsmenn og björgunarfólk. En hvernig gerðist það? Ammoníum-nítrat á ekki að springa svona út ef engu. Við rannsókn kom í ljós að sprengingin varð þegar  efnið nitroselluósi  sem er uppistaðan í  naglalakki þornaði of mikið upp of ofhitnaði og í því kviknaði og sá eldur olli sprengingu í nærliggjandi geymum sem innihéldu sprengiefni, sprengiefnið ammoníum-nítrat sem einmitt núna olli gríðarlegri eyðileggingu í Beirút í Líbanon. Það kom í ljós að miklu meira af hættulegum efnum en leyfilegt  var geymt á hafnarsvæðinu og sprengiefni var geymt 600 m frá íbúðarsvæði sem var brot á kínverskum reglugerðum, það er bannað að geyma slíkt í minna en 1000 m fjarlægð frá íbúðabyggð.

2015_Tianjin_explosion_-_Crop

Sennilega hefur sprengingin í Tianjin orðið til þess að margir hrukku við og fóru að athuga sinn gang varðandi hvernig eldfim efni og sprengiefni eru geymd. Ef til vill hefur það orðið til þess að skrifuð var skýrsla í Líbanon þar sem vakin var athygli á að á hafnarsvæðinu þar væru miklar ammoníum-nítrat birgðir og stórhætta stafaði af því. Ég veit ekki hvað varð til að skýrslan var skrifuð en það hefur komið í ljós núna í fréttum að henni var stungið undir stól af stjórnvöldum í Líbanon. 

Það er mjög líklegt að það komi í ljós að eitthvað svipað hafi gerst núna í Líbanon, að geymslan á þessu mikla magni af Ammoníum nítrati hafi misfarist. Ég hef séð yfirlýsingar um að það sé engin hætta á Íslandi, engar svona birgðir séu neins staðar.

En ég fann á vefnum  auglýsingu frá íslensku fyrirtæki frá 2010 það sem boðnir eru eins tonna sekkir af ammoníumnítrati á spottprís og ef fólk vill kaupa mikið magn (mörg tonn væntanlega) þá sé það afgreitt frá vöruhúsi Eimskips.

Hér er auglýsingin:

ammonium-nitrat-auglysing-2010-2

Og hvað með Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi, er alveg öruggt að þar séu engir geymar af ammoníum-nítrati geymdir einhvers staðar niðurgrafnir á svæðinu? Ég er ekki alveg viss um að nákvæmar upplýsingar séu aðgengilegar um framleiðslu eða fyrirætlanir varandi þá verksmiðju. Sem var byggð með Marshall-aðstoðinni og að því er rógtungur sögðu á sinni tíð að væri sem dulbúin sprengiefnaverksmiðja/sprengiefnageymsla. Áburðarverksmiðjan var örugglega hið mesta þjóðþrifafyrirtæki og hafði ekkert með hernað að gera þó hún hafi verið styrkt af Marshall fé, ekki frekar en Glergerðin sem líka var byggð fyrir Marshallfé.

En það fundust um árið margar tunnur fullar af arseniki, svo miklu að það nægði til að drepa alla Íslendinga nokkrum milljón sinnum og þær tunnur voru sannarlega geymdar um langt skeið undir glerfjalli á athafnasvæði Glergerðarinnar - undin glerbrotafjalli úr öllu ónýta glerinu sem varð til þegar Íslendingar voru að reyna að ná tökum á að gera almennilegt rúðugler og tókst það víst aldrei svo glerverksmiðjan hætti og áburðarverksmiðjan lifði víst heldur ekki lengi.

Hér er skýrsla um sprenginguna sem varð í Áburðarverksmiðjunni árið 2001

Tenglar

Sprengingin í Beirút ban­væn í allt að 2,5 kíló­metra radíus

What is ammonium nitrate, the chemical that exploded in Beirut?

Tianjin chemical blast: China jails 49 for disaster (frétt frá 2016)

 Hér er fréttin sem var á Rúv um Beirút sprenginguna:

Ammoníum-nítrat, efnið sem olli spengingunni í Beirút í gær, hefur ekki verið framleitt hér á landi síðan framleiðslu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi var hætt rétt eftir aldamót. Þetta segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og tæknisviði Vinnueftirlitsins, í samtali við fréttastofu.

Síðan Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi var lokað hefur áburður verið fluttur inn hingað til lands á hverju vori. Guðmundur segir að þótt innflutti áburðurinn innihaldi ammóníum-nítrat sé hann blandaður með öðrum efnum sem gera hann stöðugan, og að sprengjuhættan af honum sé því mjög lítil. Hann sé notaður um leið og hann er fluttur inn og því ekki geymdur í neinu magni. 

Efnið notað í sprengjuvinnu

Guðmundur segir að hreint ammoníum-nítrat sé þó notað í einhverjum mæli í sprengjuvinnu hérlendis. Sérstök réttindi þurfi til að kaupa hreina efnið og það sé hvergi geymt í miklu magni. „Það má enginn kaupa það sem ekki hefur tilskilin réttindi. Og þá þarf fólk að sitja námskeið um meðferð sprengjuefna og taka próf og hafa gild réttindi. Og það er ekki geymt í neitt miklu magni“.  Hann segir það aðeins geta sprungið við sérstakar aðstæður og ekki vera gert sprengjuhæft fyrr en á sprengjusvæðinu. 

Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar, telur einnig víst að hvergi á Íslandi sé ammoníum-nítrat geymt í neinu magni. Eins og Guðmundur segir hann að áburður sem notaður er hér á landi sé blandaður með öðrum efnum sem gera hann stöðugan og að sprenging gæti ekki orðið nema með samverkandi áhrifum ótal þátta.

Myndir eru frá commons.wikimedia.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Kjarninn, sem áburðarverksmiðjan framleiddi, var í formi korna sem húðuð voru með kísilgúr. Af honum stafaði engin sprengihætta.

Hörður Þormar, 6.8.2020 kl. 13:45

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hörður Þormar, það varð öflug sprengin í áburðarverksmiðjunni árið 2000. Það geta væntanlega verið aðstæður í framleiðsluferli og geymslu aðfanga í  svona iðnaði þar sem er sprengihætta þó hún sé ekki af tilbúinni framleiðsluvöru.
Sjá þessa skýrslu um sprenginguna https://www.vinnueftirlit.is/media/skyrslur/aburdarverksmidjan_gufunesiii.pdf

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.8.2020 kl. 13:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður gæti best trúað að einhverjir einangrunarsinnaðir "hillbillies" í Miðflokknum á landsbyggðinni hér á Klakanum komi í bæinn, sauðdrukknir að vanda, og sprengi upp Alþingishúsið eða Ráðhúsið hér í Reykjavík. cool

23.7.2011:

"Stór­sekk­ir með til­bún­um áburði fund­ust á sveita­bæ sem And­ers Behring Brei­vik leigði í Rena, um 150 kílómetrum fyrir norðan Osló.

Áburðinn má nota sem sprengi­efni.
" cool

"Yf­ir­maður sprengju­deild­ar norsku lög­regl­unn­ar, Per Nerga­ard, tel­ur að sprengj­an sem sprakk í Ósló í gær hafi verið að minnsta kosti 500 kíló­grömm að þyngd.

Hann úti­lok­ar þó ekki að sprengj­an hafi verið enn öfl­ugri, að því er fram kem­ur á vefsíðu Ver­d­ens Gang
.

Ljóst þykir að sprengj­an hafi verið í bif­reið við stjórn­ar­bygg­ing­arn­ar í Ósló.

Alls hafa 92 fund­ist látn­ir eft­ir árás­irn­ar í Ósló og Útey en 11 eða 12 er enn saknað.

Að auki er fjöldi fólks al­var­lega slasaður á sjúkra­hús­um í Ósló eft­ir árás­irn­ar.

Sök­um stærðar sprengj­unn­ar tel­ur Nerga­ard ekki úti­lokað að sprengj­an hafi verið í vöru- eða sendi­bíl.

Enn er óljóst hvort And­ers Behring Brei­vik hafi staðið einn að ódæðinu."

Sprengjan var að minnsta kosti hálft tonn

Þorsteinn Briem, 6.8.2020 kl. 14:05

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt tilvísaðri skýrslu var orsök sprengingarinnar í áburðarverksmiðjunni árið 2001 rakin til gasleka.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.8.2020 kl. 14:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.8.2012:

"
Rúmt ár er liðið frá því að bílasprengja Breiviks sprakk í stjórnarráðshverfinu í Ósló.

Sprengjan var níu hundruð og fimmtíu kíló að þyngd og sprakk fyrir utan skrifstofur Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs.

Átta manns létust í tilræðinu og tugir særðust.

Ljóst er að Breivik notaði áburð og brennsluolíu við gerð sprengjunnar." cool

Þorsteinn Briem, 6.8.2020 kl. 14:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.4.2013:

"Ein­hverj­ir þeirra sem þurftu að yf­ir­gefa heim­ili sín eft­ir gríðarlega öfl­uga spreng­ingu í áburðar­verk­smiðju við bæ­inn West í Texas fengu að snúa aft­ur heim í dag. cool

Alls lét­ust fjór­tán í spreng­ing­unni."

"Flest­ir þeirra sem lét­ust voru slökkviliðs- eða björg­un­ar­menn sem voru send­ir á staðinn vegna elds sem hafði blossað upp í verk­smiðjunni fyr­ir spreng­ing­una, að sögn banda­ríska dag­blaðsins The New York Times.

Um 200 manns særðust í spreng­ing­unni.

Um 50 íbúðir gereyðilögðust í spreng­ing­unni, auk þriggja slökkviliðsbíla og eins sjúkra­bíls.

Yf­ir­völd sögðu að ekki væri enn vitað hvað olli eld­in­um og spreng­ing­unni.

Ekk­ert hefði komið fram sem benti til þess að spreng­ing­in hefði orðið vegna íkveikju eða ann­ars glæp­sam­legs at­hæf­is.

Í verk­smiðjunni var mikið magn af áburði sem inni­held­ur ammon­íumnítrat og get­ur sprungið við mik­inn hita." cool

Íbúar West fá að snúa heim á ný

Þorsteinn Briem, 6.8.2020 kl. 14:42

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.5.2020:

"Í Gufunesi eru mörg þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði sem hýsti Áburðarverksmiðju ríkisins á sínum tíma.

Undanfarin ár hefur Íslenska gámafélagið verið þar til húsa. Nú er það að flytja og þá losnar heilmikið rými sem Reykjavíkurborg vill nýta sem vinnustofur fyrir fólk úr skapandi greinum. cool

"Ég get ekki orðað það öðruvísi en að hér sé gamall draumur að rætast," segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

"Hér er komið öflugt kvikmyndaver á alþjóðavísu, RVK Studios, og hér eru mörg helstu kvikmyndagerðarfyrirtæki landsins þegar búin að koma sér fyrir. cool

Einnig listamenn sem hafa verið hér árum saman.

Nú erum við að auglýsa um rösklega þúsund fermetra til umsóknar fyrir listamenn, skapandi fyrirtæki, frumkvöðla og sprota því að í Gufunesi sjáum við fyrir okkur að þróist heilt hverfi, þorp skapandi greina." cool

Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, er spenntur fyrir áformunum.

"Það er d
raumurinn að búa hér til aðstöðu fyrir allar tegundir af listum.""

Gufunes verður þorp lista og skapandi greina

Þorsteinn Briem, 6.8.2020 kl. 14:59

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 7.4.2016:

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins? cool

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær. cool

Þorsteinn Briem, 6.8.2020 kl. 15:06

9 Smámynd: Hörður Þormar

Við framleiðslu á Kjarna áburði þurfti að nota ammóníak og vetni. Báðar þessar lofttegundir eru sprengihættar, einkum þó vetnið sem í ákveðnu hlutfalli við súrefni myndar stórhættulega blöndu, svo kallað "hvellloft".

Ekki sá ég skýringu á þessum bruna í áburðarverksmiðjunni, sennilega kviknaði í vetni, kannski í ammóníaki.

Hörður Þormar, 6.8.2020 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband