Guðinn í geðillskukastinu...

Núna síðustu vikurnar þegar ég veit hvernig litlu simmunum líður í Sim City tölvuleiknum þegar þeir eru búnir að troðfylla borgir og allar götur iða af lífi og svo hellist yfir þá á ofan hver plágan á fætur annarri og alls konar náttúruhamfarir dynja yfir og það myndast "fordæmalaus staða". 

light-bulb-lights-bokeh-energy

Ég rifja upp ljóðlínur sem ég orti sem barn


Guðinn í geðillskukastinu

slökkti á perunni
í tilverunni.

 

Mér datt þetta ljóð í hug þegar ég las viðtalið við Andra Snæ Magnason á RÚV en hann lýsir ástandinu einmitt eins og það hafi verið slökkt:

„Mér fannst óhugsandi að ég myndi lifa það að það yrði slökkt á heiminum. Maður hefði ekki trúað því að þetta gæti gerst," segir Andri Snær. Og þó að allir finni fyrir þessum ótrúlegu breytingum eigi margir enn erfitt með að átta sig á því almennilega hvað sé að gerast. „Ég held við séum ekki farin að skilja hve mikil félagsleg og pólitísk áhrif verða af þessu. Maður er varla að geta greint þetta sjálfur.“ 

En það má líta á björtu hliðarnar samkvæmt höfundinum og nýta tímann til að betra sig og styrkja samband við sjálfan sig og sína nánustu. „Nú er tími þar sem allir horfa inn á við. Kannski verður þetta hollt fyrir okkur á einhvern hátt. Maður verður að reyna að sjá það jákvæðasta úr þessu að þessi hugsanlega tveggja mánaða sumarbústaðaferð, sem allir eru dæmdir í, skili einhverri dýpt inn í okkar fjölskyldur.“

Sjá viðtalið hérna:
https://www.ruv.is/frett/fannst-ohugsandi-ad-lifa-ad-slokkt-yrdi-a-heiminum

SimCity tenglar

SimCity Games

Taking a page from SimCity, UrbanFootprint pitches new tools for urban development

Simcity.fandom.com

SimCity  wikipedia


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband