Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018

Eru píratar til í alvörunni? Hvernig líta þeir út? Eru þeir hættulegir?

Píratar og ungviðið
Það lítur út fyrir samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem nú eru birtar að Píratar séu eina nýja umbreytingar og umbótaaflið í íslenskum stjórnmálum sem nær inn fulltrúa í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Því er spáð að Píratar fái tvo fulltrúa í Reykjavík. Hér er mynd af nokkrum af frambjóðendum Pírata í sveitarstjórnarkosningum og má þar sjá hvernig Alexandra Bríem sem er í þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavík reynir að ná athygli unga fólksins og gengur það bara nokkuð vel.

Í áramótaskaupinu 2013 er eitt skets af þeim Sigmundi Davíð og Bjarna Ben sem þá voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra þar sem Bjarni Ben spyr Sigmund "Eru píratar nokkuð til í alvörunni?" og Sigmundur Davíð sannfærir vin sinn þáverandi um að svo sér auðvitað ekki.

Margt hefur breyst frá þeim tíma í stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur klofnað í tvær flísar og heitir flísin sem brotnaði af Viðreisn og Framsóknarflokkurinn hefur líka klofnað í tvennt og heitir brotið sem brotnaði af Miðflokkur. Vinstri grænir hafa öllum að óvörum tekið upp fóstbræðralag við Sjálfstæðisflokkinn. 

Píratar eru til í alvörunni. Hér má lesa um framboð pírata í Reykjavík í ár. 

Hér má er mynd af oddvitum Pírata á fundi nýlega þar sem framboð voru kynnt.
piratar-oddvitar

Hér er svo Píratakóðinn:
piratakodinn


mbl.is Sjö flokkar fengju fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórundarleg framkvæmd á utankjörstaðakosningu í Reykjavík

kosning-dave-granlund

Kosningar eru núna seinast í maí um helgi  á tíma sem margir íbúar í Reykjavík nota til að fara í ferðalög. Það þurfa því margir sem ætla sér að vera utan Reykjavíkur á kjördegi að kjósa utankjörstaðar. Það berast hins vegar fréttir af stórundarlegum aðstæðum við utankjörstaðaratkvæðagreiðslu, aðstæðum sem eru þannig að það virðist vera gert allt til að gera sem erfiðast fyrir fólk að kjósa.

Það er fyrir það fyrsta afar undarlegt að kjósendur á kjörskrá í Reykjavík þurfi að gera sér ferð í annað bæjarfélag til að kjósa utankjörstaðar. Er það virkilega í samræmi við landslög?

En hvers konar aðstæður eru það sem þessi utankjörstaðakosning fer fram við?

Hér á eftir eru tvær lýsingar sjónarvotta sem hafa spreytt sig á því að reyna að kjósa. Mér sýnist þetta engan veginn boðlegt í lýðræðissamfélagi og að segja að þetta sé "undarlegt" er understatement. Egill Helgason segir að þetta jaðri við að vera "þumbaraskapur"
Þessi framkvæmd kosninga jaðrar ekki við að vera eitt eða neitt. Þetta virðist vera ósvífin tilraun til að gera fólki erfitt fyrir að nota atkvæðarétt sinn. 

Hér er  lýsing Ö.S.: 

"Ég kaus utankjörstaðar í Smáralindinni í kvöld. Hvergi var nokkrar leiðbeiningar að sjá um hvar fjandans kjörstaðinn væri að finna. Búið að draga rimla fyrir allar búðir. Meira að segja búið að slökkva á rúllustigunum. Í öllu þessu gímaldi voru fimm eða sex umkomulausar manneskjur sem allar virtust einsog stefnulaus skip í hafvillum. Smám saman kom í ljós að í allri Smáralindinni var enginn nema þessar örfáu hræður sem í dauðans angist voru að gefast upp á því að leita að stað til að kjósa. Ef einhver dauðleg vera sást gripu menn í hana dauðahaldi og spurðu með angistarsvip: „Veistu nokkuð hvar á að kjósa?“ Ég gat náttúrlega engum sagt það en bauð yfirleitt í staðinn að leiðbeina fólki um HVAÐ það ætti að kjósa. – Því var misjafnlega tekið. Um hríð var ég farinn að ganga í hringi og leið einsog ég væri aftur í framboði. Loksins á annarri hæð innarlega sá ég ljós leggja út um eitt búðarbilið. Þar fann ég loksins kjörstaðinn. – Sýslumaðurinn í Reykjavík er greinilega mjög kaldhæðinn húmoristi…" (sjá hér í pistli  í DV)

Hér er lýsing Þ.Þ.:

"Það að fara í Kópavog, Smáralind, til þess að kjósa borgarstjórn Reykjavíkur var hinsvegar skrítið og pirrandi. Kjörstaður (sem er á annarri hæð) er illa merktur. Kort með staðsetningu birtist aðeins á rafrænu auglýsingaskilti og þegar það loks birtist stóð auglýsingin aðeins í örfáar sekúntur. Gamaldags útprentað auglýsingaskilti með örvum hefði gert kraftaverk. Var leiðinlegi kjósandinn og kvartaði við kjörstjórn - á tveimur póstum.

 

Þessi framkvæmd utankjörstaðakosningar gerir mig ekki sérlega trúaða á að framkvæmd talningar og annað sem tengist kosningum á Íslandi sé í lagi. Það má segja að tiltrú mín á sýslumann í mínu kjördæmi sé ekki mikil og ég held að hann sé handbendi ákveðins stjórnmálaafls eins og raunar stór hluti þeirra sem starfar að kosningum á Íslandi. 

Það er rétt að rifja upp í þessu samhengi að það var sami sýslumaður sem mætti rétt fyrir seinustu alþingiskosningar á skrifstofu fjölmiðils með lögbann á fréttaflutning og hefti  þannig tjáningarfrelsi og kom í veg fyrir að almenningur fengi vitneskju um mikivæg gögn sem vörðuðu þá sem voru í framboði.

sjá þessar fréttir:

 


mbl.is Fulltrúar 8 framboða ná kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband