Blómastúlka frá Möđruvöllum

blomastulka

Ég rakst á ţessa sumarlegu mynd af stúlku í blómakjól ţegar ég var ađ glugga í ćvisögu afa míns og fylgja honum eftir ţegar hann ţá fimmtán ára gamall kom til Akureyrar áriđ 1913 ásamt ţremur öđrum piltum úr dalnum. Ţeir komu til ađ fara í skóla og fyrsta áriđ bjuggu ţeir allir saman hjá Marselíu í Gilinu á Akureyri.  

Afi segir ţetta um vistina hjá Marselíu:

Fyrsta veturinn, sem ég var á Akureyri, bjó ég hjá ekkju, sem hét Marselía og átti heima í Gilinu. Hún hafđi sjö námsmenn í húsvist, okkur Svínvetningana fjóra og ţrjá Skagfirđinga. Viđ bćđi bjuggum í húsi hennar og höfđum ţar fćđi. Marsílía átti uppkomna dóttur og áttu ţćr mćđgur húsiđ og einnig Möđruvelli í Eyjafirđi, svo ađ ţćr voru sćmilega efnum búnar. Ţó vistin vćri góđ hjá Marselíu, bjuggum viđ ekki ţarna nema einn vetur, ţví ađ samkomulagiđ hjá okkur sveitungunum var ekki eins og best verđur á kosiđ.

Mér datt í hug ađ leita á timarit.is  og leita á netinu ađ upplýsingum um konuna međ ţetta framandlega og sérkennilega nafn Marselía, hver var ćvi hennar og hvers vegna var hún međ svona marga skólapilta í húsvist.  

Ég finn fyrst texta um Kvennasögugöngu Minjasafnsins á Akureyri og Jafnréttisstofu ţennan texta um  Önnu dóttur Marsilíu:

Lćkjargata 3 (Lilliendahlsbćrinn).

Hér bjó Anna Margrét Magnúsdóttir f. 1873, d. 1959. Hún gekk í Laugalandsskóla og lćrđi einnig í Kaupmannahöfn. Anna Margrét var ljósmyndari og setti hún upp verslun í húsinu áriđ 1902 en ţar seldi hún hannyrđavörur og hatta. Anna hafđi lćrt hattagerđ í Kaupmannahöfn 1901. Áriđ 1910 tók Anna viđ lager af höttum af Önnu Houland sem rak verslun hér í 2 ár og ţá opnađi Anna nýja verslun sem hún nefndi Baldursbrá og flutti hana í Brekkugötu og rak hana til 1927. Í Baldursbrá fengust m.a. nýmóđins skreyttir hattar, frönsk og ensk tískublöđ, ýmislegt til útsaums og fleira. Anna rak verslun í 25 ár samfellt. Hún var ein af stofnendum Kvenfélagsins Hlífar áriđ 1907 og gegndi formennsku í ţví í 15 ár. Hún rak handavinnuskóla á Akureyri í 22 ár, kom á fót sumardvalaheimili fyrir fátćk börn og var ein af frumkvöđlum ađ byggingu Kristneshćlis. Móđir Önnu Margrétar var Marselía Kristjánsdóttir, gestrisin rausnarkona. Hún lagđi mikiđ á sig á efri árum til ađ mennta dóttur sína og fósturdóttur Jóhönnu Jóhannsdóttur Johnsen söngkonu, f. 1908, d. 1996

 

Ég fann minningargrein um Marselíu í Mbl. 6. febrúar 1940,  hún hét fullu nafni Marselía Kristjánsdóttir og hún fćddist áriđ 1850 á Sigríđarstöđum í Ljósavatnsskarđi og dó áriđ 1940. Hún giftist tvítug ađ aldri Magnúsi Ólafssyni á Möđruvöllum, flytur ţangađ og á ţrjú börn, verđur ekkja  og giftist aftur Sigfúsi Jónssyni kaupmanni á Akureyri og í mörg ár eftir ađ hann lést býr hún ásamt Önnu dóttur sinni á Akureyri.  Ţćr mćđgur fluttu svo út til Kaupmannahafnar međ fósturdóttur sinni og frćnku Jóhönnu Jóhannsdóttur sem ţar stundađi söngnám. Ţćr búa í Kaupmannahöfn í nokkur ár en flytja svo til Reykjavíkur međ Jóhönnu áriđ 1932.

Á búskaparárum Marselíu á Möđruvöllum var stofnađur ţar skóli. Möđruvallaskóli var stofnađur áriđ 1880. Skólahúsiđ brann  áriđ 1902 og ţá var skólinn fluttur til Akureyrar og hét fyrst Gagnfrćđaskólinn á Akureyri en síđar Menntaskólinn á Akureyri. Ef til vill hefur Marselía hafi veriđ međ skólapilta í Möđruvallaskóla sem kostgangara og haldiđ ţví áfram ţegar hún flutti til Akureyrar. 

Hér er frásögn af bruna Möđruvallaskóla Möđruvallaskóli brunninn 1  Möđruvallaskóli brunninn 2 

Myndin af stúlkunni í blómakjólnum hér fyrir ofan ef af fósturdóttur Marselíu, Jóhönnu Jóhannsdóttur Johnsen söngkonu f. 1908 d. 1996.

Ég fann líka á vef Hérađsskjalasafn Skagfirđinga ţessa fallegu mynd af mćđgunum Marselíu og Önnu og litlu fósturdóttur ţeirra. Jóhanna litla virđist ekki nema svona fimm ára á ţessari mynd og ţá getur veriđ ađ myndin sé tekin í kringum 1913-1914 ţegar afi var fimmtán ára kostgangari á heimili ţeirra.

Ég fann líka á vefnum glatkistan.com grein  um Jóhönnu Jóhannsdóttur. Greinin byrjar svona: 
Jóhanna Jóhannsdóttir (síđar Johnsen) var međ efnilegustu söngkonum landsins ţegar hún hvarf af sjónarsviđinu til ađ gerast lćknisfrú úti á landi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sćl Salvör.

í Manntalinu 1703 er engin blómarós
undir heitinu Marsilía. (zi, se)

Í manntölum 1921 - 1950 eru ţćr skráđar 12 talsins
ţar af eru einnefni 5.

Allar međ tölu eru ţćr skráđar viđ Eyjafjörđ
og nćsta nágrenni.

Húsari. (IP-tala skráđ) 24.4.2020 kl. 11:51

2 identicon

Góđ grein en ég held samt ađ ţetta međ Möđruvelli sé ekki alveg rétt hjá ţér. Viđ Eyjafjörđ eru nefnilega tveir Möđruvellir. Annar í Eyjafirđi, eđa Möđruvellir fram, og hinn í Hörgárdal, ţ.e. sá sem ţú vísar til og skólann sem brann. Ţessi Magnús Ólafsson var nćr örugglega ekki frá skólastađnum heldur frá Möđruvöllum í Eyjafirđi (sem er enn ein ađgreining á ţessum tveimur höfuđbólum).

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 24.4.2020 kl. 17:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband