Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020

Trump í kosningaham og kosningasigurvegarinn Boris Johnson

Ég horfi í skelfingu á loddarann ameríska þeysast inn í næstu amerísku kosningar þar í landi og fátt sem bendir til annars en hann muni halda völdum. Hinu megin Atlantsála fagnar annar loddari á Bretlandseyjum seinasta kosningasigri.Það er margt  líkt með þessum tveimur toppfígúrum, ekki bara að þær séu upplitaðar ljóskur heldur líka það sem þær segja. Og gera. Líka hvernig þær umgangast sannleikann og umhverfa sannleikanum eins og hentar þeim hverju sinni. Og komast upp með það.

Ekki einu sinni í okkar heimshluta erum við óhult. Hér á Trump sér formælendur sem mæra gjörðir hans og snúa sannleikanum á hvolf. Ég skoðaði áðan moggabloggið og fór að hugsa að kannski væri best að flýja Ísland. Kannski eru þetta orðnar viðteknar skoðanir á Íslandi. Skoðanir eins Gunnar Rögnvaldsson viðrar í þessu bloggi  og annar moggabloggari tekur undir í blogginu Sannleikurinn um Trump  Fyrir einhverjum misserum hugsaði ég og hló við að ég vissi ekki um neinn á Íslandi sem styddi Trump og hugsaði annað en hann væri botnlaus hallærisleg fígúra en núna eftir það loddarinn ameríski hefur sett nýjan botn æ ofan í gjörðum sínum og orðum  gengur maður undir mann á Íslandi að blessa Trump eins og mannkynsfrelsara sem bægir drepsóttum frá. Bæði þessi blogg eru dæmi um vaxandi öfgahyggju á Íslandi og líka dæmi um hve auðvelt er að búa til óvin og hagræða sannleikanum. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband