Bloggfærslur mánaðarins, mars 2020

"I Can Cause Panic Much Better Than You"

Fyrirsögnin á þessu bloggi "I Can Cause Panic Much Better Than You" eru einkennandi fyrir það stjórnarfar sem núna ríkir í Hvíta húsinu. Þessi orð lét Bandaríkjaforseti falla í gær þegar hann var að svara blaðamanni. Það er sárgrætilegt að sjá hve mikið þetta mikla menningarriki og  tækniveldi USA skortir núna forustu sem er fær um að undirbúa og samhæfa viðbrögð við Covid-19 faraldrinum. Forsetinn ber sér á brjóst og hælir sjálfum sér en virðist ekki átta sig á stöðunni og meira segja hælir sér af því að hann væri nú fær um að valda meiri panikk en blaðamaðurinn.

Eins og hann geri það ekki þegar.


Í þessu myndbandi má heyra forsetann hæla sér af hæfni sinni til að valda panik:

 

Á þessum sama blaðamannafundi og fleirum undanfarna daga hefur forsetanum tekist að koma til skila að hann tali ekki við fylkisstjóra í ríkjum sem honum eru ekki þóknanleg (lesist ríkjum sem eru undir stjórn Demókrata), hann hefur sáð samsæriskenningum um að spítalar séu að hamstra aðföng eins og hlífðarbúnað í einhverjum annarlegum tilgangi og hann beinlínis fer með rangar tölur, ef til vill gerir hann það vísvitandi. Hann virðist rugla saman spá yfir hve margir muni smitast og hve margir muni deyja. Ef til vill gerir hann það vísvitandi til að fólk haldi núna að það sé líklegt að 2 milljónir muni deyja en verði svo rosalega þakklátt ef aðeins 100 þúsund muni deyja.

Hér er fréttapistill á RÚV þar sem farið er yfir hluta af ruglinu í Trump

Trum snarsnýst í kórónufaraldri

Þessi orðræða forseta Bandaríkjanna er ekki bjögun og skrumskæling fjölmiðla. Ég hvet fólk til að skoða "briefings" frá blaðamannafundum sem eru á vefnum whitehouse.gov

Hér er hluti af orðræðunni í gær:

THE PRESIDENT: When Tony and Deborah came up with numbers yesterday to say that, if we did nothing, you could lose 2.2 — up to two point — and maybe beyond, I don’t know.  Maybe beyond.  But 2.2 million people if we did nothing.  And I can’t tell you what the unfortunate final toll is going to be, but it’s going to be a very small fraction of that.  So we’re doing an awfully good job, I think, with what we’re doing.

...........

Q    Sir, what do you say to Americans who are upset with you over the way you —

THE PRESIDENT:  Here we go.

Q    — downplayed this crisis over the last couple of months?  “We have it very much under control in this country.  The coronavirus is very much under control in the USA.  It’s going to disappear.  It’s like a miracle.  It will disappear.”

March 4th: “We have a very small number of people in this country infected.”

March 10th: “We’re prepared.  We’re doing a great job with it.  It will go away.  Just stay calm.  It will go away.”

THE PRESIDENT:  Well, isn’t it true?  It will go away.

Q    What do you say to Americans who believe that you got this wrong?

THE PRESIDENT:  And I do want them to stay calm.  And we are doing a great job.  If you look at those individual statements, they’re all true.  Stay calm.  It will go away.  You know it — you know it is going away, and it will go away.  And we’re going to have a great victory.

And it’s people like you and CNN that say things like that.  That — it’s why people just don’t want to listen to CNN anymore.  You could ask a normal question.  The statements I made are: I want to keep the country calm.  I don’t want to panic in the country.  I could cause panic much better than even you.  I could do much — I would make you look like a minor league player.  But you know what?  I don’t want to do that.

I want to have our country be calm and strong, and fight and win, and it will go away.  And it is incredible the job that all of these people are doing — putting them all together — the job that they’re doing.

I am very proud of the job they’re doing, that Mike Pence is doing, that the task force has done, that Honeywell and Procter & Gamble and Mike, and all of these people have done.  I’m very proud.  It’s — it’s almost a miracle, and it is — the way it’s all come together.

And instead of asking a nasty, snarky question like that, you should ask a real question.  And other than that, I’m going to go to somebody else.

Heimild:

https://www.whitehouse.gov/briefings-statements/remarks-president-trump-members-coronavirus-task-force-press-briefing/


Draugaganga í Edinborg

Marykingsclose006

Fyrir mörgum árum þegar enn var leyft að ferðast milli Íslands og umheimsins  og ferðamenn voru ennþá til þá fékk ég styrk til að fara á tveggja vikna námskeiði í Heriott Watt háskólanum í  Edinborg í Skotlandi. Það eru 25 ár síðan og ekki margt sem ég man frá námskeiðinu, námskeiðið var um menntunartækni (Edtech og Instructional Design) og kenningar því tengt og var haldið í verkfræðideild skólans. Ég man þó að þar var mikið fjallað um situated learning og instructional scaffolding og constructivism og David H. Jonassen var einn aðalfyrirlesari námskeiðsins. Ég man að ég var oft með einum hollenskum samnemanda mínum að vinna á tölvum verkfræðideildarinnar og hann sýndi mér þar eitt mjög flott verkfæri sem hann hafði kynnst í skólanum sínum  það var hinn svokallaði World Wide Web og ég hreifst strax af þessu fyrirbæri, ég hafði áður aðeins kynnst Lynx og slíkum verkfærum. 

Draugaganga í Mary Kings Close

Seinasta kvöldið á þessu námskeiði var skemmtidagskrá miðsvæðis í Edinborg. Það var svokölluð draugaganga (e. ghost walk) þar sem farið var milli draugalegra staða og þar var sagt frá hryllilegum atburðum í sögu Edinborgar og sem tengdust þessum stöðum sem farið var á. Þarna var sagt frá fjöldamorðingjum og alls konar illþýði og voru notaðir alls konar hljóðeffectar, svona eins og raddir töluðu til manns úr fortíðinni. Ég veit ekkert hvar við vorum en ég prófaði að fletta áðan upp á netinu "Edinburgh ghost walk" og fékk þá strax upp gamalt niðurgrafin hverfi  Mary Kings Close og ég tel líklegt að það hafi verið staðurinn sem við gengum um.

Fátækt fólk læst inni

Ég man hins vegar ekki eftir nema einu atriði, einum viðkomustað. Það var draugalegur staður og hræddar raddir fólks á öllum aldri í miklu uppnámi töluðu til okkar og svo var okkur sögð sagan. Hún var svona:

Árið 1644 kom Plágan (Svarti Dauði) til Edinborgar. Ríka fólkið flúði en fátækasta fólkið var eftir og talið að allt að helmingur borgarbúa hafi dáið. Sagan segir að borgarhliðum  hafi þá verið læst og fátæka fólkið hafi verið læst þar inni til að deyja.

Hér er podkast á ensku sem lýsir því sem gerðist:

Plágulæknirinn 

Dr_George_Rae

Hér er sagan af George Rae sem var til og var plágulæknir í Edinborg frá 1645 og myndin er af útbúnaði hans við húsvitjanir. Hann var með nefið til að hindra öndunarsmit og hann var í skinnfatnaði sem hlífði honum við flóarbitunum sem báru sjúkdóminn á milli. George Rae lifði pláguna af. En gekk erfiðlega að fá reikningana borgaða, enginn bjóst við að hann myndi lifa. Myndirnar eru frá Wikimedia Commons.

Læknirinn í plágunni


Fólkið er lagt af stað út úr indverskum borgum

Indverskt farandverkafólk er lagt af stað heim til sín. Sumir gangandi. Margir eiga langa ferð fyrir höndum og þeir hafa lagt á stað alslausir. Hér er kort sem birtist á Twitter um hvað þeir eiga langa leið fyrir höndum.
longwalkhome

Í Indlandi eru álíka margir smitaðir af Covid-19 og á Íslandi. Samkvæmt uppgefnum tölum.

Þegar þetta er skrifað  eru greind smit á Íslandi 963 og dauðsföll 2 en greind smit á Indlandi 987 og dauðsföll 20. En á Indlandi býr rúmlega 1,3 milljarðar manns(1,352,642,280 áríð 2018) á meðan á Íslandi býr ekki nema um þriðjungur úr einni milljón. Fólksfjöldi á Indlandi er meira en 4000 sinnum meiri en á Íslandi. Það er líklegt að opinberar tölur frá Indlandi um smit séu ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og hugsanlega eru þar þegar margar milljónir manna smitaðar.

Stjórnvöld hafa gripið til aðgerða að loka starfsemi í borgum eins og Delhi núna í þrjár vikur. En hefur í för með sér miklar efnahagþrengingar fyrir þá ótal mörgu farandverkamenn og daglaunamenn sem vinna í borgunum, það fólk er á vergangi núna, hefur enga möguleika til að borga fyrir húsnæði, hefur enga vinnu og er lagt af stað heim til sín í sveitaþorpin.

Greinin í NYtimes lýsis aðstæðum þeirra milljóna sem nú eru á vergangi svo:

"Many of them live where they work, at shops and construction sites, with their employers providing meals. As businesses closed because of the lockdown, hundreds of thousands if not millions of people across India lost their only home and regular source of food"

En það má búast við að stjórnvöld setji farartálma á útgönguleiðir inn og út úr borgunum og þá verður staða þessa fólks ennþá verri. Hvernig getur þú verið í sóttkví eða einangrun heima hjá þér ef þú átt ekkert heimili og verustaður þinn er hreysabyggðir stórborga eða gatan, staðir sem ekki eru tengdir við veitukerfi borganna, ekkert rafmagn, ekkert vatn, enginn matur?

Þegar ég leit á fréttamiðlana í dag bbc, cnn, rúv og mbl þá var forsíðufréttin um Trump, amerískan sprellikall sem þrífst á að vera í sviðljósinu og fitnar eins og púkinn á fjóshaugnum í hvers skipti sem nafn hans er nefnt, fréttin var ekki einu sinni um það sem hann gerði heldur það sem hann hefði hætt við að gera. En milljónir farandverkamanna víðs vegar um heiminn fá svotil ekkert rými í fjölmiðlum heins og hefur sóttin þó svipt þá lífsafkomunni og margir hafa ekki mat lengur. En það eru eflaust margir í NYC sem eru allslausir núna og hafa ekkert til að lifa á. Margir þeirra sem eru verst settir eru sennilega hinir óskráðu, huldufólkið, þeir sem ekki hafa bandarískan ríkisborgararétt og eru ólöglegir. 

Forsætisráðherra Indlands hefur komið fram opinberlega að beðist afsökunar og þeim mannlegu hörmungum sem það hefur í för með sér fyrir fátækasta fólkið að borgirnar loki í 21 dag. Hann segist hins vega ekki hafa aðra möguleika og biður alla að vera kyrra, það muni koma matur og neyðarskýli fyrir þá sem nú svelta, hann tönglast á "Ef við lokum ekki í 21 daga þá fer Indland 21 ár aftur til baka í fortíðina". Það er afar ósennilegt að fátækasta fólkið taki neitt mark á orðræðu hans og reynda ólíklegt að hún nái til þeirra. 

Það má svo tengja þetta við að Indland breytti nýlega lögum um ríkisborgararétt þar sem í fyrsta skipti trú var gerð að undirstöðu fyrir ríkiborgararétt fyrir aðflutta borgara en þó á þann hátt að múslimar voru undanskyldir, þeir geta ekki fengið ríkisborgararétt. Þetta hefur valdið gríðarlegri ólgu í héruðum þar sem múslimar eru fjömennir og ríkisstjórnin beitti þá líka sömu aðgerðum, að loka borgum eins og Kasmír til að lemja niður uppþot þar. 

Það er ákaflega lítil ástæða til að halda að allt verði með kyrrum kjörum á Indlandi og stjórnvöld hafi tök á vandanum. Vandinn er ekki bara sóttin heldur líka  fátækt og alsleysi sumra íbúa og mismunum sumra íbúa út af trú. Einnig virðast stjórnvöld alls ekki ráða við vandann sb að setja fyrirvaralaust valdboð um lokanir sem svipta milljónir manna viðurværi sína  og þá meina ég að fólkið hefur ekki einu sinni mat.

 

 

Tenglar

Corona virus lockdown Aljazerra

India lockdown leaves wast numbers of workers stranded (New York Times)

Coronavirus: India defiant as millions struggle under lockdown

Modi apologizes to India's poor as lockdown criticism mounts

Coronavirus: India's pandemic lockdown turns into a human tragedy

Coronavirus: Huge Crowds as lockdown sparks mass migration


Fólkið í fjörunni

folkid-i-fjorunni

Vanalega sé ég út um gluggann hjá mér á þessum árstíma stórbrotið landslag, ég sé Esjuna blasa við með snjó í öllum skorningum og logagyllta jöklatoppa og ég sé skiptast á snjóbreiður og  daufgula strönd og svargráar klappir og svartan sjávarsandinn. Stundum sé ég selina á skerinu og stundum eru líka gæsahópar sem ég held ennþá að séu heimagæsir, golfvallargæsir sem halda sig hérna af því þar sem golfvöllur er þar er vetur styttri og græna grasið kemur fyrr. Stundum fljúga hrafnahópar hér yfir og stundum er hér mikið af sjófuglum.

En hér er vanalega næstum ekkert fólk á ferli um þetta leyti árs, oftast er það eingöngu fólkið sem býr hérna sem er úti að ganga að viðra hundinn sinn eða ganga sér til heilsubótar.

En núna er hér mikið af fólki á öllum göngustígum, það heldur mikilli fjarlægð milli sín og margir virðast vera að koma hingað í fyrsta sinn og gefa sér góðan tíma til að skoða landslagið hérna og selina. Sumir eru líka að hlaupa og sumir eru að hljóla og maður sér á útbúnaði þeirra að þar fer fólk sem stundar mikið íþróttir. Sumir eru líka að róa á kajökum hérna á milli lands og Geldinganess.

Myndina tók ég áðan af svölunum hjá mér, það má vel sjá fólksmergðina en oftast er fólk ekki svona þétt saman, held þetta hafi verið tveir hópar að mætast á göngustígnum, langflestir eru 1 til 3 í hópi.

Göngustígarnir sem liggja meðfram allri ströndinni í Grafarvogi eru með fallegustu stöðum í borgarlandinu í Reykjavík. Það er svolítið langt að fara fyrir marga sem eru ekki á bíl en einhvern tíma í framtíðinni þegar nýja hverfið í Gufunesi verður byggð þá verður vonandi ferjustrætó úr miðborginni upp í Gufunes og þaðan getur fólk hjólað eða gengið alveg upp í Mosfellsbæ. Í mínum huga er þessi strandlengja einn fallegasti og stórbrotnasti hluti Reykjavíkur og þar er líka kyrrð, það er ekki stór umferðarvegur milli þín og strandarinnar eins og er núna kominn þar sem ég ólst upp inn í Laugarnesi, Sæbrautin er dæmi um það, Dæmi um borg sem er skipulögð fyrir bíla.

Hér eru tenglar í upplýsingar um náttúrusvæði í Reykjavík

Upplýsingar um græn svæði í Reykjavík

Náttúra í borg

Elliðavogur - Grafarvogur

Grafarvogur borgarhluti

Göngustígar og hjólastígar (Reykjavíkurborg, virðist ekki uppfært lengi)


Kórónupartý

Ég fór í fyrsta kórónuveirupartíið í gær, það var starfsmannapartý á mínum vinnustað. Flestir á mínum vinnustað nota mikið alls kyns fjarkennslubúnað og eru alvanir að sinna vinnu sinni að stórum hluta gegnum netið. En ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem partíhald  fer fram í gegnum netið. Það var ekki hist á krá í miðbænum eins og venja er heldur inn á Zoom netfundakerfinu. Það var góð mæting, sumir voru komnir í sumarbústaðina sína eða voru í bílnum á leið þangað, sumir voru heima í stofu en höfðu klætt sig upp á, þ.e.a.s. sett einhvern fínan bakgrunn eins og pálmatré á sólarströnd eða partýstemmingu. Þetta var staðlotulokapartý.

Staðlota verður netlota

Tilefnið var að fagna að nú væri búin ein mesta álagsvikan á  misserinu, það er námslota þar sem vanalega er ætlast til að nemendur  mæta á staðinn og heitir staðlota en auðvitað núna breyttist  staðlotan snarlega í fjarlotu og kennslustundirnar sem hefðu verið í stofum breyttust í kennslustofum í Zoom fjarfundakerfinu.

 

Vinnustaður minn sem núna heitir Menntavísindasvið Háskóla Íslands en hét áður Kennaraháskóli Íslands er reyndar brautryðjandi í fjarkennslu og það var að mig minnir eitthvað í kringum 1993 sem fyrsta heildstæða háskólanámið var þar í boði og ég var rosalega önnum kafin þá við að kenna fjarnemum okkar á þessi nýju verkfæri, að nota módem og tölvupóst og tölvupósthópa og að nota tölvur því á þeim tíma voru tölvur alls ekki til á hverju heimili og alls ekki nettenging á heimilum enda var ekki ætlast til að nemendur tengdust frá heimilum sínum heldur var komið upp miðstöðvum í heimabyggð þeirra í grunnskólum eða fræðsluskrifstofum. 

Samveira

En núna er sem sagt ekki bara námið og námsumhverfið komið inn í netheima, núna er líka samveran og félagslífið líka að færast á netið og fólk er að prófa alls konar nýja möguleika fyrir samskipti. Væri ekki sniðugt orð að  nota samveira um alls konar svona samverustundir á tímum kórónuveikinnar?

 

Partýtips

Hér safna ég saman hugmyndum um kórónuveirupartý, samveiru eða zoompartý eða hvað við viljum kalla netgleðina


Af hverju eru svona fá rúm á gjörgæslum á Íslandi?

Þessi skýringarmynd um fjölda sjúkrahússplássa og plássa á gjörgæslum birtist á vefsíðu CNN í dag. Hún er alls, alls ekki róandi hvað Ísland varðar. Ísland er meðan neðstu landa á þessari skýringarmynd.

Af hverju eru svona miklu færri gjörgæslupláss hérna en t.d. í Japan? Er heilbrigðiskerfið hérna kannski ekkert gott? Hefur ástandið batnað hérna frá 2017?

Screenshot 2020-03-27 at 18.29.55 

Þessi skýringarmynd birtist  þessari síðu:

https://edition.cnn.com/2020/03/27/uk/coronavirus-uk-hospitals-masks-gbr-intl/index.html


Ríkisarfi og forsætisráðherra Bretlands sýktir

Nú berast fréttir að drottningarsonurinn og forsætisráðherrann þar séu sýktir af kórónuveiki. Það kemur ekki á óvart að  fólk í hringiðunni, fólk sem hittir marga og hefur atvinnu sína af því að hitta marga og heilsa mörgum og  vera konunglegur sýkist af kórónuveiki. 

Ég vona að þessir tveir rosknu menn sem eru vegna aldurs báðir í hópi þeirra sem eru í sérstakri áhættu muni spjara sig vel og fá góða ummönnun hjá bresku heilbrigðiskerfi.

 

Boris er þekktur fyrir stjórnmálaorðræðu sem hæðist að og fordæmir stjórnmál sem byggja á umhyggju fyrir velferð fólks. Hann kallar það "The Nanny State".

Eitt af baráttumálum hans hefur verið að afnema sykurskatta og svoleiðis. Það er talið ein af skýringum fyrir hversu seint stjórnvöld á Bretlandi brugðust við að svona íhlutun og valdboð eins og að banna viðburði og skipa fólki að halda sig heima er eitur í beinum þeirra sem vilja að allir séu frjálsir og ríkið sé sem minnst.

Boris Johnson aims to put end to the nanny state and its sin taxes on food

 

mbl.is Boris Johnson með kórónuveiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump aldrei vinsælli

trum-bladamannafundur-koronavirus13-12-2020

Trump er vinsæll sem aldrei fyrr.

Það kemur nokkuð á óvart því margt sem hann hefur tjáð sig um kórónuveikina ber vott um vanþekkingu og er kolrangt. En hann kann þá list sem virkar í fjölmiðlaumhverfi nútímans, hann kann að segja fólki það sem það vill heyra og hann virðist sannfæra sitt fólk um að þetta sér bara eitthvað veirukusk, útlensk veira sem hinir fræknu Bandaríki hristi af sér hraðara en hönd á festi. Og hann hagræðir sannleikanum og lýgur út í eitt og býr til nýjar sögur í hverri viku, á hverjum degi.

En fólki (lesist kjósendum Trumps) virðist líka þetta.

Ef til vill vegna þess að það fylgist ekki með fréttum og orðræðu forseta síns og metur ekki vísindi mikils. Ef til vill vegna þess að það fylgist eingöngu með fjölmiðlum eins og Foxnews.

Ef til vill vegna þess að það vill trúa því að allt sé á góðri leið og leiðtogi þeirra hafi yfirsýn "we have it totally under control" og sjái ljósið við endann á göngunum.

Ef til vill vegna þess að það áttar sig ekki á að það er grafið undir þungu hlassi og það eru engin göng.

President Trump is as popular as he has ever been right now


Hjarðónæmi er skammgóður vermir

Herd_Immunity_vs_Without_Herd_Immunity_

Það er grein á mbl.is um hjarðónæmi í dag og þar kemur fram að það þurfi 60% þjóðar­inn­ar að verða með ónæmi (mót­efni) til að far­ald­ur­inn stöðvist og að útbreiðslutala kórónuveiki sé talin  Ro = 2,5 sem merk­ir að hver smit­andi ein­stak­ling­ur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð.

Vissulega er til einhvers unnið að fá ónæmi fyrir veikinni og mikið væri gott ef þetta væri veiki sem þú getur fengið einu sinni á ævinni og myndar ævilangt ónæmi fyrir. Þá væri sennilega best að krakkar smituðust sem flest ung á meðan þau eru á tíma sem veikin virðist ekki vera þeim hættuleg.

Ónæmi bara í eitt eða tvö ár?

En gallinn er bara sá að það getur verið að ónæmi fólks sem fær kórónuveiki fyrir að smitast aftur sé ekki til staðar nema eitt eða tvö ár. Já og ofan á það bætist að svona veirusýkingar eru alltaf að stökkbreytast.

Í greininni Do You Get Immunity After Recovering From A Case Of Coronavirus? er haft eftir vísindamanni að kórónuvírussýkingar eins og venjulegt kvef smiti fólk aftur og aftur og mótefni sem fólk myndi eyðist smán saman og verndi fólk ekki nema eitt eða tvö ár:

"Researchers do know that reinfection is an issue with the four seasonal coronaviruses that cause about 10 to 30% of common colds. These coronaviruses seem to be able to sicken people again and again, even though people have been exposed to them since childhood.

"Almost everybody walking around, if you were to test their blood right now, they would have some levels of antibody to the four different coronaviruses that are known," says Ann Falsey of the University of Rochester Medical Center.

After infection with one of these viruses, she says, antibodies are produced but then the levels slowly decline and people become susceptible again.

"Most respiratory viruses only give you a period of relative protection. I'm talking about a year or two. That's what we know about the seasonal coronaviruses," says Falsey."

Það er alls ekki skynsamlegt núna að stóla á hjarðónæmi ef það eru líkur á því að ónæmi virki ekki nema takmarkaðan tíma. En það er hægt að nota það til að spá fyrir um verstu aðstæður, allar sóttir dvína til skamms tíma þegar þeim fækkar sem mögulegt er að smita.

Myndin er frá wikimedia Commons.


mbl.is Minnka má hjarðónæmi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótar grímur

Screenshot 2020-03-25 at 17.44.48

Ég ætti náttúrulega fyrst og fremst að vera áhyggjufull út af öllum þessum smituðu. En ég er það ekki núna. Kannski út af góða veðrinu og græna litnum sem núna gægist fram í grasinu og gæsahópunum sem ég sé hér út um gluggann og selunum á skerinu.

Ég hef fyrir löngu tekið eftir að gæsirnar hafa einhverja reglu um fjarlægð milli sín þegar þær sitja á grasinu og stundum gengur allur hópurinn samstilltur og heldur alltaf sömu fjarlægð á milli sín.

En selirnir á skerinu þeir geta ekki haldið neinni fjarlægð sín á milli, oft er skerið pakkfullt af selum og ég held að þarna í kring syndi selir sem komast ekki að.

Ég fylgist með fuglum og selum og snjónum í Esjunni  en núna síðustu vikurnar bregður svo við að það er mikið af fólki að ganga á göngustígunum hérna eða hjóla eða hlaupa. Það hefur eins og gæsirnar einhverja reglu um fjarlægð milli sín og er alltaf í litlum hópum einn eða tveir saman, stöku sinnum þrír. Allt þetta fólk á virkum degi í mars er eins og hér væri hásumar og allir í sumarfríi.

En í dag sá ég í fyrsta skipti mann ganga hér framhjá með hvíta grímu svona eins og allt fólkið er með í fréttunum. Ég geri ráð fyrir að maður verði að venja sig við þessa sjón. Ef til vill verður þetta orðið þannig eftir einhvern tíma að allir verða með andlitsgrímur fyrir vitum sér og það þykir dónalegt að vera með alsbert andlit á almannafæri. 

En þessar grímur sem flest fólk ber núna eru bara svo ljótar og framandi, mér finnst þetta helst líkast því að fólk sé með bleyju framan í sér. Ég vona ef maður þarf að þola þessa útlitsbreytingu mannkyns að það verði einhver meiri fegurð og tilbreytni og lífsgleði í þessum andlitsbleðlum.  Eins og er þá tekur þetta andlitið af fólki.

Hér er grein í Guardian um grímuhönnun nýrra tíma
M
yndin hér fyrir ofan er frá að ég held Reuters/AP og er af fólki með flottar grímur.
Gætum við ekki haft ísbjarna- eða selagrímur hérna á Íslandi? 
Eða refagrímur?
Eða grágæsagrímur?

 


mbl.is Spá því að rúmlega 1.500 smitist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband