Fólkiđ í fjörunni

folkid-i-fjorunni

Vanalega sé ég út um gluggann hjá mér á ţessum árstíma stórbrotiđ landslag, ég sé Esjuna blasa viđ međ snjó í öllum skorningum og logagyllta jöklatoppa og ég sé skiptast á snjóbreiđur og  daufgula strönd og svargráar klappir og svartan sjávarsandinn. Stundum sé ég selina á skerinu og stundum eru líka gćsahópar sem ég held ennţá ađ séu heimagćsir, golfvallargćsir sem halda sig hérna af ţví ţar sem golfvöllur er ţar er vetur styttri og grćna grasiđ kemur fyrr. Stundum fljúga hrafnahópar hér yfir og stundum er hér mikiđ af sjófuglum.

En hér er vanalega nćstum ekkert fólk á ferli um ţetta leyti árs, oftast er ţađ eingöngu fólkiđ sem býr hérna sem er úti ađ ganga ađ viđra hundinn sinn eđa ganga sér til heilsubótar.

En núna er hér mikiđ af fólki á öllum göngustígum, ţađ heldur mikilli fjarlćgđ milli sín og margir virđast vera ađ koma hingađ í fyrsta sinn og gefa sér góđan tíma til ađ skođa landslagiđ hérna og selina. Sumir eru líka ađ hlaupa og sumir eru ađ hljóla og mađur sér á útbúnađi ţeirra ađ ţar fer fólk sem stundar mikiđ íţróttir. Sumir eru líka ađ róa á kajökum hérna á milli lands og Geldinganess.

Myndina tók ég áđan af svölunum hjá mér, ţađ má vel sjá fólksmergđina en oftast er fólk ekki svona ţétt saman, held ţetta hafi veriđ tveir hópar ađ mćtast á göngustígnum, langflestir eru 1 til 3 í hópi.

Göngustígarnir sem liggja međfram allri ströndinni í Grafarvogi eru međ fallegustu stöđum í borgarlandinu í Reykjavík. Ţađ er svolítiđ langt ađ fara fyrir marga sem eru ekki á bíl en einhvern tíma í framtíđinni ţegar nýja hverfiđ í Gufunesi verđur byggđ ţá verđur vonandi ferjustrćtó úr miđborginni upp í Gufunes og ţađan getur fólk hjólađ eđa gengiđ alveg upp í Mosfellsbć. Í mínum huga er ţessi strandlengja einn fallegasti og stórbrotnasti hluti Reykjavíkur og ţar er líka kyrrđ, ţađ er ekki stór umferđarvegur milli ţín og strandarinnar eins og er núna kominn ţar sem ég ólst upp inn í Laugarnesi, Sćbrautin er dćmi um ţađ, Dćmi um borg sem er skipulögđ fyrir bíla.

Hér eru tenglar í upplýsingar um náttúrusvćđi í Reykjavík

Upplýsingar um grćn svćđi í Reykjavík

Náttúra í borg

Elliđavogur - Grafarvogur

Grafarvogur borgarhluti

Göngustígar og hjólastígar (Reykjavíkurborg, virđist ekki uppfćrt lengi)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband