Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Islendingur arsins 2006

Innilegar samudarkvedjur til allra adstandenda Astu Lovisu.   Eg hef fylgst med blogginu hennar og bloggi annarra sem skrifa um veikindi og erfidleika sem their glima vid. Eg held ad svona skraning a hvernig folk tekst a vid erfidleika geti verid einn lidur i ad byggja sjalfan sig upp. Thad er gott ad  geta ordad hugsun sina og sott styrk i adra sem hafa einhverju ad midla - annad hvort af thvi their hafa gengid i gegnm sams konar erfidleika eda vegna thess ad their hvetja mann afram eda vegna thess ad their bua yfir thekkingu sem madur hefur ekki sjalfur.

Eg hugsa til nemanda mins sem sagdi mer fra thvi hvernig hun held uti bloggsidu a medan hun var i medferd erlendis og eg las bloggid hennar sem spannar nokkra manudi. Thad var einstaklega skemmtilegt tho hun skrifadi thad undir erfidum adstaedum, hun sagdist alltaf hafa reynt ad skrifa a  jakvaedum notum og sja broslegu hlidarnar og hun sagdi ad thad hefdi glatt sig mjog mikid ad fa komment fra aettingjum og vinum heima a Islandi vid sin skrif.


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég í hádegisviðtali á Stöð 2

Ég var einn af fyrirlesurum á morgunverðarfundi sem Biskupsstofa efndi til í morgun og talaði ég um Netið og auglýsingar, sérstaklega auglýsingar sem beint er að börnum og unglingum. Það kom fréttaskot í hádegisfréttatímanum með viðtali við mig. 

Hér eru tenglar á þessi viðtöl við mig: 

Áfengisauglýsingar á netsíðum unglinga 

Hádegisviðtalið á Stöð 2 (Salvör Gissurardóttir) 


mbl.is Netið er eins og stórborg án lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feik bloggarar - fólk sem er ekki til

Hrólfur sem bloggar á hrolfur.blog.is  og og Anna Dögg sem bloggar á  blogg.visir.is/annadogg eiga eitt sameiginlegt. Þau eru ekki fólk. Þau eru tilbúnar persónur og leikbrúður einhverra í Netheimum.

Hrólfur er bókmenntapersóna og hugarfóstur. Það var nú reyndar strax auðvelt að sjá glytta í tómið í sál hans, andfemíniskt hjal hans ásamt því að vera svona drepfyndinn vakti strax grunsemdir. Það einkennir nefnilega alltaf andfemínista að þeir eru aldrei drepfyndir, þeir eru hins vegar undantekningalaust drepleiðinlegir. Ég man t.d. eftir einum frjálshyggjuungliða sem heitir Sævar sem var alltaf að tjá sig undir nafninu Ásta og þóttist vera femínisti og bjó til sérstakt blogg fyrir ruglið sitt og póstaði ljóð eftir sjálfan sig og póstaði alls konar rugl inn á femínistapóstlistann. Við vorum alveg að farast úr leiðindum við að lesa skrif hans sem einkenndust af ófrumleika og vitleysisgangi en kunnum ekki við að segja honum að dulargervi hans var álíka öflugt eins og úlfur hefði sett á sig einn ullarlagð og héldi að hann liti út eins og lamb. Svo var hann líka ömurlegt leirskáld sem var kannski það versta.

En Hrólfur er bráðfyndinn og samúð höfundar hans með femínistum skín út úr skrifunum. Ég póstaði fyrir nokkrum dögum á bloggið hans Hrólfs:

Ég er ekki viss um að Hrólfur Guðmundsson sé til, kannski er hann alter egó einhvers sem vill prófa sig í öðru vísi gervi. Ágæt sögupersóna og frekar fyndinn karakter í kvenhatri sínu og beisku. Minnir á rokland.blogspot.com

 

Anna Dögg er auglýsing sem hefur verið holdi klædd og gefið nafn og samastaður í bloggheimum. Hennar eini tilgangur með hérvist sinni virðist vera að auglýsa upp íslenska veðmálavefinn Betsson. Til þess er búin til persóna sem vísar á Betsson og upphefur veðmál og til að lokka einhverja stráka til að lesa bloggið þá eru birtar myndir af stelpum að berhátta sig og það sagt vera úr fatapóker sem "Anna Dögg"  stundar. En eftir nokkrar bloggfærslur hefur "Anna Dögg" fundið Guð sinnn og tilgang í lífinu og bloggið segir:

Eftir fatapókerinn hef ég ákveðið að játa mig sigraða á pókersviðinu Petra plataði mig til að skrá mig á betsson.com og ég fann fjárhættuspil sem henta mér miklu betur - slot machines

 Svo er gríman næstum alveg fallin því Betson auglýsingin kom aftur í gær. "Anna Dögg" segir þá á veðmálaauglýsingablogginu og sá sem skrifar auglýsinguna passar sig að tengja nú í ólöglega veðmálavefinn:

Sjæse. Ég var í vænu þunglyndi eftir einkunnirnar sem duttu inn í gær svo ég ákvað að fara í hangsið mitt, slot machines á Betsson, og setti þar einhverja þúsundkalla undir og spilaði í rúman klukkutíma og hvað annað en vann ég allt í allt 126.000 krónur! Díses og ég sem vinn aldrei neitt. Hahaha úff hvað ég get notað þetta ;o)

Var einmitt í vandræðum með að fara og tuða í Lín út af prófinu.

Ekki lengur!!

Er farin á subway að halda upp á þetta.


Íslendingar hafa í margar aldir ferðast milli álfheima og mannheima og ófreskir menn eiga  ekki alltaf gott að sjá  hver er álfur, hver er umskiptingur og hver er raunverulegur maður. Núna er ferðalagið milli mannheima og netheima og fólkið í netheimum er sumt umskiptingar og sumt uppvakningar og hugarfóstur.


Nauðgunarleikurinn RapeLay

Það er mjög einkennilegt að einhver skuli vilja vista og dreifa tölvuleiknum  Rapelay
og bera fyrir sig að gera það í nafni frelsis og sérstaklega tjáningarfrelsis. Hér er lýsing á hluta af því sem gerist í þessum leik (tekið af umsagnarsíðu sem wikipedia greinin vísaði á):

After the static screens you enter a full-fledged rape sequence in the park. It's very scenic. Yuuko cries and screams as you would expect and you can force her into a variety of positions. Once you're done, you take photographs of her naked and covered in ghost jizz, which allows you access to her two daughters, Aoi and Manaka. Aoi Kiryuu, whose name is pronounced exactly like the sound a fire engine's siren makes, is the elder daughter and a sporty schoolgirl. You pray for upskirt and molest her on the subway just like mom, but this time you rape her in a grungy bathroom. She and her younger sister are both virgins, which means the first time you rape them ..

Finally, there is wee Manaka Kiryuu. She looks about ten and you get to rape her in her gigantic bed while teddy bears look on. This was certainly the most disconcerting of the rapes in the game. Not only does she look like a child, not only does her room looks like a child's roombut Manaka visibly cries. If you zoom in on her face you can see tears welling and vibrating in her gigantic eye sockets. Once you have raped all three women you enter the freeform phase of the game where you "rape train" the three ladies.

Þeir sem bera fyrir sig að það sé partur af tjáningarfrelsi til að dreifa svona mannskemmandi efni skilgreina frelsið afar þröngt og einkennilega. Er það frelsi að ýta undir ofbeldi og hatur á ákveðnum þjóðfélagshóp  og kenna hvernig á að misþyrma og svívirða konur og börn? Er það frelsi að dreifa og hafa á boðstólum efni sem er löðrandi af kvalalosta og kvenhatri?

Við  erum að sumu leyti orðin ónæm fyrir hve mikil mannfyrirlitning felst í leikjum sem þessum vegna þess að við lifum í samfélagi sem upphefur  ofbeldi á konum og gerið það að afþreyingarefni . Á  sjónvarpsstöðvunum  er gjarnan skemmtiefni að sýna limlestar og kvaldar konur  t.d. sem sögupersónur (fórnarlömb) í sakamálasögum og close up af líkum þeirra og og sárum eftir morðingja þeirra.  Oft eru senurnar sem sýndar eru hálfpornógrafiskar og sjónarhornið er sjónarhorn kvalalosta og dvalið við vald morðingjans (nánast alltaf karlmanns) og valdaleysi hinna myrtu/kvöldu (oftast ungar konur).

En það er erfitt að horfast í augu við raunveruleikann því það er eins og að vakna upp og horfa á hryllingsmynd. Adam Horovitz í bandinu Beastie Boy orðar það svo: "Sexism is so deeply rooted in our history and society that waking up and stepping outside of it is like I'm watching "Night of the Living Dead Part Two" all day everyday."


mbl.is Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilablóðfall

Ég var að lesa áhugaverða grein um heilablóðfall  í New York Times, greinina Lost Chances for Survival, Before and After Stroke

Ég vissi ekki að heilablóðfall væri einn af stóru orsökum dauðsfalla en ég hef reyndar sjálf þekkt fólk sem hefur örkumlast vegna  heilaskemmda í kjölfar heilablóðfalls. Í mörgum tilvikum er hægt að minnka heilaskemmdir með því að gefa lyfið tPA til að leysa upp blóðtappa en það verður að gerast innan þriggja klukkustunda frá heilablóðfalli. Í Bandaríkjunum er staðan hins vegar þannig að þrátt fyrir að tPA geti gagnast um helmingi þeirra sem fá heilablóðfall þá fá það lyf ekki nema 3 til 4 prósent. Á því eru nokkrar skýringar. Ein er sú að fólk kemur of seint á spítala til að gagn sé að lyfinu, önnur sú að spítalar hika við að gefa lyfið vegna óvissu um hvort raunverulega sé um heilablóðfall að ræða m.a. vegna þess að spítalar eru ekki búnir nógu góðum greiningartækjum (MRI skönnum) og óttast málaferli ef lyfið (sem getur valdið dauða v. blæðinga í einhverjum tilvika) er gefið ef ekki er um heilablóðfall að ræða. Sjúklingar sem koma á spítala með heilablóðfall eru auk þess stundum ekki í þannig ástandi að þeir geti sagt hvenær heilablóðfallið varð. 

Hérna á Íslandi fá 600 manns heilablóðfall á ári. Flestir eru eldri en 65 ára.

Sjá nánar á Doktor.is - HEILABLÓÐFALL

Svo er hér skýringarmyndband á New York Times  Stroke, an Animation

 

Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsökin á eftir hjartasjúkdómum og krabbameini en 150  þúsund Bandaríkjamenn látast árlega vegna heilablóðfalls og miklu fleiri lamast eða örkumlast. Í greininni í  New York Times segir:

Many patients with stroke symptoms are examined by emergency room doctors who are uncomfortable deciding whether the patient is really having a stroke — a blockage or rupture of a blood vessel in the brain that injures or kills brain cells — or is suffering from another condition. Doctors are therefore reluctant to give the only drug shown to make a real difference, tPA, or tissue plasminogen activator.

Many hospitals say they cannot afford to have neurologists on call to diagnose strokes, and cannot afford to have M.R.I. scanners, the most accurate way to diagnose strokes, for the emergency room.

Although tPA was shown in 1996 to save lives and prevent brain damage, and although the drug could help half of all stroke patients, only 3 percent to 4 percent receive it. Most patients, denying or failing to appreciate their symptoms, wait too long to seek help — tPA must be given within three hours. And even when patients call 911 promptly, most hospitals, often uncertain about stroke diagnoses, do not provide the drug.

 Það er mikið að heilbrigðiskerfi þar sem til er árangurríkt lyf sem getur komið í veg fyrir dauða eða varanlegar heilaskemmdir sem þó er aðeins gefið örfáum. Það eru mörg árangursrík lyf í heiminum sem eru svo dýr að fólk í fátækum löndum hefur ekki aðgang að þeim. Í þessu tilviki er ekki um það að ræða, það er ekki verðið á lyfinu sem skiptir máli heldur að þetta er lyf sem eingöngu passar fyrir bráðameðferð og það eru ekki nógu snögg viðbrögð og ekki nógu góð greiningartæki til að greina aðstæður hjá annars vegar sjúklingnum og hins vegar hjá sjúkrahúsum.

Það kemur einnig fram í greininni að langstærsti áhættuþátturinn við heilablóðfall er of hár blóðþrýstingur en auk þess eru reykingar og sykursýki áhættuþættir.  Það má í mörgum tilvikum koma í veg fyrir heilablóðfall með nógu nákvæmum fyrirbyggjandi aðgerðum m.a. með því að mæla blóðþrýsting og taka blóðþynnandi lyf.

Til að heilbrigðiskerfi sé gott þá held ég að fólk þurfi að vera upplýst um sjúkdóma og meðhöndlan þeirra - t.d. í þessu tilviki hvað skiptir miklu máli að komast strax undir lækna hendur -  og heilbrigðisþjónustan sem og almenningur þurfa að hafa sem  best greiningartæki. Ég spái í hvort ekki er skynsamlegra að leggja meiri áherslu á að skrá heilsufarssögu eftir sjúklingum heldur en heilsufarssögu þjóða. 


Kleppur Hraðferð - Talað fyrir Hinn

Kleppur er 100 ára í dag. Hann er partur af bernsku minni. Strætisvagninn í hverfinu sem ég ólst upp í hét "Kleppur hraðferð". Ég átti heima í Laugarnesinu og við lékum okkur stundum í Vatnagörðum þar sem í sást til Kleppspítalans. Þaraskógurinn í fjörunni var eins og hættulegur frumskógur þar sem við óttuðust ekki ljón eða hlébarða eða sæskrímsli - heldur að sjúklingar sem sloppið hefðu af Kleppi myndu ráðast á okkur.

Svo breyttust tímarnir og viðhorf mín breyttust.  Geðsjúklingar fóru inn á geðdeildir og ég hætti að vera hrædd við geðsjúka og fór líka að efast um allar manngerðar markalínur - hver er veill á geði og hver ekki. Líka að að skilja að margir tapa þræði einhvern tíma á lífsleiðinni en flestir ná aftur að vinda saman spottann, sérstaklega ef umhverfið og samfélagið styður við þá.

Umfjöllunin í Morgunblaðinu í dag var ítarleg, það kom ýmislegt fram um sögu Klepps og geðlækninga á Íslandi. En það var ein sýn sem gegnsýrði þessa umfjöllun. Það var að saga Kleppspítala var sögð í gegnum  sögu stjórnenda þar og þeirra sem ráða í samfélaginu. Þetta er merkileg saga en hún er bara ein hlið á sögu geðlækninga. Þetta er svona svipað eins og að segja sögu iðnaðarsamfélags á Íslandi með því að segja sögu einhvers iðnrekenda og kalla það sögu um aðbúnað verkafólks, fjalla um hvaða kenningar um hagkvæmni í rekstri notðai til að framleiða einhverja vöru en segja ekkert frá kjörum verkafólksins nema í gegnum auga iðnrekandans sem auðsjáanlega hefur tilhneigingu til að fegra sinn hlut og gera mikið úr mikilvægi sínu til að bæta kjör verkafólksins. Það væri miklu sniðugra að segja söguna um kjör verkafólksins með því að fylgja einhverju þeirra eftir og tala við það, ekki við þann sem stjórnar rekstrinum.

Það vantar mikið í svona sögu eins og sögð er um Kleppspítalann í Morgunblaðinu í dag. Það vantar rödd þess sem er hinum megin við borðið, það  vantar sögu þolandans, það vantar rödd þess sem lagður var inn á Kleppspítala. Ég held að það yrði öðruvísi saga, ég held að það verði saga pyndinga og ófrelsis. Ég held að allir ættu að lesa bloggpistil Sigurðar Þórs Guðjónssonar, hann veit alveg hvað hann er að tala um, hann skrifaði bókina Truntusól sem er einmitt saga af geðdeild sögð frá sjónarhóli sjúklings. Hann var sjúklingurinn. Bloggið hennar Hörpu fjallar líka oft um geðsjúkdóma frá sjónarhóli þolandans t.d. þessi  bloggpistill um geðlyf  Á ég þá bara að verða ga-ga?

Ég hef heyrt marga rannsakendur í kvennafræðum nota þetta hugtak  "talking for the Other" og hafna því að maður geti talað fyrir Hinn (þ.e.hóp sem maður tilheyrir ekki). 


Leitin að Adam

Ég var að horfa á ofboðslega lélegan fræðsluþátt í íslenska sjónvarpinu, þáttinn "DNA Mystery: The Search for Adam". Þetta var einhvers konar sambland af þróunarkenningar-erðafræði-vísindahyggju og bókstafstrú á bíblíuna ásamt því að segja þróunarsögu mannkynsins sem hetjusögu karlmanna, já í þessu tilviki meira karllitninga.  Þessi þáttur sameinaði eiginlega flest sem mér finnst athugavert við vísindi, trú og kynjavídd og hvernig heimsmyndin sem dregin er upp og sú rannsóknarnálgun sem er á fyrirbæri í þessum heimi er háð því hvað því fólki sem hefur völd í þessum heimi finnst að eigi að koma út út vísindum. 

Heimspekingurinn Aristoteles er engin undantekning frá því. Honum var mikið í mun að lýsa fólki sem var eins líkt honum sjálfum sem hinum miklu gerendum í hetjusögu mannkyns. En hann var ekkert inn í genahugsun. Ég hugsa að ef Aristóteles væri uppi núna þá væri hann allur í svona Y-litninga hetjusögum.

Ég skrifaði á blogg 4.nóv. 2001 um kenningar hans:

Svo fór ég á aðra málstofu þar sem femínistar fjölluðu um heimspeki. Hlustaði á heimspekinginn Vigdísi frá Noregi rekja sýn Aristótelesar á hlutverki kynjanna. Óttalegur rugludallur þessi Aristóteles en honum er kannski vorkunn, hafði enga innsýn í genahugmyndafræði nútímans en þurfti bara að útskýra náttúrannar eðli þannig að það væri valdhöfum þóknanlegt og réttlætti þeirra stöðu. Hann tjáði sig líka um þrælahald og er það álíka bull og þessi kynjapæling hans. Aristóteles hélt því fram að sæði mannsins væri það sem gæfi lífverum form, konan legði bara til efnið. Hún væri nokkurs konar blómapottur fyrir sæði mannsins sem væri eins og akarn sem sprytti í moldinni.


Plott hjá strákunum

Valgerður Sverrisdóttir er mjög frambærileg stjórnmálakona og mikið vildi ég óska að hún hefði boðið sig fram sem formann Framsóknarflokksins þegar Halldór Ásgrímsson lýsti því yfir eftir úrslit borgarstjórnarkosninganna í fyrra að hann ætlaði að segja af sér vegna þess að Framsóknarflokkurinn fékk svo lítið fylgni. Og verið jafnsnögg að því og hún er núna að lýsa því yfir að hún sækist eftir að verða varaformaður Framsóknarflokksins. Þá hefði ekki þessi vægast sagt skrýtna og að margra mati afkáralega atburðarás hafist.  

Niðurstöður alþingiskosninganna núna og lítið brautargengi Jóns Sigurðssonar hjá kjósendum í Reykjavík og það að hann komst ekki á þing á ekki að koma á óvart. Þetta var mjög sambærilegt fylgi og Framsóknarflokkurinn fékk í borgarstjórnarkosningunum undir forustu Björns Inga. Það var engin ástæða til að ætla að Jón fiskaði eitthvað betur en Björn Ingi, þeir stóðu sig báðir ákaflega vel og auglýsingaherferðin var í bæði borgarstjórnar og alþingiskosningum rekin eins og þessi framboð væri einleikur Jóns og Björns Inga og þeir væru persónugervingar á stefnu Framsóknarflokksins, andlit og rödd og viðhorf flokksins. Það er komin nokkuð góð mæling á það hvað svona strákaframboð trekkja  ef auglýst er nógu brjálæðislega mikið, það er svona kringum 6 prósent hérna í Reykjavík.

Undanfarin misseri hafa verið tími hinna mislukkuðu formannaplotta hjá Framsóknarflokknum. Það hefur hver erfðaprinsinn á fætur öðrum birst á sviðinu og strákarnir talað upp stemmingu... meira segja talað af svo mikilli sannfæringu að Mogginn hefur margoft látið blekkjast og birt flopp skúbb um innkomu þessara og hinna.  Það hefur vægast sagt verið lítil ending og þolgæði hjá þeim sem hafa verið talaðir upp  í formanninn á þessum tíma. Árni Magnússon, Finnur Ingólfsson og Jón Sigurðsson eru ekki með í sögunni sem nú spinnst fram.  Björn Ingi er núna í umræðunni og tíminn á eftir að leiða í ljós hvort hans bíða sömu  örlög og hinna sem kallaðir voru en stöldruðu einungis við á sviðinu skamma stund. 

Svo ég segi bara hreinskilnislega þá held ég að framboð Valgerðar núna í varaformanninn sé ennþá eitt plottið hjá strákunum - þeim sömu og stóðu að Freyjumálinu í Kópavogi og sem hafa staðið að hverju mislukkaðra plottinu á fætur öðru í flokknum. Þessi plott hafa bara verið svo yfirmáta vitlaus og grunn að það fer alltaf allt í vitleysu. Mörg af þessum plottum virðast miða að því að leggja stein í götu Sivjar Friðleifsdóttur. 

Valgerður segir að hún vilji vinna að innra starfi og uppbyggingu í flokknum. Halldór Ásgrímsson sagði  þegar úrslitin í borgarstjórnarkosningunum voru kunn að nú hæfist uppbygging Framsóknarflokksins.  Jón Sigurðsson sagðist líka ætla að vinna að innra starfinu og uppbyggingu. Á þeim skamma tíma sem Jón var formaður flokksins varð ég ekki vör við að hann reyndi að breyta innra starfi flokksins og á þeim tíma sem ég hef verið virk  í Framsóknarflokknum hef ég ekki tekið eftir neinum afskiptum  Valgerðar Sverrisdóttur að innra starfi flokksins hérna á höfuðborgarsvæðinu nema að ég tók eftir að hún var eina manneskjan sem bar blak af innrásarmönnum á fundi sem ég fór á hjá Landsamtökum Framsóknarkvenna rétt eftir þessa skrýtnu og siðlausu innrás í kvenfélagið Freyju í Kópavogu og bæði aðstoðarmaður hennar í iðnaðarráðuneytinu (Páll Magnússon) og aðstoðarmaður hennar í utanríkisráðuneytinu (Aðalheiður Sigursveinsdóttir) eru bendluð við þessa þessa innrás í kvenfélag í Kópavogi.

Það vakti líka athygli og hneykslun mína á sínum tíma að Valgerður Sverrisdóttir var heiðursgestur á einhverjum stofnfundi um nýtt Framsóknarkvennafélag sem þær konur sem reyndu að taka yfir Freyju (að því er allir halda til að tryggja völd sona sinna, eiginmanna og karlkyns ættingja) þegar þær stofnuðu eitthvað sérstakt félag sem ég man nú reyndar ekki hvað heitir og sem ekkert hefur starfað að ég veit. Það vakti athygli mína að stofnfundur þess félags var ekkert auglýstur. Þetta lofar vægast sagt ekki góðu um hvernig Valgerður ætlar að byggja upp innra starf í Framsóknarflokknum hér á höfuðborgarsvæðinu. 

Ég hef ekkert séð sem bendir til neinnar uppbyggingar eða breytinga á vinnubrögðum undanfarin misseri í Framsóknarflokknum þrátt fyrir tal um það. Ég veit ekki hvaða merkingu fólk setur í innra starf en ég get sagt það að ég hef ekki orðið vör við neitt sem getur flokkast undir að byggja upp innra starf Framsóknarflokksins í mínu kjördæmi í Reykjavík norður. Ég hef margoft bæði á innanhússpóstlista Framsóknarflokksins og í ræðupúltum á fundum bent á ömurlega og siðlausa starfshætti í framsóknarfélaginu í Reykjavík norður (sama kjördæmi og Halldór Ásgrímsson og Árni Magnússon voru í) og ég hef sent bréf til  Framsóknarflokksins þar sem ég hef lýst furðulegum og óheiðarlegum vinnubrögðum í félaginu. Ég hef séð dæmi um lygilega óheiðarleg vinnubrögð í Framsóknarflokknum og það sem mér finnst ennþá verra er að ég hef séð forustumenn Framsóknarflokksins líta framhjá þessum vinnubrögðum og sækja styrk sinn og ráðleggingar til hópa sem stunda svona vinnubrögð.

 


mbl.is Valgerður: Tilbúin að takast á við varaformannsembættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðslokadagur - SS og sveitirnar

Það er ágætis fólk í ráðherraliði hinnar nýju ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og það ber að fagna því að bak við þessa stjórn er stór hluti kjósenda - frá sjónarhóli fulltrúalýðræðis þá er þetta eiginlega besta lausnin á stjórnarmynstri - að tveir stærstu flokkarnir taki höndum saman. Svo finnst mér þessi samsteypa innsigla eins konar stríðslok og vendipunkt í íslenskum stjórnmálum. Ísöld kalda stríðsins lauk fyrir löngu á Íslandi, ameríski herinn flaug í burtu í vetrarbyrjun eftir að hafa ekki gert neitt hérlendis nema þvælast í mörg ár. Átökin í stjórnmálum eru ekki lengur hægri-vinstri ás þar sem yst á ásunum  eru kapítalismi og kommúnismi.  Átökin eru meira um frelsi og hreyfanleika fólks og fjármagns, hver má tala og hverra sannleikur fær að hljóma, hver má umbylta og nytja náttúru landsins og hvernig. Það er áframhaldandi upplausn þjóðríkisins sem ekki getur endað nema á einn veg og það er sterk undiralda um jafnrétti allra burtséð frá kynferði og þjóðernisuppruna. Átökin eru líka að sumu leyti borgarsamfélagið og sveitirnar og í þessari lotu haf sveitirnar tapað. Stefna SS flokkanna og málefnasamningur þeirra vinnur fyrir borgarsamfélag á Íslandi og alþjóðahyggju. 

Ég fletti upp í Wikipedíu hvað hefði gerst í mannkynssögunni á þessum degi 24. maí þegar nýja stjórnin tók formlega við völdum.  Þennan dag árið 2002 skrifuðu forsetar USA og Rússlands undir afvopnunarsamning um kjarnorkuvopn (SORT treaty), þennan dag árið 1949 endaði umsátur Sovétmanna um Berlín (Berlin Blockade). Árið 1941 var háð á sjóorusta á hafsvæði milli Íslands og Grænlands þar sem þýska skipið   Bismarck sökkti breska skipinu HMS Hood . Þennan dag árið 1956 var Evrópska söngvakeppnin haldin í fyrsta skipti. 

Svo fæddust Bob Dylan og Viktóría Bretadrottning þann 24. maí. og sænski kóngurinn Magnús hlöðulás var krýndur þennan dag árið 1276. Ýmsar tilgátur eru um hvernig viðurnefni Magnúsar er tilkomið en ein tilgátan er sú að hann hafi sagt "Bændur, læsið hlöðum ykkar" og hafi þar átt við að bændur þyrftu ekki að þola að valdsmenn kæmu og rændu vistum frá bændum og tæku eigur þeirra. Magnús hlöðulás er þekktastur fyrir Alsnö stadga en þar tilskipun frá konungi um frelsi og ferðalanga, það er tiltekið hvað höfðingjar verði að greiða fyrir gistingu og beina hjá alþýðu á yfirreið sinni um héruð og hvernig þeir megi hegða sér.

 Hér á Íslandi gerðist það markvert þennan dag að árið 2004 samþykkti Alþingi frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum sem síðar var neitað um undirskrift forsetans. 

Það er gaman að bera saman ríki Magnúsar hlöðuláss og hina nýju stjórn á Íslandi og bera saman stjórnarsáttmálann núna við skjöl eins og Alsnö stadga

Hvað hefur breyst og hvað er eins og það var á 13. öld? Þurfa ekki stjórnvöld  ennþá að tryggja frelsi og hreyfanleika en samt að passa að hinir voldugu noti ekki völd sín til að ræna og rupla og aféta hina fátæku? Hvaða orðalag myndi maður nota í dag til að vara við ágengni höfðingja? Varla er hægt að segja "bændur, læsið hlöðunum ykkar!" núna þegar fáir eru ennþá bændur og þeir fáu eru ekki endilega með hey og vistir og verðmæti í hlöðum sínum.  Þeir eiga ekki einu sinni hlöður og laust hey í hlöðum sínum, það er allt komið í rúllubagga. Annars er tákn fyrir nútímann og Ísland í dag einmitt  hvítu rúllubaggarnir, um sláttinn eru öll þakin af þessum risastóru haglkornum.

Eru kannski helstu breytingarnar núna að völdin eru að fara frá kjörnum fulltrúum og þjóðríkjum yfir í fjölþjóðleg fyrirtæki sem geta auðveldar leynt upplýsingum og falið slóð sína og ítök og flutt verðmæti þangað sem mest hagnaðarvon er. 


mbl.is Ný ríkisstjórn tekin við völdum - lagt á djúpið í herrans nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla frænka að braggast

Litla frænka er ennþá á vökudeildinni og hún fær lyf þar og þarf að vera þar í nokkra daga. En hún er öll að braggast og í dag var hún í fyrsta skipti vakandi í langan tíma. Hún var bara einn dag í hitakassa og í dag fékk hún að vera stóran hluta dagsins hjá mömmu sinni á fæðingardeildinni. Ég tók margar, margar myndir af henni núna síðdegis í dag til að pabbi hennar og litlu systur hennar tvær sem eru fyrir vestan geti séð hvað hún er falleg. Hún er sex daga gömul í dag og það er ótrúlegt hvað hún hefur breyst mikið í útliti og hvað hún er farin að virða fyrir sér heiminn.

 Litla frænka 6 daga gömu

Litla frænka 6 daga gömu

Litla frænka 6 daga gömul

litlafraenka5dagagomul
Þessa mynd tók ég af henni á vökudeildinni í gær. Hún er á vigt því það þarf að vigta hana fyrir og eftir hverja brjóstagöf til að fylgjast með að hún fái nóga næringu.

 

Hér eru myndirnar af henni.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband