Feik bloggarar - fólk sem er ekki til

Hrólfur sem bloggar á hrolfur.blog.is  og og Anna Dögg sem bloggar á  blogg.visir.is/annadogg eiga eitt sameiginlegt. Ţau eru ekki fólk. Ţau eru tilbúnar persónur og leikbrúđur einhverra í Netheimum.

Hrólfur er bókmenntapersóna og hugarfóstur. Ţađ var nú reyndar strax auđvelt ađ sjá glytta í tómiđ í sál hans, andfemíniskt hjal hans ásamt ţví ađ vera svona drepfyndinn vakti strax grunsemdir. Ţađ einkennir nefnilega alltaf andfemínista ađ ţeir eru aldrei drepfyndir, ţeir eru hins vegar undantekningalaust drepleiđinlegir. Ég man t.d. eftir einum frjálshyggjuungliđa sem heitir Sćvar sem var alltaf ađ tjá sig undir nafninu Ásta og ţóttist vera femínisti og bjó til sérstakt blogg fyrir rugliđ sitt og póstađi ljóđ eftir sjálfan sig og póstađi alls konar rugl inn á femínistapóstlistann. Viđ vorum alveg ađ farast úr leiđindum viđ ađ lesa skrif hans sem einkenndust af ófrumleika og vitleysisgangi en kunnum ekki viđ ađ segja honum ađ dulargervi hans var álíka öflugt eins og úlfur hefđi sett á sig einn ullarlagđ og héldi ađ hann liti út eins og lamb. Svo var hann líka ömurlegt leirskáld sem var kannski ţađ versta.

En Hrólfur er bráđfyndinn og samúđ höfundar hans međ femínistum skín út úr skrifunum. Ég póstađi fyrir nokkrum dögum á bloggiđ hans Hrólfs:

Ég er ekki viss um ađ Hrólfur Guđmundsson sé til, kannski er hann alter egó einhvers sem vill prófa sig í öđru vísi gervi. Ágćt sögupersóna og frekar fyndinn karakter í kvenhatri sínu og beisku. Minnir á rokland.blogspot.com

 

Anna Dögg er auglýsing sem hefur veriđ holdi klćdd og gefiđ nafn og samastađur í bloggheimum. Hennar eini tilgangur međ hérvist sinni virđist vera ađ auglýsa upp íslenska veđmálavefinn Betsson. Til ţess er búin til persóna sem vísar á Betsson og upphefur veđmál og til ađ lokka einhverja stráka til ađ lesa bloggiđ ţá eru birtar myndir af stelpum ađ berhátta sig og ţađ sagt vera úr fatapóker sem "Anna Dögg"  stundar. En eftir nokkrar bloggfćrslur hefur "Anna Dögg" fundiđ Guđ sinnn og tilgang í lífinu og bloggiđ segir:

Eftir fatapókerinn hef ég ákveđiđ ađ játa mig sigrađa á pókersviđinu Petra platađi mig til ađ skrá mig á betsson.com og ég fann fjárhćttuspil sem henta mér miklu betur - slot machines

 Svo er gríman nćstum alveg fallin ţví Betson auglýsingin kom aftur í gćr. "Anna Dögg" segir ţá á veđmálaauglýsingablogginu og sá sem skrifar auglýsinguna passar sig ađ tengja nú í ólöglega veđmálavefinn:

Sjćse. Ég var í vćnu ţunglyndi eftir einkunnirnar sem duttu inn í gćr svo ég ákvađ ađ fara í hangsiđ mitt, slot machines á Betsson, og setti ţar einhverja ţúsundkalla undir og spilađi í rúman klukkutíma og hvađ annađ en vann ég allt í allt 126.000 krónur! Díses og ég sem vinn aldrei neitt. Hahaha úff hvađ ég get notađ ţetta ;o)

Var einmitt í vandrćđum međ ađ fara og tuđa í Lín út af prófinu.

Ekki lengur!!

Er farin á subway ađ halda upp á ţetta.


Íslendingar hafa í margar aldir ferđast milli álfheima og mannheima og ófreskir menn eiga  ekki alltaf gott ađ sjá  hver er álfur, hver er umskiptingur og hver er raunverulegur mađur. Núna er ferđalagiđ milli mannheima og netheima og fólkiđ í netheimum er sumt umskiptingar og sumt uppvakningar og hugarfóstur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Mikiđ afskaplega er ţetta léleg auglýsing, ef ţetta blogg hennar "Önnu Daggar" á ađ vera auglýsing fyrir Betsson. Ekki get ég ímyndađ mér ađ nokkur mađur stökkvi inn á veđmálavefinn eftir ađ hafa lesiđ bloggiđ.

Hrólfur var hins vegar fyndinn. :)

Svala Jónsdóttir, 30.5.2007 kl. 18:24

2 Smámynd: Eva Ţorsteinsdóttir

Hrólfur var fyndinn, en er ekki ákveđinn heigulsháttur ađ geta ekki sagt skođanir sínar án ţess ađ vera undir fölsku flaggi. Ţađ er vođalega auđvelt ađ úthúđa manneskjum og málefnum í gegnum persónur sem eru hugarfóstur...... en kannski ekki alveg sanngjarnt!

Eva Ţorsteinsdóttir, 30.5.2007 kl. 18:45

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Er ţetta ekki hluti af ţví ađ geta skáldađ- Eva?

María Kristjánsdóttir, 30.5.2007 kl. 19:07

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Mér finnst ađ ţeir sem blogga eiga ađ gera ţađ undir sínu eigin nafni og mynd,en ţeir geta skáldađ eins og ţeir vilja ţađ mjög gaman ađ lesa skrautleg blogg. 

María Anna P Kristjánsdóttir, 30.5.2007 kl. 20:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband