Mezzogiorno

mezzogiorno
Söngurinn hefur þagnað í Ítalíu og uppþotin hafist. Ítalía suður og austur af Napólí og eyjarnar Sardinía og Sikiley er kölluð Mezzogiorno sem þýðir hádegi. Ítalía hefur verið mjög illa leikin af kórónuveikinni en hingað til hafa flestir veikst í hinum ríku norðurhéruðum Ítalíu. En atvinnulíf hefur lamast á allri Ítalíu og ég held að boð og bönn gildi líka um hinn hlutann, líka um Mezzogiorno. 

Þar býr fátækara fólk og þar búa líka hlutfallslega fleiri sem eru í störfum sem hvergi eru skráð, í hinu stóra og mikla neðanjarðarhagkerfi sem er í öllum löndum. Núna hefur vinnan horfið hjá fólki í hinu óformlega harkhagkerfi og íhlaupavinnu og það eru engar atvinnuleysisbætur fyrir þá sem voru ekki skráðir í vinnu. 

Núna er farið að ráðast á matvöruverslanir.

Sumir segja að það séu glæpasamtök sem standa fyrir uppþotum núna í Suður-Ítalíu.

"But the southern regions are struggling, too. The so-called "mezzogiorno" is where organized crime syndicate hubs are based and where unemployment hovers around 20% for adults and up to 50% for those under 24 during the best of times, according to figures from the Italian National Institute of Statistics (ISTAT)."

 

En ég man vel að það var viðkvæðin hérna á Íslandi þegar bankarnir féllu og fólk fór að safnast saman á Austurvelli, í fyrstu var látið eins og það væri óþjóðalýður sem bara vildi efna til uppþota. Ég man að einmitt þá byrjaði ég að taka myndir af fólkinu á Austurvelli til að sýna að það væri venjulegt fólk sem vildi breytingar. 

Sjá einnig

Singing stops in Italy as fear and social unrest mount (Guardian 1. apríl 20202)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband