Hver borðar minka og hesta?

norsk-minkabu

Sjö ár eru langur tími í síhvikulum heimi, heimi sem nú umhverfis kringum eina örsmáa veiru sem fyrir ári síðan stakk sér upp á matarmarkaði í Kína og dreifðist þaðan um heiminn. En fyrir sjö  árum horfðu nokkrir íslenskir þingmenn bjartsýnir inn í framtíðina. Í þeirri framtíðarsýn birtist  þeim heimur fullur af kjöti og heimur fullur af fólki sem vildi éta kjöt. 

Í þessum þingmannahópi sem þá gekk samstíga í einum stjórnmálaflokki voru tveir núverandi formenn íslenskra stjórnmálaflokka og tveir núverandi ráðherrar í ríkisstjórn Íslands.  Þeir báru framtíðarsýnina um kjötið á borð fyrir Alþingi í þingsályktunartillögu um aukna matvælaframleiðslu á Íslandi  (lagt fram árið 2013) og hvarvetna blasti við þeim sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað og endar sá listi með þessum bjartsýnisorðum:


"Áhugi á ýmsum öðrum kjötafurðum hefur vaxið erlendis og þar má nefna aukinn útflutning á hrossakjöti og mögulegan áhuga Kínverja á því að kaupa íslenskt minkakjöt til manneldis."

Nú sjö árum seinna velti ég fyrir mér hvernig gengur að flytja út hrossakjöt og hvert umfang þess sé og hverjir kaupendur eru. Og hvort minkakjöt sé selt til Kína til manneldis. 

Ég velti fyrir mér hvað verður um líkama hesta og minka þegar dýrin eru deydd. Hvað verður um þá reiðhesta sem fólk á þegar þeir eru hættir að þjóna þeim tilgangi? Eru þeir sendir í sláturhús eða eru þeir settir í stóð? 

Hvað verður um líkama minka sem er slátrað? 


Myndin frá Otwarte Klatki er með CC-By leyfi  úr norsku minkabúi 2013


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.2.2020:

"Enginn útflutningur hefur verið á nautakjöti, svínakjöti og alifuglakjöti.

Hins vegar hefur í gegnum árin verið einhver útflutningur á hrossakjöti og þá einkum til Japans.

Á síðasta ári voru flutt út um 321 tonn af hrossakjöti, sem var 14,1% samdráttur frá árinu 2018."

Sala á íslensku kjöti jókst lítillega árið 2019

Þorsteinn Briem, 20.11.2020 kl. 15:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.11.2020:

"Á Íslandi eru nú starf­rækt 9 minka­bú en þau voru 31 tals­ins fyr­ir 6 árum. Í dag eru bein störf þar und­ir 30 tals­ins og verður það að telj­ast af­skap­lega lítið í ljósi þess fórn­ar­kostnaðs sem hugs­an­lega verður af þess­ari rækt­un," segir Ágúst Ólaf­ur Ágúst­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

"Ég vil einnig full­yrða að rækt­un minka vegna skinns þeirra sé al­gjör tíma­skekkja og ekki í sam­ræmi við nú­tím­ann þegar kem­ur að dýra­vernd. Dýr­in eru ræktuð í litl­um búr­um sem er þeim eng­an veg­inn eðlis­lægt," seg­ir Ágúst.

Hann bend­ir einnig á að fjöl­marg­ir fatafram­leiðend­ur séu löngu hætt­ir að nota skinn af dýr­um í fram­leiðslu sína. "Því til viðbót­ar hef­ur skinna­verð verið mun lægra en fram­leiðslu­kostnaður skinn­anna og erfitt að sjá nokkra rétt­læt­ingu á þess­um iðnaði," seg­ir Ágúst.

Hann legg­ur því til að hið op­in­bera geri þeim fáu loðdýra­bænd­um sem eft­ir eru kleift að hætta al­farið sinni starf­semi með styrk og seg­ir að hægt sé að hugsa sér svipað fyr­ir­komu­lag og  þegar ríkið greiðir bænd­um sem þurfa að skera niður sauðfé vegna riðu.

"Minka­rækt var bönnuð með lög­um á Íslandi árið 1950 og leyfð að nýju árið 1969. Norðmenn hafa ákveðið að banna þessa rækt­un frá og með 2025 og önn­ur lönd í Evr­ópu hafa einnig tekið slík skref."

Vill að loðdýrarækt verði hætt á Íslandi

Þorsteinn Briem, 20.11.2020 kl. 16:19

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta er mjög skynsamlegt hjá Ágústi Ólafi og vonandi leggur hann þetta fyrir þingið. Þegar maður les vísindagreinar um þetta smit og hversu víðtækt það var og hversu alvarlegt er öll þessi stökkbreyttu afbrigði þá er ekkert vit í öðru en hætta rekstri minkabúa á Íslandi. Danir voru ekki að gera að gamni sínu þegar þeir lokuðu hluta af Jótlandi og hófu að drepa minkana. Þetta er ekki spurning um að það sé eitthvað svo mikið vesen að búa til bóluefni, þetta er spurning um hvort það sé hægt og hvort bóluefni sem nú lofa góðu virki á þessi afbrigði. Þetta er mjög alvarlegt ástand.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.11.2020 kl. 18:43

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hér er grein í Nature um minka og Covid.
https://www.nature.com/articles/d41586-020-03218-z
Það kemur fram að 300 manns sem hafa smitast í Danmörku hafa smitast af Covid afbrigðum sem talin er upprunnin í minkum: "Fonager says researchers in Denmark 
have sequenced viral samples from 40 mink farms and identified some 170 coronavirus variants. He adds that in viral samples from people — representing about one-fifth of the country’s total COVID confirmed cases — they’ve found some 300 people with variants that contain mutations thought to have first emerged in mink. " Þarna mun vera um að ræða stökkbreytingu Y453F sem hefur fundist í 300 raðgreiningum í fólki í Danmörku og einnig í raðgreiningum í miknki og líka í fólki frá Niðurlöndum.
Það kemur fram að sérstakt áhyggjuefni sé gerðin Cluster-5, að mér skilst vegna þess að þessi gerð er þannig að ónæmiskerfi fólks á erfitt með að greina sýkinguna: "Of particular concern is a viral variant containing a unique combination of mutations called ‘Cluster-5’, which was found in 5 farms and 12 people in the North Jutland "

Þessi málsgrein sýnir hvað alvarlegt málið er, ég held að þetta sé miklu alvarlegra en fréttir gefa tilefni til:
"Uncontrolled outbreaks
In Denmark, the world’s largest producer of mink pelts, authorities are struggling to control farm outbreaks, despite extensive control measures. In many affected farms, almost all animals have antibodies against the virus. Outbreaks have also been detected in mink farms in the Netherlands, Sweden, Spain, Italy and the United States. The Netherlands plans to cull its entire mink population by 2021, accelerating plans to end mink farming by 2024."

Eins og er þá er tilgátan sú að veirusmitið hafi borist úr fólki í minkinn. Umhverfi minkabúa var skoðað og villt dýr í grenndinni og það fannst ekkert pósitívt sýni nema á mávafótum.

Nature 587, 340-341 (2020)
doi: https://doi.org/10.1038/d41586-020-03218-z

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.11.2020 kl. 18:44

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þsð var mjög gott viðtal um minka og covid í útvarpinu í dag
sjá hérna
https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl5hc

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.11.2020 kl. 19:18

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér hefur alltaf boðið við hestaketi. Hestar eru faraskjótar, ekki matur. Og að éta minka? Er ekki allt í lagi?

Þorsteinn Siglaugsson, 21.11.2020 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband