Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017

Að drepa tré og túrista


Cañón_Silfra,_Parque_Nacional_de_Þingvellir,_Suðurland,_Islandia,_2014-08-16,_DD_055

Það er undarlegt að Þingvallanefnd grípi ekki strax til þess úrræðis að banna alla köfun í Silfru í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Það virðist stórhættulegt að kafa þarna og banaslys og alvarleg slys eru tíð. Ég hlustaði í sjónvarpsfréttum í gær á viðtal starfsmann þjóðgarðsins og mér skildist að úrræðið og viðbrögð við þessum slysum ætti að vera að takmarka fjölda sem fengi að kafa. Ég get ekki séð hvernig það getur verið lausn á svona alvarlegu máli, urðu þessi slys sem sum voru banaslys vegna þess að fólk við köfun þvældist hvert fyrir öðru?

Það verður líka að benda á að Þjóðgarðurinn er hagsmunaaðili sem hefur umtalsverðar tekjur af þessari köfun og fjöldi fólks í ferðaþjónustu hefur tekjur og lífsafkomu af því að ferðamenn kafi þarna. En það má ekki leggja fólk í óþörfu í lífshættu vegna þess að einhverjir græði á því. Það er athyglisvert að skoða þetta með hliðsjón af öðrum lokunum og takmörkunum af aðgengi. Ef enginn Íslendingur og engin íslensk stofnun hefði tekjur af þessari köfun myndi þá ekki fyrir löngu verið búið að banna þetta?

Hér er fréttaviðtalið á RÚV:

Ferðamaður lést í Silfru

Ég vildi að Þingvallanefnd hefði meiri áhuga á að passa að fólk drepi sig ekki heldur en að drepa tré. Í grein í Bændablaðinu kemur fram að  Þingvallanefnd hefur ákveðið að fella og uppræta áratuga gömul grenitré næst Valhallarreitnum. Helstu rökin fyrir því að fella trén eru að þau hafi „slæm sjónræn áhrif“ á ásýnd þjóðgarðsins.

 

Það er líka athyglisvert að það er beinlínis ósatt það sem fært er til sem ástæða fyrir að þessi tré séu fellt. Því er haldið fram að það tengist eitthvað því að Þingvöllur sé núna á heimsminjaskrá UNESCO og sú stofnun mun ekki hafa gert neinar kröfur um tráfellingar.

Í Bændablaðinu er þessari trjáfellingu líkt við sögufölsun og það er nokkuð til í því. Í greininni segir:

Sú árátta að fjarlægja öll barrtré og tré sem teljast geta verið innflutt á Þingvöllum er stórfurðuleg og líkist einna helst sögufölsun náttúruminja. Barrtrén á Þingvöllum voru á sínum tíma gróðursett í góðri trú og hafa um áratugi glatt augu þjóðgarðsgesta og af og frá að þau hafi á nokkurn hátt haft „slæm sjónræn áhrif“ á ásýnd garðsins. Slíkt er firra.

Tengill beint á grein eftir Vilmund Hansen í Bændablaðinu 8. febrúar 2017

Áratuga gamall greniskógur upprættur

Myndi er úr Commons myndasafninu
Þar eru gríðarlega margar myndir af Þingvöllum, allar um opnum höfundarleyfum
https://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Þingvellir

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband