Færsluflokkur: Vísindi og fræði
26.9.2008 | 12:39
Barist við dreka
Það eru til margar goðsagnir og ævintýri um dreka og skrímsli í öllum menningarheimum. Drekarnir eru ógnin og hetjurnar berjast við dreka til ná undir sig auðæfum, konum og völdum. Nútímaútgáfur af ævintýradrekum taka mið þeirri þekkingu sem vísindin hafa fært okkur um útdauðar lífverur og líkjast stundum flugeðlum (pterosaurs)
Það er skemmtilegt að velta fyrir sér drekaminninu, það er líkömnun á ógninni sem hetjan þarf að sigra til að vinna og vaxa í sögunni. Það er líka skemmtilegt að velta fyrir sér öllum þessum drekaminnum löngu áður en þekking á útdauðum risaeðlum var sett fram. Drekarnir minna á eðlurnar.
Ég er skoða tvær skemmtilegar bækur fyrir krakka um risaeðlur. Önnur er bókin risaeðlurannsóknir og hins er Risaeðlur - Undraferð um veröld sem var. Með þessum bókum eru veggsjöld, límmiðar, glærur og geisladiskur.
Þetta vonandi vekur áhuga barna á tímabili hins sýnilega lífs á jörðinni. það skiptist í fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Það er nú sérstaklega tímabilið Júra á miðlífsöld sem er skeið risaeðlanna.
Það eru komnar nokkrar greinar um risaeðlur inn á íslensku wikipedia.
Ég bætti áðan við greininni Nashyrningseðla
Íslensku greinarnar tengja í greinar á ýmsum tungumálum og líka í ýmsar myndir af risaeðlum. Það gæti veirð sniðugt að nota wikipedia með íslensku bókunum um risaeðlur til að leita að frekari upplýsingum, sérstaklega fyrir nemendur sem geta lesið ensku og fyrir kennara sem eru að leita að ítarefni í nemendavinnu.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 08:25
Svartir svanir á Íslandi
Norðlenska stórskáldið Davíð Stefánsson skírði ljóðabókina sína "Svartar fjaðrir" og orti
Svívirtu ekki söngva þá,
er svörtum brjóstum koma frá,
því sólelsk hjörtu í sumum slá,
þótt svörtum fjöðrum tjaldi,
svörtum fjöðrum í sólskininu tjaldi.
Davíð orti þetta ljóð ekki um svarta svani heldur um fuglinn sem bjó á öllum bóndabæjum, um krumma. Davíð hefur sennilega aldrei séð svartan svan amk fóru þeir ekki að sjást á Íslandi fyrr en á síðustu árum. Útbreiðsla svartra svana er sums staðar af manna völdum, þeir hafa verið fluttir inn sem skrautfuglar á vötnum eða sem fuglar í dýragörðum og þaðan breiðst út í villtri náttúru.
Þetta er fallegur fugl, vonandi á ég eftir að sjá hann á Íslandi en þangað þá verð ég að láta mér nægja að skoða myndir af honum. Ég skrifaði á sínum tíma greinar á wikipedia um svartsvani og hnúðsvani og las mér þá heilmikið til um þessar svanategundir. Það er nú skemmtilegt hversu brösuglega gekk að koma hnúðsvönum upp á Tjörninni í Reykjavík. Það gekk ágætlega þangað til fuglarnir verptu og veru með unga. Þá hins vegar varð steggurinn afar grimmur og nánast mannýgur og hættulegur börnum. Fór því sú tilraun út um þúfur og eru engir hnúðsvanir á Tjörninni.
Það væri nú samt afar skemmtilegt ef Tjörnin í Reykjavík gæti líka verið einhvers konar staður þar borgarbúar gætu skoðað margar tegundir fugla og þá sérstaklega þær andategundir sem hér þrífast. Það er ansi fábreytt að skoða þetta freka mávager sem hefur lagt undir sig Tjörnina ásamt gæsunum.
Hér eru wikipedia greinar um svanategundir sem eru á Íslandi eða hafa sést hérna:
Tveir svartir svanir heimsækja landið árlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.6.2008 | 20:41
Enginn ís á Norðurpólnum í ár
Það eru meira en helmingslíkur á því að það verði íslaust á Norðurpólnum í sumar, sjá þessa grein í Independent: There is No Ice at the North Pole this Summer
Þetta verður þá í fyrsta skipti í sögu mannkyns sem það gerist. Vísindamenn segja að þetta sé vegna þess að núna sé ekki yfir pólsvæðinu þykk íshella heldur bara þunnur ís sem hafi myndast á einu ári og þessi þunni ís geti auðveldlega bráðnað í sumar.
Aðstæður eru þannig núna að 70% af ísnum sem þekur svæðið er ís sem hefur myndast á einu ári. Hér er kort sem sýnir svæðið sem er á þunnum ís.
Inúítar hjá Baffinsflóa milli Kanada og Grænlands segja líka að það sé miklu fyrr í ár sem ísinn brotnar upp í rekís.
Hugsanlega er samhengi milli þessa ástands á Norðurpólsvæðinu og þess að hingað hafa komið tveir eða fleiri ísbirnir í ár. Ef ísinn hverfur þá eru ísbirnir í bráðri útrýmingarhættu, búsvæði þeirra er horfið.
Hér er önnur grein um ástandið
Scientists warn Arctic sea ice is melting at its fastest rate since records began
Ég minnist þess ekki að hafa séð spá um fiskistofna og lífríki sjávar við Ísland út af þessari ísbráðnun en þetta hlýtur að hafa áhrif, sjórinn er hlýrri og margar lífverur þrífast aðeins við eitthvað kjörhitastig. Fiskur á Íslandsmiðum er mjög háður því hvernig ljósáta dafnar í sjónum, svifþörungarnir sem ljósáta lifir á eru undirstaða lífsins í hafinu. Reyndar líka alls lífs á jörðinni ef út í það er farið.
Það eru kannski ekki allir svo óánægðir með að ísinn bráðnar, þegar heimskautaísinn bráðnar verður miklu auðveldara að komast að olíunni sem liggur á sjávarbotni.
"Paradoxically, the loss of sea ice will give Arctic countries such as Russia, Denmark, Canada, Norway and the US easier access to the parts of the seabed that are thought to be rich in oil and gas - the same fossil fuels that have exacerbated the global warming that has caused the sea ice to melt in the first place. "It's really rather disappointing when we talk about 25 per cent of the world's oil and gas reserves being under the Arctic when the loss of sea ice is the reason why we can get to it," Dr Serreze said."
Ég veit ekki hvort það gildir líka um Ísland að það verði auðveldara að dæla þeirri olíu sem finnst í íslenskri lögsögu en það er þó þannig að bráðnun Íshafsins þýðir opnun á siglingaleið sem hingað til hefur ekki verið raunhæfur kostur. Það er líklegt að áhugi Kínverja á Íslandi stafi að einhverju leyti vegna þessarar siglingarleiðar.
Það er mikilvægt fyrir alla íbúa jarðarinnar að hlusta á vísindamenn og aðra sem mæla hvað er að gerast og spá fyrir um hvað muni gerast.
Uppfært:Sá að Mogginn er kominn með grein um ísbráðnunina:
Norðurpóllinn íslaus í haust?
Plöntur flýja til fjalla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.6.2008 | 16:39
Fiðrildi á Heklu
Nú þegar ég veit hvað Vatnajökulsþjóðgarður er stór þá er annað sem heldur fyrir mér vöku. Það eru fiðrildin á toppnum á eldfjallinu Heklu. Af hverju eru fiðrildi langt fyrir ofan öll gróðurmörk efst við Heklutinda? Á hverju lifa fiðrildi? Vakna þau bara til lífsins og flögra upp á við burtséð frá því hvort þetta upp á við er í áttina fyrrum fordyri Helvítis og virku eldfjall sem miklar líkur eru að gjósi innan tveggja ára?
Ásta og Kristín fóru um helgina í miðnæturgöngu á Heklu til að sjá sólarupprásina af Heklutindi og hlíðum Heklu. Það var víst ekki sól á tindinum en þar nálægt voru fiðrildi segir Ásta sem fór á efsta tind Heklu. Ég var á Laugarvatni og tók á móti þeim þar. Hér koma þær í hlað eftir svefnlausa göngunótt.
Við vorum á Laugarvatni um helgina og skoðuðum sveitirnar í kring. Hér er mynd af dætrum mínum við gamla gufubaðið á Laugarvatni, ég held að það sé að hverfa og nýtt komi í staðinn.
Ég gekk um í Þrastarskógi á laugardaginn á meðan þær sváfu. Það liggur afar falleg gönguleið í gegnum skóginn frá Þrastarlundi meðfram Soginu. Hér er mynd af Ingólfsfjalli (sem er móbergsstapi skv. skilti sem ég stoppaði við, varð til úr gosi undir jökli), ég sá greinileg ummerki um nýfallnar skriður í fjallinu, þær hafa væntanlega komið þegar fjallið hristist til í Suðurlandsskjálftanum.
Hér fyrir ofan er akvegur úr rauðamöl og sést yfir tjaldstæðið í Þrastaskógi. Ég las hérna hvað rauðamöl er: "Nýtt gjall er oft svart og gljáandi af glerjungi, en ef gufur leika um það litast það rautt af hematíti vegna oxunar járns og er gjallið þá kallað rauðamöl"
Lúpínan er í blóma núna á Laugarvatni og litar fjallið í ævintýraliti, lúpínubreiður verða fallegri eftir því hve miklu meiri fjarlægð maður horfir á þær, langt í burtu séð verða fjólubláu og sterkbyggðu jurtirnar eins og ævintýramistur.
Við gengum um hjólhýsahverfið á Laugarvatni, fólk hefur þar búið sér til unaðsreiti í sveitinni eftir sínum smekk. Á mörgum stöðum hefur fólk skermað af sína reiti með skjólgirðingum úr trjáviði svo þeir líkjast litlum virkjum. Svo eru sums staðar skreytingar á þessum virkjum, gjarnan líkön af blómum, fuglum eða öðrum dýrum. Þetta minnir mig á svona víkingabúðir, svona eins og Hrafn Gunnlaugsson hefur sett upp í Laugarnesi þar sem hann ræktar njóla og fordæmir lúpínu.
Við spjölluðum við fólk sem var í góðviðrinu á Laugarvatni með hundana sína, tvo litla hunda og svo þrjá stærri sem þau sögðu samt að væru hvolpar.
7.6.2008 | 13:51
Hvað er Vatnajökulsþjóðgarður stór?
Mér finnst óþolandi að vita ekki hvort Vatnajökulsþjóðgarður er 13% af Íslandi eða 15% af Íslandi eða hvort hann nær yfir 13 þús eða 15 þús. ferkílómetra. Ég nefnilega held áfram iðju minni að skrifa greinar inn á Wikipedia og þar verða upplýsingar að vera réttar og nákvæmar, ekki síst þegar maður er að montast með að þetta sé stærsti þjóðgarður í Evrópu. Það er ekki trúverðugt ef maður veit svo ekki hvað þjóðgarðurinn er stór. Hérna er íslenska greinin sem ég skrifaði á wikipedia um Vatnajökulþjóðgarð og hérna er grein sem ég var að enda við að skrifa á ensku wikipedia um Vatnajökull National Park.
Mér finnst þeir aðilar sem hafa það sem hluta af vinnu sinni að fræða bæði Íslendinga og erlenda tilvonandi ferðamenn um Ísland passi ekki nógu vel upp á hvað Wikipedia er mikilvæg heimild og byrjunarreitur fyrir ferðamenn og almenning og hve mikilvægt er að þar séu upplýsingar réttar og nægar um helstu ferðamannastaði og náttúruvætti. Google notar Wikipedia mikið og greinar í Wikipedia poppa oft efst í leit. Þannig fletti ég upp orðinu Vatnajökulsþjóðgarður áðan á Google og sé að wikipedia greinin sem ég skrifaði og hef verið að breyta kemur efst og svo þar á eftir þá kemur tilkynning um frá umhverfisráðuneytinu um rútuferðir á stofnhátíðina.
Ég held að þessu rútuferðatilkynning sé gagnleg fyrir marga í dag en það er miklu mikilvægara upp á ferðamennsku og náttúruvernd á Íslandi að þeim sem gúgla,sem eru sennilega allir sem leita að upplýsingum á Netinu af Íslandi, sem beint á einhverjar bitastæðar upplýsingar.
Svo tók ég eftir að það var ekki komin nein grein á ensku wikipedia um Vatnajökulþjóðgarð og ekki búið að breyta neitt greinunum um Skaftafell og Jökulsárgjúfur þ.e. segja að þær myndu falla undir Vatnajökulsþjóðgarð.
Á síðum hjá umhverfisráðuneyti er talað um að Vatnajökulsþjóðgarður verði 15 þús en á síðu hjá Icelandic Tourist board stendur að hann sé 13 þús ferkílómetrar. Mig grunar að það sé stefnt að því að þjóðgarðurinn verði 15 þús en sé núna við opnun 13 þús. Ég hins vegar sé það hvergi skrifað og veit ekki hvora töluna ég á að taka með. Það eru líka afar litlar upplýsingar fyrir almenning um Vatnajökulsþjóðgarð á vefsíðu umhverfisráðuneytis, undarlega litlar miðað við hversu merkilegur þessi nýi þjóðgarður er, ekki bara fyrir Ísland heldur fyrir allan heiminn. Af hverju er ekki komið sérstakt vefsetur um þjóðgarðinn?
Ég sé nú reyndar á síðu hjá Iceland Tourist Board að þar benda menn á ensku Wikipedia greinina um Vatnajökull. Því spyr ég eins og fávís kona: Af hverju skrifa ferðamálayfirvöld bara ekki greinar sjálfir inn á ensku wikipedia eða fá kunnáttumenn til að þess og/eða vakta hvort upplýsingar séu réttar í wikipedia greinum og hvort þeim sem gúgla sé beint á bitastæðar upplýsingar t.d. af hverju var ekki búið að skrifa grein á ensku um Vatnajökulsþjóðgarð í dag?
Ég verð svolítið pirruð yfir þessu óvissa 2% af Íslandi (15 % - 13%) og tek ekki gleði mína á ný fyrr en ég veit nákvæmlega upp á fermetra hvað Vatnajökulsþjóðgarður er stór í dag á stofndaginn. Þetta er einhver töluþráhyggja, ég þoli ekki ónákvæmar og misvísandi tölur þar sem þær gætu verið nákvæmari.
En til hamingju Íslendingar og allur heimurinn með Vatnajökulþjóðgarð!
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.6.2008 | 19:32
Skjálftavaktin
Mér finnst eitthvað að upplýsingakerfinu hjá fjölmiðlum og veðurstofu. Af hverju fáum við upplýsingarnar ekki strax frá aðilum sem eiga að sjá um þessa vakt. Í þessum skjálfta hristust skjáir hjá mér og ég fór strax á Netið á töfluna hjá veðurstofunni.
Ég get ekkert séð ennþá um þennan skjálfta á Recent Earthquakes
Ég get heldur ekkert séð um skjálftann í sjálfvirku óyfirförnu töflunni hjá veðurstofunni.
Samt er klukkan núna 19:31 eða klukkustund síðan skjálfti sem var milli 4 til 4.5 á richter gekk yfir.
Það er klukkustund síðan skjálftinn varð.
Ég get ekki fundið annað en núna sé skjálftahrina.
Uppfært:
Núna er ég búin að sjá þetta hjá veðurstofunni. Það er fullt af skjálfum að ganga yfir. Ekki bara þessi stóri sem varð kl. 18:30. Ég er ekki ímyndunarveik. Það var skjálfti kl. 19:17 sem var 3,1 og hann var líka nálægt Skálafelli. Svo var skjálfti á næstum sama tíma nálægt Borgarnesi. Verst er nú að vera á Selfossi. Ég hugsa að mörgum sem búa á Selfossi og þar um kring líði mjög illa núna.
Snarpur kippur á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.5.2008 | 08:24
Flóðbylgja í Færeyjum
Ísland er heitur reitur. Eins konar súla sem rís upp úr hafinu út af eldsumbrotum.
Heitur reitur er í jarðfræði staður á yfirborði jarðar þar sem eldvirkni er mikil sökum möttulstróks sem af ber heita kviku úr iðrum jarðar upp að jarðskorpunni (sem af þessum sökum er þynnri en annars staðar), um 50 heitir reitir eru þekktir, helstir þeirra eru Hawaii, Íslands og Yellowstone reitirnir.
Vísindavefurinn: Er heitur reitur undir Íslandi?
Ég velti fyrir mér hvort þessi flóðbylgja í Færeyjum í gær og Suðurlandsskjálftinn í gær sé eitthvað tengd skjálftavirkni á Íslandi og hugsanlegri eldvirkni í hafi.
Tíðindalítil nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2008 | 09:40
Nýja Grænland
Það má náttúrulega ekki útiloka Mars sem dvalarstað manna ef vatn finnst og hægt verður að virkja það til að breyta umhverfinu. Þó landnámið á Mars sé nú ekki beint í augsýn þá sýnist mér á þessum hrjóstrugu myndum að það sé þörf á sams konar ímyndar- og auglýsingamennsku og íslenskir landnámsmenn beittu við Grænland eftir að þeir höfðu feilað á því að skíra eyjuna sem áður hét Garðarshólmi Ísland.
Landkostir á Mars eru þannig að það færi vel á að skíra þetta svæði sem geimfarið lenti á Nýja-Grænland. Ég teiknaði í Inkscape áróðurmynd fyrir búsetu þar, lagði græna filmu yfir auðnina á Mars og setti inn blóm og tré og dýr og fólk.
Það er gaman að fylgjast með rannsóknunum á Mars. Nasa er með vandaða vefsíðu um það hérna: Nasa: Mars Exploration Program
Mars (reikistjarna) - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
STJÖRNUFRÆÐIVEFURINN - Mars (reikistjarnan, plánetan)
Margar greinar eru á Vísindavefnum sem svara spurningum um Mars:
- Hvernig er yfirborð Mars og hver er meðalhitinn þar?
- Hvað heita tungl Mars?
- Úr hverju er Mars?
- Er andlit á reikistjörnunni Mars?
- Búa grænar geimverur á Mars?
- Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar?
- Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór?
- Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?
- Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
- Hvort er tunglið eða Mars lengra frá jörðu?
- Hvernig losna steinar frá Mars og berast til jarðar?
- Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?
- Hvernig er yfirborð Mars og hver er meðalhitinn þar?
- Hve langt erum við komin með súrefni á Mars?
- Hvaða tilgangi þjóna fallhlífar í þyngdarleysi eins og þegar lent er á Mars?
- Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?
- Hvenær mun reikistjarnan Mars næst sýnast jafnstór tunglinu frá jörðu séð og með hve löngu millibili gerist það?
- Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?
- Er maður þyngri á Jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?
- Hvað hafa eldfjöllin á Mars verið lengi í dvala og hvenær má búast við því að þau byrji aftur að gjósa?
Fyrstu myndirnar frá Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 00:43
Frestunarárátta og Wikipedia
Fólk hefur margar aðferðir til að koma sér undan að gera eitthvað. Það er alltaf hægt að vafra um á Netinu, hlusta endalaust á Silfur Egils á Rúv vefnum, lesa moggabloggara alveg upp til agna og fletta lon og don upp á fréttum til skiptis á mbl, cnn og bcc. En ég er búin að sálgreina sjálfa mig. Fyrir utan að gera allt þetta sem hér er upptalið þá hef ég komið mér upp einni aðferð til að fresta hlutum og koma mér undan að skrifa skýrslur og alls konar dót. Þetta gengur út á að skrifa greinar í íslensku wikipedia. Mér sýnist beint samband milli þess hve þjáð ég er af frestunaráráttu og hve margar greinar ég skrifa á íslenku wikipedía.
Núna á sunnudaginn var ég mjög kvalin af frestunaráráttu sem fékk útrás í því að ég skrifaði átján greinastúfa á wikipedia. Það er nú held ég metið. Ég lagfærði líka ýmsar aðrar greinar og hlóð nokkrum tugum mynda úr Grasagarði Reykjavíkur inn á Commons ég afsalaði mér höfundarrétti af þeim myndum sem ég hlóð inn í dag þannig að þær eru í PD og hver sem er getur notað þær til hvers sem er. Svo byrjaði ég þessum greinum og greinastúfum í dag:
- Elri
- Mararlykill
- Roðalykill
- Júlíulykill
- Rósalykill
- Súrsmæra
- Rósakirsiber
- Skógarlyngrós
- Brekkugullhnappur
- Asíugullhnappur
- Engjagullhnappur
- Heiðagullhnappur
- Blóðrifs
- Landmannalaugar
- Hófsóley
- Maígull
- Hjartartré
- Brekkugoði
Þetta eru flest greinar með myndum sem ég tók í Grasagarðinum í dag. Þær eru nú bara byrjunin, vonandi tekur einhver við og bætir við þessar greinar.
Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna ég skrifaði grein um Landmannalaugar. Jú, núna man ég. Það er vegna þess að hófsóley vex við Landmannalaugar og þegar ég tengdi úr grein um hófsóley í Landmannalaugar þá fann ég út að það var engin grein til og það er náttúrulega skandall þannig að ég fór úr blóma og trjádóti inn í Landmannalaugar.
Annars var líka markmiðið hjá mér að einbeita mér að því að skrifa greinar um fiska og eitthvað tengt lífríki sjávar á wikipedia. Það hefur riðlast mikið. Nú er ég farin að skrifa um danska konunga og norræna sögu.
Það sem af er árinu hef ég skrifað auk greinanna 18 frá því í dag þessar greinar:
- Hólmgarður
- Sendlingur
- Þrastarlundur
- Friðrik 6. Danakonungur
- Regensen
- Þrenningarkirkjan
- Steingrímur Jónsson (biskup)
- Sækýr
- Þjórsárhraun
- Suðurlandsskjálfti
- Þriggja gljúfra stíflan
- Kardimommubærinn
- Akureyrarveikin
- Huldulykill
- Heiðabjalla
- Straujárn
- Fossafélagið Títan
- Urriðafoss
- Gullregn
- Glitrós
- Hundarós
- Vistmenning
- Lárpera
- Hvíthákarl
- Rauðar íslenskar
- Kartöflubjalla
- Langreyður
- Trójuhestur
- Kassandra
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2008 | 21:22
Eftirskjálftar í Kína - Suðurlandsskjálftinn og Dalvíkurskjálftinn
Ég er að skoða jarðskjálftakortið hjá emsc-csem.org
Það hefur orðið fullt af skjálftum sem eru miklu minni, svona 4 til 5.5 stig.
Það er áhugavert að skoða þetta svæði, skjálftarnir eru allir á línu þar sem fellingafjöll byrja. Þetta hlýtur að vera eitthvað tengt flekakenningunni, fjöllin að krumpast saman og upp út af spennunni í undirheimunum.
Hér er efni á BBC um jarðskjálfta:
Það verða oft stórir jarðskjálftar á Íslandi, síðustu jarðskjálftarnir árið 2000 voru um 6.5 stig. Þannig má minna á Dalvíkurskjálftann og hina reglubundnu Suðurlandskjálfta.
Það munu koma fleiri jarðskjálftar í Kína og það munu koma fleiri jarðskjálftar á Íslandi. Það eina sem við getum gert er að búa okkur til samfélag sem tekur mið af því - mannvirki og allur infrastrúktúr þarf að byggja til að þola svona hamfarir jafnvel þó ekki séu miklar líkur á þeim. Í sumum tilvikum eins og í Suðurlandsskjálfta þá eru líkurnar miklar vegna þess að spenna hleðst upp og hún verður að fá einhvern veginn útrás.
Þegar er mjög varasamt að byggja hús úr múrsteinum á jarðskjálftasvæðum. Skólar hafa hrunið í Kína sem einmitt voru úr músteinum og líklegt er að mög börn hafi dáið. Það er líka afar varasamt að byggja hús á uppfyllingum í sjó á miklum jarðskjálftasvæðum. Það verður kviksandur í svoleiðis umbrotum. Eða eins og börnin syngja "Á sandi byggði heimskur maður hús.."
8600 manns látnir í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)