Fiðrildi á Heklu

Nú þegar ég veit hvað Vatnajökulsþjóðgarður er stór þá er annað sem heldur fyrir mér vöku. Það eru fiðrildin á toppnum á eldfjallinu Heklu. Af hverju eru fiðrildi langt fyrir ofan öll gróðurmörk efst við Heklutinda? Á hverju lifa fiðrildi? Vakna þau bara til lífsins og flögra upp á við burtséð frá því hvort þetta upp á við er í áttina fyrrum fordyri Helvítis og virku eldfjall sem miklar líkur eru að gjósi innan tveggja ára?

Ásta og Kristín fóru um helgina í miðnæturgöngu á Heklu til að sjá sólarupprásina af Heklutindi og hlíðum Heklu. Það var víst ekki sól á tindinum en þar nálægt voru fiðrildi segir Ásta sem fór á efsta tind Heklu. Ég var á Laugarvatni og tók á móti þeim þar. Hér koma þær í hlað eftir svefnlausa göngunótt.

 Við vorum á Laugarvatni um helgina og skoðuðum sveitirnar í kring. Hér er mynd af dætrum mínum við gamla gufubaðið á Laugarvatni, ég held að það sé að hverfa og nýtt komi í staðinn.

Ingólfsfjall Þrastarskógur

Þrastarskógur SogiðÉg gekk um í Þrastarskógi á laugardaginn á meðan þær sváfu. Það liggur afar falleg gönguleið í gegnum skóginn frá Þrastarlundi meðfram Soginu. Hér er mynd af Ingólfsfjalli (sem er móbergsstapi skv. skilti sem ég stoppaði við, varð til úr gosi undir jökli), ég sá greinileg ummerki um nýfallnar skriður í fjallinu, þær hafa væntanlega komið þegar fjallið hristist til í Suðurlandsskjálftanum. 

Hér fyrir ofan er akvegur úr rauðamöl og sést yfir tjaldstæðið í Þrastaskógi.  Ég las hérna hvað rauðamöl er: "Nýtt gjall er oft svart og gljáandi af glerjungi, en ef gufur leika um það litast það rautt af hematíti vegna oxunar járns og er gjallið þá kallað rauðamöl"

 Lúpínan er í blóma núna á Laugarvatni og litar fjallið í ævintýraliti, lúpínubreiður verða fallegri eftir því hve miklu meiri fjarlægð maður horfir á þær, langt í burtu séð verða fjólubláu og sterkbyggðu jurtirnar  eins og ævintýramistur.

Við gengum um hjólhýsahverfið á Laugarvatni, fólk hefur þar búið sér til unaðsreiti í sveitinni eftir sínum smekk. Á mörgum stöðum hefur fólk skermað af sína reiti með skjólgirðingum úr trjáviði svo þeir líkjast litlum virkjum. Svo eru sums staðar skreytingar á þessum virkjum, gjarnan líkön af blómum, fuglum eða öðrum dýrum. Þetta minnir mig á svona víkingabúðir, svona eins og Hrafn Gunnlaugsson hefur sett upp í Laugarnesi þar sem hann ræktar njóla og fordæmir lúpínu. IMG 4460[2] Hjólhýsi 1

Við spjölluðum við fólk sem var í góðviðrinu á Laugarvatni með hundana sína, tvo litla hunda og svo þrjá stærri sem þau sögðu samt að væru hvolpar.

hundaræktendur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ó, það er svo yndislegt á Laugarvatni, ekki amarlegt að klifra á brátt rumskandi eldfjall, duglegar dætur á ferð!!! Ég á eftir að sakna gamla gufubaðsins, ég var þarna í skóla í den. 

alva (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 00:38

2 identicon

Hvaða vitleysa eretta Árni.

alva (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 02:25

3 Smámynd: Róbert Badí Baldursson

Merkilegt hvað heimurinn er lítill! Heldurðu að dóttir þín vinni ekki að sama stað og ég! Fannst ég kannast við andlitið

Róbert Badí Baldursson, 18.6.2008 kl. 10:30

4 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Takk fyrir þessa skemmtilegu - ég hjó sérstaklega eftir því að þú skyldir sjá fiðrildi efst í Heklu. Ég tengi efsta hluta Heklu einmitt við algjört lífleysi eða lífveruleysi. Ég hef að vísu aðeins verið þar að nóttu til og fiðrildin kannski bara farin í háttinn? En það lifir einmitt svo sterkt í minningunni að ég staldraði við þegar ég átti eins og 100 m hækkun eftir og uppgötvaði - líklega í fyrsta skipti - hina algjöru þögn sem ég hef hvergi annars staðar upplifað, ekki heldur í fjögur þús. metra hæð í Andesfjöllunum. því alltaf er eitthvað sem suðar. En hvílík orka sem býr í fjallinu! Meðan sumir staðir virka fyrst og fremst róandi og heilandi, er Heklutindur sá mest orkuaukandi staður sem ég hef komið á.

LKS - hvunndagshetja, 18.6.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband