Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
29.11.2007 | 10:40
Hryllingur... myndefnasía ríkislögreglustjóra
Fyrst birt: 29.11.2007 08:58Síðast uppfært: 29.11.2007 09:02Vilja koma upp myndefnasíu á netinu
Embætti ríkislögreglustjóra vinnur að því, í samvinnu við aðra, að koma upp síu á myndefni sem dreift er á netinu til að koma í veg fyrir dreifingu á myndum sem tengjast barnaklámi og öðru ofbeldi gegn börnum.
Þetta kom fram í máli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Steingrímur J Sigfússon, formaður vinstri grænna, spurði Björn hvort til greina kæmi að beita forvirkum aðferðum gegn barnaníðingum og öðrum sem nota netið í glæpsamlegum tilgangi. Björn sagði að tryggja þyrfti örugg samskipti á þessu sviði sem öðrum.
Ríkislögreglustjóri mun jafnframt næsta haust taka við rekstri ábendingalínu sem Barnaheill komu á fót. Þar er hægt að koma á framfæri upplýsingum um ólöglegt efni.
Loks er til skoðunar að koma upp eins konar rauðum hnappi sem nota má til að tilkynna lögreglu um óeðlileg samskipti á netinu.
Tæknin gerir hleranir erfiðari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
29.11.2007 | 09:15
Hmmm...getur vélin lent? Hótelárás í Manila
Mér líst ekkert allt of vel á þessa veðurspá fyrir kvöldið. Ég fer með vél frá Kaupmannahöfn kl. 20:30 til Keflavíkur. Ég er ekkert alltof hrifin af því að lenda á Íslandi í brjáluðu veðri.
Ég er sem sagt hérna núna í miðbæ Kaupmannahafnar að tékka á fréttunum og þessi stormfrétt er aðalfréttin á mbl.is. Ég fór nú reyndar á mbl.is til að tékka á því hvað væri að gerast í hótelárásinni á Manila á Filipseyjum , CNN er með stanslausar fréttir af því en hvorki mbl.is eða ruv.is virðast finnast þetta fréttnæmt.
Skrýtið.
CNN frétt um Manila hótelárásina
Ég var ekki fyrr búin að skrifa bloggið fyrir ofan en það er komin frétt um hótelárásina á mbl.is. Þeir hljóta að lesa bloggið mitt
Varað við stormi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 20:02
Bloggfréttatími Salvarar - Fyrsti þáttur - Kauptu ekkert dagurinn
Það var svo hrikalega óspennandi efni í fréttum í dag á Íslandi að ég ákvað bara að setja í loftið minn eigin fréttatíma. Ég bjó mér til rás á ustream.tv og sendi út þátt þar. Það var enginn áhorfandi að þessum fyrsta fréttatíma mínum þar en sem betur fer fyrir heiminn og íslenska moggabloggsamfélagið þá gat ég smellt á upptöku og tekið þetta upp. hérna er sem sagt hægt að horfa á þáttinn.
Það eru betri hljóðgæði í ustream.tv en í öðrum kerfum sem ég hef verið að prófa. Myndgæðin eru nú ekkert sérstök, ég á eftir að athuga hvort ég geti stillt þau betur. Þessi þáttur er um 8. mínútur.
24.11.2007 | 17:16
Lögbýli með greiðslumark í mjólk
Árið 2006 voru 796 lögbýli með greiðslumark í mjólk og 1601 sauðfjárbú. Áhugavert. Það áhugaverðasta sem gerst hefur í íslensku þjóðlífi undanfarna daga ef mbl.is er góð heimild um það fréttnæma í samfélaginu. Forsíðufréttin í augnablikinu er ekki beint að kveikja í mér áhuga til að blogga. Hún er svona:
Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Fjárfestingafélagið Kristinn ehf. í Vestmannaeyjum hafa undirritað samning um kauprétt á öllum hlutum félaganna í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Um er að ræða tæplega þriðjungshlut í Vinnslustöðinni.
Það var nú heldur ekkert nýtt í frétt nr. 2 Konur vinna enn flest húsverkin
Ég hefði nú getað sagt mér það sjálf.
Frétt nr. 3 um að nýbúar hafi komið á kynningu á íslenskum jólasiðum á bókasafnið í Reykjanesbæ er ekki heldur beint að kveikja áhuga. Nýbúar bragða á íslenskum jólum
Bless. Ég er farin aftur að nördast inn í myrkviðinu í netheimum.
Lögbýli verða stöðugt færri og stærri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2007 | 00:32
Jarðskjálfti í kennslustund
Ég var með tíma síðdegis í dag kl. 17:30-18:00 þegar einn nemandinn sagði okkur frá því að núna væri jarðskjálfti. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, ég man eftir að það hafi áður komið fyrir í kennslustund hjá mér að þá hafi jarðskjálfti dunið yfir og allt gengið í bylgjum. En það sem var öðruvísi í þessum tíma var að það var aðeins einn nemendanna sem fann jarðskjálftann og sagði okkur frá honum. Þessi nemandi var nefnilega staddur á Selfossi en hinir nemendurnir voru annars staðar á landinu. Hún var með vefmyndavél en við sáum nú samt ekki jarðskjálftann í beinni. Núna síðustu daga hef ég verið að prófa með nemendum netfundi með kerfum eins og operator11.com og mogulus.com og stickam.com, það er sennilegt að fjarkennsluumhverfi sem okkur býðst í náinni framtíð verði svona. Allir nemendurnir og kennarinn eru með vefmyndavél og það er hægt að svissa á milli. Kennarinn eða sá sem stjórnar útsendingunni gerir það. Bæði stjórnandinn og þeir sem taka þátt í fundinum geta hlaðið inn vídeóum til að spila. Svo er textaspjall fyrir neðan útsendingargluggann.
Í gær þá prófaði ég í fyrsta skipti að vera með beina útsendingu á moggablogginu mínu. Ég gerði það í kerfinu mogulus.com. Þar getur maður verið með sína eigin sjónvarpútsendingu, kannski er nú betra að kalla það netvarp. Mér virðist svona kerfi eins og þessar beinu útsendingar nýtast til ýmissa hluta, líka í viðfangsefni sem okkur hefur ekki dottið í hug ennþá. Það má líkja þessu við að með því að líma svona útsendingarglugga inn á bloggið okkar séum við að setja upp skráargöt sem við getum kíkt inn í ýmsar vistarverur í heiminum. Það er auðvitað möguleiki á alls konar rafrænni vöktun á þennan hátt. Það þarf ekki alltaf að vera neikvætt, það væri fínt að hafa myndavélaútsendingar víða t.d. til að fylgjast með jarðskjálfum. Ég hugsa að ég myndi fylgjast öðru hverju með myndavélum á Selfossi ef það væri bein útsending þar. Það eru nú margir staðir á Íslandi með vefmyndavélar. En hvernig virkar svona stafrænn Infrastrúktúr þegar náttúruhamfarir verða?
Ég set við þetta blogg skjámynd af stjórnborðinu í Mogulus þar sem ég sést hringja heim til að biðja dóttur mína að athuga bloggið hjá mér, hvort hún sæi beina útsendingu og hún sá það. Reyndar var ég hljóðlaus til að byrja með en svo tókst mér að fá talið með. Svo er hérna til hliðar hvernig þetta leit út á blogginu, þarna er ég á skrifstofunni minni að senda út á moggabloggið mitt.
Hmmm... ég ætti að fara að senda út reglulega svona bloggfréttir.
Áframhaldandi skjálftar við Selfoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2007 | 23:54
Torrent lokunin og CreativeCommons
Það er aðeins ein lausn í sjónmáli á þessum átakapunktum gamallar lesmenningar og nýrrar les- og skrif- menningar og hún er sú að fleiri og fleiri taki upp höfundarleyfi eins og Creative Commons og dreifingarstaðir eins og torrent.is séu eingöngu með efni sem fylgir slíku höfundarleyfi. Sennilega fækkar og fækkar þeim sem ætla sér bara að hlusta óvirkir á eitthvað efni, fólk vill vinna áfram með efni, umbreyta því og senda það áfram. Svipað og við gerum við orð.
Það eru núna tveir andstæðir pólar í höfunarréttarmálium, annars vegar múgur sem virðir ekki lög og reglur samfélagsins og brýtur höfundarréttarlög með því að dreifa og fjölfalda efni á netinu. Hins vegar gæslumenn hagsmuna höfundarrétthafa sem eru að verja kerfi sem eru verulega hamlandi fyrir skapandi starf á Internetinu.
Höfundarréttarumhverfi sem við búum við í dag er miðað við aðra notkun en er á Internetinu í dag. Við verðum samt að virða lögin og við verðum að vinna að því að breyta leikreglunum þannig að þær séu meira í takt við tímann. CreativeCommons er ein lausn á þessu knýjandi vandamáli.
Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2007 | 21:34
Salvör í Mogulus
En ég sem sagt sendi beint út úr mogulus.com á bloggið mitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2007 kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 19:28
Verkfæri fyrir nemendur - Vefþula og lifandi skrif
Mér sýnist þessi nýja vefþula geti gagnast vel nemendum sem eru í lestrarerfiðleikum. Þetta leiðir hugann að aðgengismálum á Internetinu, Internetið í dag er svo sannarlega ekki fyrir alla.
Það er einn hópur sem er verulega illa settur og það er eldra fólk. Bæði er það ekki vant við þetta umhverfi óreiðunnar þar sem hægt er klikka á allt og margt getur verið í gangi í einu og svo eru margar vefsíður ennþá þannig að það verður að geta lesið leturstærðir 10 og jafnvel minna til að skoða síðuna. Þetta útilokar ansi stóran hluta fólks.
Það er gaman að velta fyrir sér hversu mikið námstækni nemenda breytist með tækninni. Nú er óþarfi að muna allt utanbókar og bera með sér mikið af skjölum, ég hugsa að margir nemendur séu núna með USB lykla.
Það er annars gama að spá í hvaða verkfæri henta nemendurm til skólanáms og létta líf þeirra. Hér er eitt nýtt verfæri sem kallast lifandi skrif eða livescribe
Þetta er glósupenni með batteríum sem kemur fljótlega á markað, með þessum penna er hægt að skrifa glósur eins og venjulega en allt sem maður gerir geymist í pennanum og svo getur maður tengt pennann við USB tengið í tölvunni og fengið allar glósur þar inn.
þetta virðist vera áhugavert verkfæri, ekki endilega í glósugerð, ég held að nemendur þurfi ekki að skrifa fyrst glósur á pappír, þeir eru bara með einhvers konar nettengdar fartölvur allan tímann en þetta er áhugavert verkfæri til að teikna með á blað og fá það beint inn í tölvu. Ég nota sjálf teiknitöflu en þær eru afar óhentugar til að fara með sér hvert sem er, ég myndi svo sannarlega vilja eiga svona glósupenna til að teikna með.
Yfir eitt þúsund manns nýttu sér Vefþuluna á fyrsta degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 02:28
Copy
Þessi stuttmynd fjallar um manninn og tæknina. Mann sem reynir að gera afrit af stúlkunni sem hann elskar en það klúðrast. Það endar nú samt allt með eintómri sælu.
18.11.2007 | 13:09
Internetmessa á sunnudegi
Auðvitað ætti ég að fara alltaf á sunnudögum í messu í Laugarneskirkju, ég sé kirkjuturninn út um eldhúsgluggann hjá mér, ég var fermd í þessari kirkju og hef búið mestan minn aldur í þessu hverfi, mér finnst vænt um kirkjuna hérna og veit að þar er unnið gott starf.
En af því ég er algjör netfíkill þá sæki ég mínar messur á Internetið og ég er ekkert sértstaklega upptekin af því hvort messurnar eru auglýstar sem trúarathafnir. Ég er núna að hlusta á messu hjá Larry Lessig. Hann er minn æðstiprestur í netheimum. Ég er búin að hlusta þrisvar sinnum á messuna og á eftir að hlusta á hana oft aftur, Larry Lessig er svo seiðandi og orð hans eru svo áhrifarík. Það væri mikil blessun fyrir heiminn ef sem flestir hlustuðu á Lessig og frelsuðust.
Þessi messa hjá Lessig er vídeó sem er tuttugu mínútur í spilun og heitir
How creativity is being strangled by the law