Torrent lokunin og CreativeCommons

cc-taknÞað er aðeins ein lausn í sjónmáli á þessum átakapunktum gamallar lesmenningar og nýrrar les- og skrif- menningar og hún er sú að fleiri og fleiri taki upp höfundarleyfi eins og Creative Commons og dreifingarstaðir eins og torrent.is séu eingöngu með efni sem fylgir slíku höfundarleyfi. Sennilega fækkar og fækkar þeim sem ætla sér bara að hlusta óvirkir á eitthvað efni, fólk vill vinna áfram með efni, umbreyta því og senda það áfram. Svipað og við gerum við orð. 

Það eru núna tveir andstæðir pólar í höfunarréttarmálium, annars vegar múgur sem virðir ekki lög og reglur samfélagsins og brýtur höfundarréttarlög með því að dreifa og fjölfalda efni á netinu. Hins vegar gæslumenn hagsmuna höfundarrétthafa sem eru að verja kerfi  sem eru verulega hamlandi fyrir skapandi starf á Internetinu.

Höfundarréttarumhverfi sem við búum við í dag er miðað við aðra notkun en er á Internetinu  í dag. Við verðum samt að virða lögin og við verðum að vinna að því að breyta leikreglunum þannig að þær séu meira í takt við tímann. CreativeCommons er ein lausn á þessu knýjandi vandamáli.


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Vissulega ber að virða lög.

Þó kemur fyrr eða síðar að þeim tímapunkti að lög verða 'out of date'

Mér sýnist staðan vera sú í dag.

Brjánn Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 02:25

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er í því að búa til efni. Þar af leiðandi ætti ég að kætast yfir því sem er að gerast, en ég er á móti því að síðunni hafi verið lokað.

Nýjasta afurðin mín er stuttmyndin Svartur Sandur. Það er enginn markaður fyrir stuttmyndir svo ekki kemur hún út á DVD gegn um SMÁÍS eða aðra. Ég get stimplað hana með CreativeCommons leyfi, en þá er vonlaust að ég muni nokkurn tíma fá fjárfestinguna endurgreidda. Þetta er vandamálið, ég vil gefa hana, en ég setti pening í gerð hennar og þetta togast á. Ef einhver er tilbúinn að borga mér það sem ég setti í myndina skal ég setja hana á netið svo að hver sem er geti náð í hana endurgjaldslaust. 

Villi Asgeirsson, 20.11.2007 kl. 09:26

3 Smámynd: Jón Lárusson

- Brjánn: Lögin eru ekki "out of date" sem slík. Það er einfaldlega bannað að bjóða uppá vöru (höfundaréttarvarið efni) á leyfi höfundar. Það skiptir engu máli miðillinn. Þessi lög hefðu getað verið hoggin í stein eða páruðu á papírus, þau eru óháð miðlinum. Það er oft gífurleg vinna sem liggur að baki efninu og ekki nema rétt að viðkomandi fái einhverja greiðslu fyrir það. Það eru ekki lögin sem eru í ólagi, heldur fólkið. Ef enginn keypti þýfi, þá myndi snar fækka innbrotum og þjófnuðum. T.d. veit einstaklingur sem fær "tilboð sem hann getur ekki hafnað" hjá manni sem hann hittir fyrir tilviljun á kaffihúsi, að þarna er líklega um þýfi að ræða.

-Villi: Þangað til þú ert orðinn obboðslega frægur, þá gætir þú boðið myndina á vefsvæði sem þú heldur úti, en um leið haft takka sem vísar á paypal þar sem hægt er að greiða frjáls framlög. Held að einhver hljómsveit hafi gert þetta og niðurstaðan hafi verið sú að þeir fengu meira fyrir lögin svona, heldur en plötusöluna (voru lausir við allan kostnað við útgáfuna). Almennt er fólk tilbúið að borga, það er kannski ekki sammála verðinu, en væri tilbúið að borga minna.

Það verður aldrei komið í veg fyrir að fólk dreyfi efni í óleyfi á meðan einhverjir einstaklingar tilbúnir til þess. Það þarf að höfða til samvisku þeirra, en hún virðist bara ekki vera til staðar, eða er alla vega mjög bæld af sjálfhverfri hugsun.

Jón Lárusson, 20.11.2007 kl. 11:26

4 Smámynd: Sigrún Þöll

Ég tek eftir því að á þessari síðu eru margar myndir sem teknar eru af Netinu en ekki er getið heimilda hvaðan þær eru teknar og þar með er höfundarréttarbrot í gangi.

 Thihi...... 

Sigrún Þöll, 20.11.2007 kl. 14:11

5 Smámynd: Þarfagreinir

Varðandi úrelt lög, þá sýnist mér til að mynda lögin um áfengisauglýsingar og auglýsingar innan í dagskrárliðum vera úreltar ... miðað við að þeir hagsmunaaðilar sem ofsækja netverja virðast brjóta þau leikandi, eða alla vega sveigja þau allrækilega.

Þarfagreinir, 20.11.2007 kl. 14:12

6 Smámynd: Þarfagreinir

En já - Creative Commons er mjög sniðugt leyfi.

Þarfagreinir, 20.11.2007 kl. 14:12

7 identicon

Sigrún:  Hvernig færðu það út að það séu höfundarréttarbrot í gangi á Istorrent vegna þess að ekki er getið heimilda hvaðan myndirnar séu teknar?

Sigurður (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband