Hmmm...getur vélin lent? Hótelárás í Manila

Mér líst ekkert allt of vel á þessa veðurspá fyrir kvöldið. Ég fer með vél frá Kaupmannahöfn kl. 20:30 til Keflavíkur. Ég er ekkert alltof hrifin af því að lenda á Íslandi í brjáluðu veðri.

Ég er sem sagt hérna núna í miðbæ Kaupmannahafnar að tékka á fréttunum og þessi stormfrétt er aðalfréttin á mbl.is. Ég fór nú reyndar á mbl.is til að tékka á því hvað væri að gerast í hótelárásinni á Manila á Filipseyjum , CNN er með stanslausar fréttir af því en hvorki mbl.is eða ruv.is virðast finnast þetta fréttnæmt.

Skrýtið.

CNN frétt um Manila hótelárásina 

Ég var ekki fyrr búin að skrifa bloggið fyrir ofan en það er komin frétt um hótelárásina á mbl.is. Þeir hljóta að lesa bloggið mittGrin


mbl.is Varað við stormi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband