Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Árni og 17 þingmenn með vefmyndavélar

 800px-Arctic-fox
Það er góð hugmynd að setja upp vefmyndavél við eða í tófugreni til að fylgjast með lifnaðarháttum heimskautarefsins. Ég hugsa nú samt að birtuskilyrði séu slæm.

Það er sniðugt að setja upp netmyndavélar þar sem er iðandi dýralíf eða hreyfing á náttúrunni og þar sem fólk kemst ekki um án þess að trufla,  t.d. í fuglabjargi yfir varptímann, í selalátrum og neðansjávar. Það væri gaman að fylgjast með rjúpum í gegnum svona vefmyndavélar. Ég held að svoleiðis myndavélar hjálpi fólki að átta sig á því hvernig náttúran breytist t.d. eftir árstíðum og veðri og sýni  lífshætti dýra. Í næsta eldgosi á Íslandi þá verður sniðugt að koma upp vefmyndavélum svo við getum séð í beinni hvað er að gerast.

Sett hefur verið fram  á Alþingi tillagar þar sem   Árni og 17 aðrir þingmenn vilja kaupa vefmyndavélar fyrir 225 milljónir.

Reyndar finnst mér hluti af þessari tillögu þurfa athugunar við t.d. þetta:

Eftirtaldir staðir eru taldir koma til greina fyrir netsstöðvar: “Gullfoss, Þingvellir, Geysir, Lónsöræfi, Landmannalaugar, Eldey, Bláa lónið, Vatnajökull, Þjórsá, Þórsmörk, Akureyri, Vestmannaeyjar, Stykkishólmur, Árnastofnun, fiskvinnsluhús, bryggjustemning, hvalaskoðun, Skógafoss. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um netstöðvar í netmyndasafni Íslands, andliti Íslands.” 

Sumir af þeim stöðum sem þarna eru taldir upp eru ekkert myndrænir í vídeó. En þetta er góð hugmynd þó mér finnist dáldið skrýtið af hverju þetta þarf að vera svona dýrt. 

Ég held að það sé ekki skynsamlegt að fara út í einhverja miðstýrða aðgerð á þessu sviði. Það er miklu sniðugra að styrkja ýmis konar stofnanir og félög á sviði menningar- og náttúru til að halda úti svona vefmyndavélum og svo að setja upp vefsíðu eða vefsetur  sem tengir þessar sjálfstæðu útsendingar  saman. Á sviðum þar sem svona gífurlega hröð framþróun er eins og í vefmyndavélum og beinum útsendingum þá skiptir mestu máli að þeir sem gera tilraunir með svona útsendingar geti nýtt þá þekkingu á sínu þekkingarsviði. Tækjabúnaður verður mjög fljótt úreldur. Reyndar finnst mér upplagt að náttúrustofur hafi umsjón með og/eða veiti upplýsingar um beinar útsendingar úr netmyndavélum í sínum landshluta. 

Það má kannski segja að náttúrugripasafn þar sem eru uppstoppuð bjarndýr og fuglar sé kannski ekki mest spennandi á 21. öldinni.  Það er hægt að setja upp náttúrusafn á vefnum þar sem er gluggi inn í ýmislegt sem tengist náttúru svæðisins og þar getur verið fræðsluefni í texta og myndum og myndböndum en líka gluggi inn í ýmis konar beinar útsendingar.

Það er líka mjög spennandi að fylgjast með ferðum dýra, þegar settur hefur verið upp sendir og GPS staðsetningartæki á þau. Þannig hafa skólakrakkar á Íslandi og í mörgum öðrum löndum fylgst fylgst með ferðum margæsa um heiminn, sjá bloggið mitt  Fugl dagsins er margæs

Eitt sérstakt áhugamál mitt varðandi vefmyndavélar og vídeóvélar er að geta einhvern tíma í náinni framtíð fjarstýrt svona myndatöku í lofti. Ég hef reyndar hvergi séð það en mig langar mjög mikið til að geta sent ódýrar og næstum einnota myndavélar og tökuvélar upp í loftbelg (þarf ekki að vera nema heliumblaðra) eða flugdreka og látið senda mér loftmyndir, loftmyndir sem eru teknar eru miklu lægra en flugvélar fljúga, kannski bara úr 50 metra hæð. 

Hmmm... væri ekki sniðugt að festa örlitlar einnota myndavélar við fugla. Kannski þyrftu bréfdúfur að eiga eitthvað kombakk í þessu efni, væri ekki hægt að þjálfa þær til að bera með sér litlar myndavélar og fljúga yfir íslenskar óbyggðir. Bréfdúfur koma til baka, þær rata heim, sennilega nota þær segulsvið jarðar. Þær fylgja líka vegum. Ef netumhverfið væri þannig á Íslandi að alls staðar væri hægt að senda beint út á vefnum og það væri hægt að fá örlitlar en samt nákvæmar vefmyndavélar, væri þá ekki hægt að nota bréfdúfur við vegaeftirlit t.d. varðandi vegi á hálendinu?

Grein um bréfdúfur á wikipedia  Homing pigeon


mbl.is Vilja sjónvarpa úr tófugreni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stokkrósir og hjartað í krossfiskum

stokkrosirÉg ætti kannski að spá meira í fallandi gengi krónunnar og góðærið og velmegunina sem hvarf sviplega á Íslandi. Ég ætti kannski að hafa meiri áhyggjur af ástandinu í Tíbet. Ég ætti kannski að kynna mér betur niðurníðslu og húsatóftir í miðbæ Reykjavíkur. En ég spái nú eiginlega ekkert í þetta núna, ég  horfi bara vonaraugum á öll merki um vaknandi vor á Íslandi og langar að sá fræum. 

Ein af þeim jurtum sem mig langar til að sá er stokkrós (latnesk heiti Alcea rosea).  Mér finnst stokkrósir minna svo á gamla tíma  og sveitamenningu.

stokkrosir-husveggurÉg hef séð víða í Kaupmannahöfn stokkrósir vaxa upp við húsgaflana eins og á þessari mynd. Ég hugsa að það myndi prýða mikið miðbæinn í Reykjavík ef fólk ræktaði stokkrósir við gangstéttirnar. 

Ég á nú ekki ennþá nein fræ af stokkrósum til að sá en ég ætla að athuga hvort ég get ekki pantað svoleiðis á Netinu. Það þarf að hafa þolinmæði við ræktun fjölærra jurta, stokkrósir blómstra ekki fyrr en á öðru ári.

Það eru líka til önnur og harðgerari blóm sem geta vaxið við gangstéttabrúnir í litlum jarðvegi. Síðasta sumar safnaði ég töluverðu af fræi af vatnsbera Það eru  afar falleg og harðgerð blóm sem þroska fræ á Íslandi og geta sáð sér úr görðum.  Vatnsberarnir eru blaðfagrir svo þeir eru fallegir líka áður en þeir blómstra.

Ef ég hef tíma í sumar þá ætla ég að skrifa greinar á wikipedia um  íslenskar jurtir eða jurtir  sem þroska fræ hérna og sem ég er að gera tilraun með að rækta. Ég hef þegar skrifað grein um holtasóley og  hafþyrni og svo byrjað á greinum t.d.   Tíbetreynir og um ýmsar jurtir og grös sem vaxa í úthaganum eins og túnsúru.  Ég rakst á ágætt rit eftir nemendur á Hvanneyri, það er 
fóðurjurtakverið  og það væri gaman að setja inn greinastúfa á wikipedia um allar jurtir sem þar er fjallað um. Kostur við að skrifa greinar í wikipedia er m.a. sá að þá er auðvelt að tengja í myndasafn og efni öðrum tungumálum um viðkomandi jurt. Hér er t.d. grein sem ég skrifaði um túnfífill og þar tengdi ég í  Commons myndabankann í  myndir af  túnfíflum. Það eru 2.6 milljónir mynda í þeim myndabanka, myndir sem allar eru með frjálsu höfundarleyfi sem þýðir að það má gjarna afrita þær.

Wikipedia er afar góð í samtímaatburðum en það  er líka afar gott gagnasafn í svona flokkunarkerfum lífríkisins. Það þarf samt að hafa í huga að það er engin miðstýrð ritstýring á wikipedia og greinar um jurtir eru margar skrifaðar af fólki eins og mér, fólki sem hefur ekki sérþekkingu í grasafræði. En sem betur fer þá eru margir sérfræðingar sem yfirfara greinarnar m.a. vegna þess að þeir finna þær við leit í leitarvélum og sjá augljósar villur. Það eru fleiri sem eru á vaktinni og villukemba wikipedia heldur en marga ritstýrða vefi t.d. vísindavefinn.

673px-Krossfiskur-thverskurdur.svgÉg held að það sé meinleg villa í greininni um krossfiska á vísindavefnum, í myndinni sem fylgir greininni. Ég skrifaði grein á íslensku wikipedia um krossfiska og teiknaði vektoramynd í Inkscape skýringarmynd þar sem ég studdist við vísindavefsgreinina og teiknaði náttúrulega hjartað í krossfisknum. Sú mynd var fjarlægð 50 mínútum seinna úr wikipediagreininni af einhverjum sem las wikipedia greinina. Sjá breytingasögu greinarinnar krossfiskar.

En ég er samt ekki alveg viss.

Hafa krossfiskar hjarta? 


Valentina frá Vilnius

Fræðimaður frá Vilnius er núna í heimsókn hjá mér á skrifstofu minni. Ég tók náttúrulega viðtal við hana og sendi út á Netinu. Hér er brot úr viðtalinu:



Athugasemd: Það er svolítið vesen að kóðinn sem kemur frá ustream.tv er þannig að vídeóið byrjar strax að spila, það er ómögulegt ef maður er með mörg vídeó á einni síðu. Eina leiðin sem ég hef fundið til að koma í veg fyrir að spilun hefjist sjálfkrafa er að setja inn

flashvars="autoplay=false" strax á eftir <embed...

 

Vistmenning og rauðar íslenskar

Ég byrjaði áðan á greininni vistmenning   á íslensku wikipedia.  Ég tók saman núna um mánaðarmótin hvað ég hef skrifað margar greinar á íslensku wikipedia. Mér telst til að árin 2006 og 2007 hafi ég skrifað yfir 250 greinar. Hér er yfirlit yfir þær greinar.  Það eru núna 19.729 greinar á íslensku wikipedia en á ensku wikipedia eru komnar 2.204.919 greinar sem er dáldið meira.

Það er sorglega lítill skilningur hérna á Íslandi á hvað lítil málsamfélög eins og hið íslenska hafa mikinn hag af því að byggja upp svona gagnasöfn eins og wikipedia.  Allt starf á wikipedia er unnið í sjálfboðavinnu og enginn fær neina umbun fyrir það starf svo ég viti. Það er í engu mér eða öðrum til framdráttar að skrifa þar inn og oft heyri ég hnýtt í wikipedia og fundið að efni þar og hneykslast á því að þarna geti leikmenn skrifað um efni og þarna sé enginn áreiðanleiki upplýsinga. Það er nú eitthvað annað en þessi vísindalega þekking sem hleðst upp í ritrýndum gagnasöfnum.

Það er eiginlega furðulegt að ég og mörg þúsund aðrir í heiminum skuli skrifa inn í wikipedia, þar af nokkrir tugir á íslensku wikipedia. Hvað rekur okkur áfram að verja svona miklum tíma í svona forsmáða iðju?

 Í janúar í ár skrifaði ég þessar greinar í íslensku wikipedia:

 Lárpera

 Hvíthákarl

Rauðar íslenskar

 Kartöflubjalla

 Kassandra

Langreyður

 Trójuhestur

Ég hugsa að ég skrifi í íslensku wikipedia af því mér finnst miklu varða að fólk viti hvað hlutir eins og vistmenning er og viti hvaða menningarverðmæti er fólgin í rauðum íslenskum.


Hvað er blogg? Talandi hausar

Youtube myndböndin frá Commoncraft hafa farið sigurför um heiminn en þar eru ýmis fyrirbæri í netheimum útskýrð. Hér er eitt nýjasta myndbandið þeirra og það fjallar um blogg og ber titilinn "Blogs in Plain English". Fleiri myndbönd frá þeim má skoða á commoncrafts.com/show.


Þessi myndbönd eru frábært dæmi um hvernig hægt er á ódýran og einfaldan hátt að útskýra fyrirbæri og með því að nota líkingamál sem notendur skilja, vísa til annarra verkfæra sem þeir nota í daglega lífinu. Það eru svona myndbönd sem ég vil að nemendur mínir geti gert, svona stutt og skemmtileg og hnitmiðuð sýnikennsla. Það eru margir sem líta svo á að kennsla eigi að vera talandi hausar og kennsluvídeó eigi að vera kennari við töflu.

berkley-youtube

 Skjámynd af  myndböndum um líffræði frá Berkeley sýna að kennslutæknin er hefðbundin

Núna hefur Berkeley háskólinn í Bandaríkjunum sem og aðrir háskólar sett fullt af kennslumyndböndum á vefinn, á Google videó. Þetta eru fín myndbönd en þetta eru bara upptökur úr kennslustundum, kennari að flytja fyrirlestur við græna töflu. Sumir kennarar gera það reyndar mjög vel og það er fínt að fá að skyggnast svona inn í háskólatíma í einum besta háskóla heimsins. Stundum er ekki verið að skrifa á töflu heldur er kennarinn með glærur eða blöð sem hann sýnir. En það sem ég hef séð af efni þar er ekki efnistök sem taka mið af nýjum miðlum, það að taka upp kennslustundir og setja á Google videó er að sumu leyti líkt og taka prentað efni og setja það á vefinn í pdf skjali.

Vissulega er vefumhverfið ágætis leið til að miðla efni, ef til vill besta leiðin sem við höfum í dag og vissulega getur svona miðlun gert hefðbundna kennslu betri, nemendur geta átt aðgang að upptökum af kennslustundum og spilað aftur þá þætti sem þeir ná ekki í fyrstu. En svona notkun á tækninni er ekki byltingarkennd. Svona notkun á tækninni er það sem flestum dettur fyrst í hug - að nota tæknina til að gera það sem ég geri í dag betur. En til langs tíma þá mun breytt miðlunatækni gegnum vefinn verða til þess að við sem vinnum við kennslu og ýmis konar fræðslu verðum að breyta vinnubrögðum okkar og endurskilgreina hvað felst í starfi okkar. Það getur verið að inn í starf okkar komi ný viðfangsefni og það er öruggt að við getum miðlað efni betur með því að nota þau tækifæri sem ný miðlunartækni gefur og sjá okkur sem kennara ekki eingöngu sem talandi hausa fyrir framan krítartöflu

Myndbandið "Hvað er blogg?" er aðeins meira í takt við nýja tíma í Netheimum en myndbandsupptökurnar af talandi hausum að halda fyrirlestra í Berkeley. 

 


Hnýðingur, blettahnýðir, smáhveli, hnísa

Skemmtilegt að höfrungar leiki sér í fjöruborðinu í Grafarvogi í Reykjavík. Ég hef oft séð seli þar. Vonandi verða ekki veiðihagsmunir stangveiðimanna til þess að svona dýralífi verði útrýmt. Það fer ekki vel saman að hafa dýrar lax- og silungsveiðiár og seli og hvali. Það er hins vegar miklu verðmætara fyrir almenning í Reykjavík og ferðalanga sem hingað koma til að skoða náttúruna að hafa þessa skemmtilegu gesti heldur en peningahagsmunir út af stangveiði í Elliðaánum.

Ég tók eftir að það var engin grein á íslensku wikipedia um hnýðinga svo ég skrifaði grein. Hnýðingar heita víst líka blettahnýðar og þeir eru af ætt höfrunga og ætthvísl tannhvala.  Bloggarar sem skoðuðu myndband Morgunblaðsins greindu  hvalinn sem hnýðing og treysti ég þeirra greiningu.

En svona til að Morgunblaðsfréttamenn viti í framtíðinni meira um hnýðinga þá er núna komin greinin mín á wikipedia og hún vísar í myndefni sem hjálpar til að greina þessa hvalategund. Ég tók eftir að það var afar lítið efni á vef Hafrannsóknarstofnunar um hnýðinga, bara ein grein. Það er þó mikið af góðu efni sem Hafró hefur gert um ýmsa fiska.

Ég verð nú að passa að skrifa grein um sandsíli bráðum á wikipedia. Sandsíli eru ótrúlega mikilvæg í fæðukeðju margra dýra og geta breytingar á sandsílastofni sem stafa af hlýnun jarðar haft mikil áhrif á búskilyrði þeirra dýra.

Ég fann á youtube þetta skemmtilega myndband sem ber titilinn Hnýðingar í Garðinum og ég er að spá í hvort þetta sé tekið í sjó af köfurum við Ísland nálægt Garðinum á Suðurnesjum eða hvort titillinn sé bara listrænt valinn.  Það er mikil fengur af því ef kafarar taka svona myndir af dýralífinu í sjónum, við eigum þess ekki kost að sjá það öðru vísi.


Ég fann út að þetta er myndband frá köfun við Ísland, það má sjá mörg skemmtileg myndbönd hjá köfunarskólanum. Það mætti segja mér að fleiri og fleiri fengju áhuga á að kafa við Ísland. Það er ókannaður heimur víðast hvar.
mbl.is Sjaldséður gestur að hnýsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúfskel í öðru lífi

Í þann mund sem ég var að klára greinina um kúfskel á íslensku wikipedia þá kom Guðmundur ljósmyndari frá 24 stundum til að taka af mér ljósmynd sem birtast á með umfjöllun um ráðstefnu 3F félags um upplýsingatækni og menntun  sem verður næsta föstudag. Ég mun þar halda erindi um annað líf, nánar tiltekið sýndarveruleikaheiminn SecondLife. Það virðist í fljótu bragði ekkert fjarlægara  og ótengdara en  sýndarveruleiki Internetsins og 400 ára gamlar kúfskeljar sem mara í sandi og leir á sjávarbotni við Ísland. 

Það er skemmtilegt að þau dýr jarðar sem nú eru talin elst skuli finnast við Íslandsstrendur. Það er líka áhugavert að þau dýr lifa við óblíð skilyrði og vaxa afar hægt og geta lagað sig að mjög erfiðum aðstæðum og geti haldið sér á lífi með að falla í einhvers konar dá.


Ég fann á Youtube þetta skemmtilega myndband  frá íslenskum kafara af viðureign kúfskeljar og krossfisks. 
mbl.is Íslensk kúskel líklega elsta dýr heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svanir fljúga hratt til heiða

svanur-commonsþað er gaman að því hvernig almenningur getur núna fylgst með ferðalögum dýra í lofti og sjó. Sumir fuglar sem fljúga um Ísland á ferðalagi sínu milli varpstöðva og vetrarstöðva takast á við ótrúlegar þrautir. Þannig er margæsin

Ég er að gera tilraun með að skrifa inn greinar á íslensku wikipedia sem tengjast einhverri moggagrein sem ég blogga um. Það var komin grein um  Álft svo ég bætti við greinum um tvær aðrar svanategundir: 

Hnúðsvanur

Svartsvanur

Ég held að hnúðsvanir komi stöku sinnum til Íslands en ég þekki ekki til að svartsvanir séu hérna eða hafi verið fluttir til landsins.

Sennilega mun nú ekki vera gert mikið að því í framtíðinni að flytja svani til landsins, það er hættulegt út af fuglaflensu. Það er spurning hvenær hún berst til landsins.  

Kannski er hún komin. 

 


mbl.is Hægt að fylgjast með ferð svana á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggari talaði illa um bók, bókarhöfundur fer í mál

Þegar vísindamenn taka upp á að blogga um kóða lífsins og sköpunarkenningar og Darwinisma á þessum síðustu og verstu tímum þá verður allt vitlaust í bloggheimum. PZ Myers prófessor í líffræði skrifaði núna í júlí á bloggið sitt ansi snarpan ritdóm um bókina  LifeCode: The Theory of Biological Self Organization eftir S. Pivar. 

Bloggarinn reyndar hældi bókina fyrir góðan pappír og fagurt útlit og hafði ekki sama að segja um innihaldið. Hann sagði í bloggritdóminum:

I have to add another compliment for the book, though. In addition to the lovely artwork, it&#39;s an extremely high quality print; well bound, on heavy stock, and looking to last a thousand years. It seems no expense was spared getting it published, which is in contrast to the content, and is unusual for such flagrant crackpottery.

Svo fylgir með góðlátleg ábending til höfundar bókarinnar um vinnureglur við svona skrif:

To Mr Pivar, I would suggest a simple rule. Theories are supposed to explain observation and experiment. You don&#39;t come up with a theory first, and then invent the evidence to support it.

En tók bókarhöfundur þessu vel og þakkaði fyrir langan og ítarlegan ritdóm og bloggumfjöllun? Nei, aldeilis ekki. Pivar fór í fýlu og hefur höfðað mál gegn bloggaranum PZ Myers  fyrir rógburð og ærumeiðingar.

Bókin er til sölu á Amazon. Það er svo framsækið fyrirtæki að það leyfir notendum að skrifa umsagnir um bækur og merkja þær með leitarorðum (tagging) svo aðrir notendur geti fundið þær. Það er fyndið að sjá hvernig bókin hefur verið merkt á Amazon og maður spyr sjálfan sig hvenær fyrstu málaferlin verða vegna þess að einhverjum líkar ekki hvernig hans gögn séu merkt. Hér er skjámynd af  leitarorðunum sem tengd hafa verið við þessa bók:

junk-science

Ég hugsa að þetta sé hrekkur þeirra sem lesið hafa um þetta mál á digg eða boing  o.fl. vefsvæðum. 

 Writer sued for a negative review in a blog post

Hér er skilgreining á orðinu crackpottery.

Um hvaða Íslendinga gætum við notað það orð? 


Ævafornir skógar á Íslandi - Surtarbrandur

Það eru líka ævafornir skógar á Íslandi. Fólk sem hefur verið að grafa upp í mýrum hefur sagt frá óhemjustórum trjábolum fornum sem hér hafa komið upp. Sums staðar á Íslandi eru surtarbrandslög en það eru leifar eldgamalla skóga. Surtarbrandur var nýttur sem eldsneyti á Íslandi, langafi minn fótbrotnaði einmitt í einni ferð í surtarbrandsnámuna í Syðridal upp af Bolungarvík. Núna býr systir mín rétt fyrir neðan surtarbrandsnámuna. Hér er mynd frá því í fyrrasumar úr námunni. Það verður að fara inn með kertaljós og helst vasaljós til að sjá eitthvað.

Bolungarvik-surtarbrandur10

Hér er myndasyrpa úr námunni og nánasta umhverfi hennar og leiðinni upp að námunni. Það er mjög fallegt þarna, foss og lækur við námuopið.

Ég skrifaði greinina Surtarbrandur á íslensku wikipedia á sínum tíma.

Það er miður hvað Íslendingar gefa þessum parti íslenskrar jarðsögu/gróðrarsögu lítinn gaum. Einstök flóra hefur varðveist í setlögunum á Íslandi. Ísland er eina landið í Norður-Atlandshafi þar sem finnast landrænir steingervingar frá Míósen til Plíósen.

Ég fann á vefnum mjög fróðlega ritgerð eftir Gísla Örna Bragason: Veðurfar og umhverfi á Míósen á Íslandi

Það stendur m.a. þetta: 

"Þegar setlögin á Vestfjörðum hlóðust upp var landið mun nær meginlöndunum og um miðbik tertíer var landbrú á milli Grænlands og Evrópu. ..... Míósen flóran á Íslandi lifði við hlýtt loftslag á háum breiddargráðum. Gróðurinn hefur þurft að lifa við erfiðar aðstæður, dimma vetra og þar sem sólar gætir lítið. Aðstæðna sem ekki ríkja í samskonar nútíma skógarvistkerfum.
......
Fyrir 15 milljón árum síðan hafi vaxið hér harðviðarskógur við hlýtt og rakt Cfa til Cfb loftslag. Þrátt fyrir að sólar hafi varla gætt yfir dimmustu mánuðina hefur meðalhita yfir vetrar mánuðina verið rétt yfir frostmarki. Í skóginum uxu meðal annars.beyki, rauðviður, lindatré, vatnafura og álmur en lind og beyki eru ekki lengur hluti af flórunni. Skógurinn hefur verið mjög frábrugðinn því sem við þekkjum í dag á Íslandi og engin af þessum tegundum vex hér villt. Þetta hefur verið sumar- og sígrænn laufskógur með íblöndun barrtrjáa sem hefur þakið láglendis- og hálendissvæði landsins. Áætlað meðalárs hitastig 9,3 – 10,5°C og svipar það til ríkjandi loftslags í Norður- Ameríku, Vestur-Evrópu og Austur Asíu í dag. Þau gögn benda til að fyrir 15 milljón árum var mið-Míósen hámark í loftslagi og eftir fylgdi mikið fall á hitastigi í heiminum Niðurstöður rannsókna á plönutsteingervingum hér á landi ber ekki saman við þessar niðurstöður. Hér á landi ríkti frekar stöðugt og hlýtt loftslag fyrir 15 – 10 miljón árum en eftir það verður mikil kólnun. Niðurstöður rannsókna á djúpsjávarseti í Noregshafi styðja það og þær benda til kólnunar 10 milljón ár og að frekar stöðugar og hlýjar aðstæður hafi ríkt á norðlægum slóðum fyrir 17 til 10 milljónum ára. Ástæðan fyrir hlýrra loftslagi í Norður Atlandshafi en annarsstaðar í heiminum er að aukning hlýrra sjávarstrauma upp Atlandshafi til Íslands."

 


mbl.is Ævaforn skógur fannst í Ungverjalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband