Hnýðingur, blettahnýðir, smáhveli, hnísa

Skemmtilegt að höfrungar leiki sér í fjöruborðinu í Grafarvogi í Reykjavík. Ég hef oft séð seli þar. Vonandi verða ekki veiðihagsmunir stangveiðimanna til þess að svona dýralífi verði útrýmt. Það fer ekki vel saman að hafa dýrar lax- og silungsveiðiár og seli og hvali. Það er hins vegar miklu verðmætara fyrir almenning í Reykjavík og ferðalanga sem hingað koma til að skoða náttúruna að hafa þessa skemmtilegu gesti heldur en peningahagsmunir út af stangveiði í Elliðaánum.

Ég tók eftir að það var engin grein á íslensku wikipedia um hnýðinga svo ég skrifaði grein. Hnýðingar heita víst líka blettahnýðar og þeir eru af ætt höfrunga og ætthvísl tannhvala.  Bloggarar sem skoðuðu myndband Morgunblaðsins greindu  hvalinn sem hnýðing og treysti ég þeirra greiningu.

En svona til að Morgunblaðsfréttamenn viti í framtíðinni meira um hnýðinga þá er núna komin greinin mín á wikipedia og hún vísar í myndefni sem hjálpar til að greina þessa hvalategund. Ég tók eftir að það var afar lítið efni á vef Hafrannsóknarstofnunar um hnýðinga, bara ein grein. Það er þó mikið af góðu efni sem Hafró hefur gert um ýmsa fiska.

Ég verð nú að passa að skrifa grein um sandsíli bráðum á wikipedia. Sandsíli eru ótrúlega mikilvæg í fæðukeðju margra dýra og geta breytingar á sandsílastofni sem stafa af hlýnun jarðar haft mikil áhrif á búskilyrði þeirra dýra.

Ég fann á youtube þetta skemmtilega myndband sem ber titilinn Hnýðingar í Garðinum og ég er að spá í hvort þetta sé tekið í sjó af köfurum við Ísland nálægt Garðinum á Suðurnesjum eða hvort titillinn sé bara listrænt valinn.  Það er mikil fengur af því ef kafarar taka svona myndir af dýralífinu í sjónum, við eigum þess ekki kost að sjá það öðru vísi.


Ég fann út að þetta er myndband frá köfun við Ísland, það má sjá mörg skemmtileg myndbönd hjá köfunarskólanum. Það mætti segja mér að fleiri og fleiri fengju áhuga á að kafa við Ísland. Það er ókannaður heimur víðast hvar.
mbl.is Sjaldséður gestur að hnýsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband