Kórónupartý

Ég fór í fyrsta kórónuveirupartíið í gær, það var starfsmannapartý á mínum vinnustað. Flestir á mínum vinnustað nota mikið alls kyns fjarkennslubúnað og eru alvanir að sinna vinnu sinni að stórum hluta gegnum netið. En ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem partíhald  fer fram í gegnum netið. Það var ekki hist á krá í miðbænum eins og venja er heldur inn á Zoom netfundakerfinu. Það var góð mæting, sumir voru komnir í sumarbústaðina sína eða voru í bílnum á leið þangað, sumir voru heima í stofu en höfðu klætt sig upp á, þ.e.a.s. sett einhvern fínan bakgrunn eins og pálmatré á sólarströnd eða partýstemmingu. Þetta var staðlotulokapartý.

Staðlota verður netlota

Tilefnið var að fagna að nú væri búin ein mesta álagsvikan á  misserinu, það er námslota þar sem vanalega er ætlast til að nemendur  mæta á staðinn og heitir staðlota en auðvitað núna breyttist  staðlotan snarlega í fjarlotu og kennslustundirnar sem hefðu verið í stofum breyttust í kennslustofum í Zoom fjarfundakerfinu.

 

Vinnustaður minn sem núna heitir Menntavísindasvið Háskóla Íslands en hét áður Kennaraháskóli Íslands er reyndar brautryðjandi í fjarkennslu og það var að mig minnir eitthvað í kringum 1993 sem fyrsta heildstæða háskólanámið var þar í boði og ég var rosalega önnum kafin þá við að kenna fjarnemum okkar á þessi nýju verkfæri, að nota módem og tölvupóst og tölvupósthópa og að nota tölvur því á þeim tíma voru tölvur alls ekki til á hverju heimili og alls ekki nettenging á heimilum enda var ekki ætlast til að nemendur tengdust frá heimilum sínum heldur var komið upp miðstöðvum í heimabyggð þeirra í grunnskólum eða fræðsluskrifstofum. 

Samveira

En núna er sem sagt ekki bara námið og námsumhverfið komið inn í netheima, núna er líka samveran og félagslífið líka að færast á netið og fólk er að prófa alls konar nýja möguleika fyrir samskipti. Væri ekki sniðugt orð að  nota samveira um alls konar svona samverustundir á tímum kórónuveikinnar?

 

Partýtips

Hér safna ég saman hugmyndum um kórónuveirupartý, samveiru eða zoompartý eða hvað við viljum kalla netgleðina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband