Draugaganga í Edinborg

Marykingsclose006

Fyrir mörgum árum ţegar enn var leyft ađ ferđast milli Íslands og umheimsins  og ferđamenn voru ennţá til ţá fékk ég styrk til ađ fara á tveggja vikna námskeiđi í Heriott Watt háskólanum í  Edinborg í Skotlandi. Ţađ eru 25 ár síđan og ekki margt sem ég man frá námskeiđinu, námskeiđiđ var um menntunartćkni (Edtech og Instructional Design) og kenningar ţví tengt og var haldiđ í verkfrćđideild skólans. Ég man ţó ađ ţar var mikiđ fjallađ um situated learning og instructional scaffolding og constructivism og David H. Jonassen var einn ađalfyrirlesari námskeiđsins. Ég man ađ ég var oft međ einum hollenskum samnemanda mínum ađ vinna á tölvum verkfrćđideildarinnar og hann sýndi mér ţar eitt mjög flott verkfćri sem hann hafđi kynnst í skólanum sínum  ţađ var hinn svokallađi World Wide Web og ég hreifst strax af ţessu fyrirbćri, ég hafđi áđur ađeins kynnst Lynx og slíkum verkfćrum. 

Draugaganga í Mary Kings Close

Seinasta kvöldiđ á ţessu námskeiđi var skemmtidagskrá miđsvćđis í Edinborg. Ţađ var svokölluđ draugaganga (e. ghost walk) ţar sem fariđ var milli draugalegra stađa og ţar var sagt frá hryllilegum atburđum í sögu Edinborgar og sem tengdust ţessum stöđum sem fariđ var á. Ţarna var sagt frá fjöldamorđingjum og alls konar illţýđi og voru notađir alls konar hljóđeffectar, svona eins og raddir töluđu til manns úr fortíđinni. Ég veit ekkert hvar viđ vorum en ég prófađi ađ fletta áđan upp á netinu "Edinburgh ghost walk" og fékk ţá strax upp gamalt niđurgrafin hverfi  Mary Kings Close og ég tel líklegt ađ ţađ hafi veriđ stađurinn sem viđ gengum um.

Fátćkt fólk lćst inni

Ég man hins vegar ekki eftir nema einu atriđi, einum viđkomustađ. Ţađ var draugalegur stađur og hrćddar raddir fólks á öllum aldri í miklu uppnámi töluđu til okkar og svo var okkur sögđ sagan. Hún var svona:

Áriđ 1644 kom Plágan (Svarti Dauđi) til Edinborgar. Ríka fólkiđ flúđi en fátćkasta fólkiđ var eftir og taliđ ađ allt ađ helmingur borgarbúa hafi dáiđ. Sagan segir ađ borgarhliđum  hafi ţá veriđ lćst og fátćka fólkiđ hafi veriđ lćst ţar inni til ađ deyja.

Hér er podkast á ensku sem lýsir ţví sem gerđist:

Plágulćknirinn 

Dr_George_Rae

Hér er sagan af George Rae sem var til og var plágulćknir í Edinborg frá 1645 og myndin er af útbúnađi hans viđ húsvitjanir. Hann var međ nefiđ til ađ hindra öndunarsmit og hann var í skinnfatnađi sem hlífđi honum viđ flóarbitunum sem báru sjúkdóminn á milli. George Rae lifđi pláguna af. En gekk erfiđlega ađ fá reikningana borgađa, enginn bjóst viđ ađ hann myndi lifa. Myndirnar eru frá Wikimedia Commons.

Lćknirinn í plágunni


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband