Ljótar grímur

Screenshot 2020-03-25 at 17.44.48

Ég ætti náttúrulega fyrst og fremst að vera áhyggjufull út af öllum þessum smituðu. En ég er það ekki núna. Kannski út af góða veðrinu og græna litnum sem núna gægist fram í grasinu og gæsahópunum sem ég sé hér út um gluggann og selunum á skerinu.

Ég hef fyrir löngu tekið eftir að gæsirnar hafa einhverja reglu um fjarlægð milli sín þegar þær sitja á grasinu og stundum gengur allur hópurinn samstilltur og heldur alltaf sömu fjarlægð á milli sín.

En selirnir á skerinu þeir geta ekki haldið neinni fjarlægð sín á milli, oft er skerið pakkfullt af selum og ég held að þarna í kring syndi selir sem komast ekki að.

Ég fylgist með fuglum og selum og snjónum í Esjunni  en núna síðustu vikurnar bregður svo við að það er mikið af fólki að ganga á göngustígunum hérna eða hjóla eða hlaupa. Það hefur eins og gæsirnar einhverja reglu um fjarlægð milli sín og er alltaf í litlum hópum einn eða tveir saman, stöku sinnum þrír. Allt þetta fólk á virkum degi í mars er eins og hér væri hásumar og allir í sumarfríi.

En í dag sá ég í fyrsta skipti mann ganga hér framhjá með hvíta grímu svona eins og allt fólkið er með í fréttunum. Ég geri ráð fyrir að maður verði að venja sig við þessa sjón. Ef til vill verður þetta orðið þannig eftir einhvern tíma að allir verða með andlitsgrímur fyrir vitum sér og það þykir dónalegt að vera með alsbert andlit á almannafæri. 

En þessar grímur sem flest fólk ber núna eru bara svo ljótar og framandi, mér finnst þetta helst líkast því að fólk sé með bleyju framan í sér. Ég vona ef maður þarf að þola þessa útlitsbreytingu mannkyns að það verði einhver meiri fegurð og tilbreytni og lífsgleði í þessum andlitsbleðlum.  Eins og er þá tekur þetta andlitið af fólki.

Hér er grein í Guardian um grímuhönnun nýrra tíma
M
yndin hér fyrir ofan er frá að ég held Reuters/AP og er af fólki með flottar grímur.
Gætum við ekki haft ísbjarna- eða selagrímur hérna á Íslandi? 
Eða refagrímur?
Eða grágæsagrímur?

 


mbl.is Spá því að rúmlega 1.500 smitist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húsari. (IP-tala skráð) 26.3.2020 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband