Hóstarkirtill

Hvað er hóstarkirtill? Ég vissi það ekki fyrr ég fór að lesa mér til meira um líffærafræði og ónæmiskerfi eftir að tími kórónuveirunnar brast á. Ég hélt út af nafninu að hóstarkirtill væri eitthvað sem tengdist hósta en fór svo að lesa mér til og veit núna að svo er ekki, þetta er líffæri sem við öll fæðumst með og er nokkuð stórt á barnsaldri en hrörnar með aldrinum og hverfur á  efri árum. Svo virðist sem  þurfum ekki neitt á hóstarkirtli  að halda þegar við erum fullorðin.

Illu_thymus

En hóstarkirtillinn sem einnig nefnist týmus er lífsnauðsynlegur ungum börnum og þar er hann virkur og gegnir hlutverki í hvernig ónæmiskerfi þeirra vinnur á sýkingum. 

 

Hóstakirtill og Covid-19

Líffærið hóstarkirtill er sem sagt virkt í ungum börnum og hrörnar með aldrinum og er horfið í öldruðu fólki. Það er athyglisvert að  Covid-19 sóttin sem núna gengur yfir heiminn að hún er sérlega hættuleg öldruðu fólki en virðist ekki leggjast þungt á börn. Getur það tengst  starfsemi hóstarkirtils?

Ég sá í fjölmiðlum í gær frétt um fyrsta dauðsfallið af völdum Covid-19 í Zimbabe. Það kom fram að hinn látni var frekar ungur maður en hann var með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast vöðvaslenfár. Ég fór að lesa um þann sjúkdóm og mér sýnist það oft einkenna hann að sjúklingar fá æxli í hóstarkirtil eða offjölgun fruma þar. 

AHA! ég gúglaði áðan með leitarorðunum "thymus covid-19" og það virðast fleiri tengja hversu börn eru lítil næm fyrir Covid-19 við hóstarkirtil. Ég hefði átt að vera vísindamaður. 

 

Tenglar

* Hóstarkirtill

Hóstarkirtill á ensku wikipedia

Vöðvaslenfár

Set hér ef ég finn greinar sem tengja Covid-19 við hóstarkirtil.

Children Less Severely Affected by COVID-19, Scientists Find 19. mars 2020
áhugavert í þessari grein er að það tekur hugsanlega lengri tíma hjá börnum að losna við sýkinguna úr líkamanum og það ætti að huga að því að smit getur orðið gegnum þvag og saur ungbarna.

* Researchers generate atlas of thymus to understand T-cell development
áhugavert að það er núna reynt að búa til nákvæmt kort af hóstakirtil með það markmið að nota genatækni til að búa til gervihóstakirtinn og T-frumur  "this information could help researchers to generate an artificial thymus and engineer improved therapeutic T cells"
Hér er grein í Science um þessa hóstakirtilskortlagningu.

First hint that body’s ‘biological age’ can be reversed
Það er spennandi ef hægt er með vaxtarhormóni að örva hóstarkirtill aftur til að vinna á sýkingum: 
"The latest trial was designed mainly to test whether growth hormone could be used safely in humans to restore tissue in the thymus gland. The gland, which is in the chest between the lungs and the breastbone, is crucial for efficient immune function." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Þú ættir kannski að skoða hana, Hulda Clark, hún er lífeðlisfræðingur í USA og áhveðnar skoðanir á mikilvægi hóstarkirtilsins.

Haukur Árnason, 24.3.2020 kl. 22:54

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Svo er spurning hvort gamla fólkið hrökkvi frekar upp af bara af því að það er orðið slappara en börnin.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.3.2020 kl. 00:44

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Athyglisvert, takk fyrir fræðsluna.  Gæti verið að þessi varnarkirtill rýrni í réttu hlutfalli við notkun, þe sýkingarnar á ævinni?

Kolbrún Hilmars, 25.3.2020 kl. 12:30

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þessi Hulda Clark sem þú talar um Haukur er væntanlega þessi https://en.wikipedia.org/wiki/Hulda_Regehr_Clark  hún er látin og virðist hafa verið einhvers konar kuklari sem vildi "zappa" sjúkdóma úr fólki. Skemmtileg hugmynd en sýnist hún hafa verið umdeild í meira lagi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 25.3.2020 kl. 18:35

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Kolbrún, það er athyglisverð kenning, held að hóstarkirtill gegni hlutverki sem ekki er fullrannsakað. Hóstarkirtill alla vega gegnir miklu hlutverki hjá börnum í ónæmisvörnum. Kannski verður hægt að nota alla þessa nýju líftækni til að búa til hóstakirtla í aldrað fólk - eða örva þá sem fyrir eru og eru hrörnaðir - og það gæti orðið líffæri til að fólk byggði sjálft upp sínar varnir gegn smitsjúkdómum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 25.3.2020 kl. 18:40

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Salvör, mér datt þetta í hug eftir útskýringar þínar og tengdi við blaðaviðtöl undanfarið við fólk sem náð hefur 100 ára aldri. Flestir þeir sögðust hafa verið heilsuhraustir og varla kennt sér meins á ævinni.

Kolbrún Hilmars, 26.3.2020 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband