Grímulaus sannleikur

Núna lætur stóra öfluga skrýtilega stýrða grannríki okkar í vestri þau boð ganga út um heimabyggðir sínar að allir eigi að hylja andlit sitt með heimatilbúnum slæðum og bleðlum. Það hefur líka brotist út grímustríð.

pixabay-covidgrima

Það breytist svo margt svo fljótt í samfélögum núna, ekki hefði maður séð það fyrir að nokkrum misserum eftir að allt ætlaði að tjúllast yfir að konur í vissum trúarfélögum vildu bera blæjur og höfuðklúta þá verði dagsskipunin sú að fara fram á að allir beri slík klæðisplögg.

Það er reyndar líklegt að kvenfatnaður sem hylur andlit henti afar vel í brennandi sól og sandi og þar sem er mikið af sandflugum og bitmý og allt eins líklegt að slíkur fatnaður hafi þróast vegna aðstæðna en svo fengið seinna upprunasögu sem sótt var í trú. 

Núna er mælt með að fólk í New York hylji sig með sjölum og slæðum. 

Það hefur í gegnum árin myndast ýmis konar tíska meðal kvenna varðandi slæður og höfuðbúnað og það verður gaman að sjá hvernig götutískan breytist núna og við öll förum að ganga með blæjur. Eiginlega verða Frakkar og kannski fleiri lönd að breyta sínum lögum, mér skilst að það sé bannað að vera með blæju á almannafæri þar. 

640px-Hijabis_-_2017_(37019672366)

Mér sýnist þessi búnaður hijab vera ansi hentugur fyrir þá sem vilja svara kalli bandarískra stjórnvalda. Í okkar læknastýrða Íslandi þá fáum við þau boð að andlitsgrímur hafi lítið sem ekkert að segja nema við séum smituð og viljum vernda þá sem eru í kringum okkur og ef svo er þá eigum við ekki að vera í kringum neinn. 

Heimagerðir grímur

Hér er myndband um hvernig gera má nettar grímur

Hér eru svo snið fyrir heimagerðar grímur.

Já og hér fyrir heimagerðar skurðstofugrímur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er þetta mynd af dömubindum?

Ég sæi fyrir mér fólk gangai með dömubindi á kjaftinum út á götu, ég held að það fari ekkert að gerast.

Kveðja frá Montgomery Texas.

Jóhann Kristinsson, 4.4.2020 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband