New York ..... I don't like mondays

Ég fór í fyrsta skipti til New York  í janúar 1979 og ţađ var líka í fyrsta skipti sem ég fór til útlanda. Ég hefđi alveg eins getađ veriđ marsbúi ţarna, allt var svo framandi. Helsta heimild mín um amerískt ţjóđlíf fyrir ţann tíma var skrípamyndatímaritiđ Mad og svo  eldgamlar bandarískar bíómyndir sem sýndar voru í Rúv og svo međan Kanasjónvarpiđ náđist ţá hefđi ég fylgst međ "I love Lucy" og Bonanza.

En útlöndin voru öđruvísi, ţađ var meiri harka, verra loft og minni sól og ţađ var mökkur af gangsterum, fíklum, melludólgum, vćndiskonum og útigangsmönnum. Ţađ var alltaf skuggi á götunum í háhýsahverfunum á Manhattan. Ég sá strax fyrstu mínúturnar í borginni ađ útigangsmennirnir voru ţeir sömu og hérlendis eru í ýmis konar vistheimilum og vćndiskonurnar á götuhornunum voru allar svartar.  Svo heillađist ég af sjónvarpinu á hótelinu og fjarstýringu. Ég hafđi ekki séđ ţannig grip og aldrei veriđ í umhverfi ţar sem síbyljan dunar á mörgum sjónvarpsrásum. Ég skemmti mér viđ ađ klikka á fjarstýringuna og ég man eftir hvađ ég hugsađi ţegar ég starđi forviđa á frođuna sem vall ţar fram. Ţađ var allt eins og guđdómlegur gleđileikur á ţessum rásum og miklir brandarar og spenna, raddir sem  töluđu af innlifun og persónur sem geisluđu af gleđi, tónlistin var dramatísk og hápunkturinn í öllum frásögnum var ađ borđa eitthvađ  og auglýsingar og efni runnu saman í eitt,  ég var ekki vön ţví frá landinu kalda.

Ég fór á tónleika međ hljómsveitinni Dr. Hook í Radio City Hall og um leiđ og tónleikarnir byrjuđu ţá gaus upp reykjarmökkur. Ég hélt ađ ţađ vćri kviknađ í en svo fattađi ég ađ allir voru ađ reykja og ţađ voru ekki sígarettur.  Hljómsveitin var á sama hóteli og viđ hittum ţá á barnum eftir tónleikana.

Svo man ég eftir fyrstu fréttunum sem ég hlustađi á í landi Bush eđa landi Nixons eins og ţađ var ţá, ţar var fréttin um Brendu Spencer sem var sextán ára og mćtti á mánudegi í skólann sinn međ rifill og skaut á allt kvikt. Hún sagđi "I don't like mondays" og hún sagđist vera ađ lífga upp á daginn. Ég héld ađ svona vćru fréttirnar í USA, ţetta vćri hversdagslegur atburđur í ţessu skrýtna landi, mér fannst ţetta líka í takt viđ lífiđ sem ég sá á götunum. 

Ţađ var fyrst seinna ţegar ég heyrđi sönginn hjá  Bob Geldof og  Boomtown Rats "I don't like mondays" sem ég áttađi mig á ţví ađ ţetta voru óvenjulegar fréttir. Ţessi söngur er New York og Ameríka í mínum huga. Gaman líka ađ hlusta á ţessa gömlu upptöku og hlusta á textann sem byrjar á ţví ađ kenna tölvuflögu í heila stúlkunnar um mánudagsćđiđ sem á hana rann. Hvađ skyldi hafa veriđ sungiđ um í dag?

 Hér er frásögn af vođaverkinu:

On  29 January 1979, 16-year-old Brenda Ann Spencer opened fire on children arriving at Cleveland Elementary School in San Diego from her house across the street, killing two men and wounding eight students and a police officer. Principal Burton Wragg was attempting to rescue children in the line of fire when he was shot and killed, and custodian Mike Suchar was slain attempting to aid Wragg.

Spencer used a rifle her father had given her as a gift. As to what impelled her into this form of murderous madness, she told a reporter,''I don't like Mondays. This livens up the day.'' 

New York minning mín og ţessi fyrstu mót mín viđ heiminn utan Ísland og fréttir annars stađar en í gegnum síu RÚV  er  fréttin af mánudagsdrápinu á versta degi ársins og  minningin er líka tengd hljómsveitinni Dr. Hook og  reykjarkófinu í Radio City Hall .

Síđan ţá hef ég haldiđ upp á mörg lög međ ţeirri hljómsveit. Hér eru tvö ţeirra:

Sylvias mother

Carrie me, Carrie

 


mbl.is Versti dagur ársins í vćndum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband