Kínverjar í landakaupaham

Í blađagreinum speglast núna hrifning varđandi  fyrirhuguđ kaup kínversks ríkisbubba á íslenskri jörđ, jörđinni Grímstöđum á Fjöllum sem nćr yfir 30 ţúsund hektara,  ţar verđi  margra tuga milljarđa uppbygging  og fimm stjörnu hótel  byggđ , ţar verđi umhverfistengd ferđaţjónusta.   Össur utanríkisráđherra  sem sparađi ekki stóryrđin í útrásinni  og sá gróđann bara detta ofan á okkur rétt áđur en ţjóđin varđ gjaldţrota og Icesave og ástarbréfafarg bankanna skall á  okkur(sjá t.d. hérna í október 2007) er mjög hrifinn, hann segist fagna erlendri fjárfestingu og uppbyggingu í ferđaţjónustu (halló Össur, ţađ er veriđ ađ tala um JARĐAKAUP KÍNVERSKRA AĐILA, ţađ sama og er ađ gerast út um allar álfur).

Ţađ má vel vera ađ fyrirtćkiđ Zhongkun Group sé eingöngu fyrirtćki í ferđaţjónustu sem hefur enga hulda stjórnmálahagsmuni eđa samtvinnun viđ stefnu kínverskra stjórnvalda  ţegar ţađ kaupir jarđir á Íslandi en ţađ er satt ađ segja frekar ósennilegt. Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá neinum ađ ţađ eru ákaflega mikil umsvif kínverska sendiráđsins hérna og ţetta fyrirtćki Zhongkun Group hefur fyrir ári síđan stofnađ sjóđ fyrir menningarsamskipti Íslands og Kína. Ţađ ţarf enga sérstaka ófreskigáfu til ađ líta á ţađ sem liđ í almannatengslum fyrir fyrirhuguđ uppkaup hérlendis.

Í Kína er allt land í opinberri eigu eđa eigu samyrkjufélaga, ţeir sem yrkja landiđ hafa bara afnotarétt af ţví og geta veriđ reknir í burtu hvenćr sem stjórnvöldum ţóknast. Ţannig voru milljónir manna reknir frá heimkynnum sínum ţegar Ţriggja gljúfra stíflan var byggđ og nú stendur til ađ reka  2.8 milljónir manna úr heimkynnum sínum í Shaanxi hérađi í Kína.  Ţađ er sagt vera til ađ bjarga íbúum ţar úr sárri neyđ en ţađ getur vel veriđ ađ hagsmunir námafyrirtćkja skipti hér líka máli (sjá ţetta blogg China´s Largest Land Grab ).   Útlendingar geta alls ekki keypt land í Kína, Kínverjar geta ekki sjálfir keypt land í Kína. En kínversk fyrirtćki, handbendi kínverskra stjórnvalda, handbendi til ađ tryggja Kína yfirráđ yfir auđlindum og ađföngum til framleiđslu fara nú  međ brugđnum brandi  yfir mörg lönd, ekki síst ţar sem regluverk er veikt og engin gćtir ađ hagsmunum ţarlends almennings, ekki síst ţar sem bćđi stjórnvöld og fjármálakerfi er spillt.

Í lögum margra ríkja eru lagalegar hindranir á ţví ađ útlendingar eigi ţar land.  Í sumum löndum t.d. Noregi eru strangar reglur varđandi bújarđir, um ábúđarskyldu og nytjar eigenda.  Margar fyrrum nýlenduţjóđir hafa veriđ í ţeirri stöđu ađ allar helstu jarđeignir og framleiđslutćki voru í eigu fjarlćgra ađila sem ekki einu sinni bjuggu á landareigninni heldur í eigu ríks fólks í fjarlćgum löndum sem  sugu  til sín ágóđann af striti fólksins en lögđu ekkert til samfélagsins. Fátćkir leiguliđar og  ţrćlar sem höfđu engar ađstćđur til ađ bćta líf sitt  strituđu í fátćkt fyrir ríka og fjarlćga landeigendur.

Núna er ţađ sama ađ gerast á öđruvísi hátt. Nýlendukúgararnir og ţrćlahaldararnir koma núna fram undir merkjum hinar alţjóđlegu viđskiptahringekju, hringekju sem framleiđir pappíra og ţyrlar ţeim til og frá.  Núna eru grimmu landeigendurnir međ ágóđaglampa í augum ekki nýlenduherrar gömlu nýlenduveldanna heldur stjórnendur alls konar vogunarsjóđa sem eru flćktir saman í einhverri bendu ţannig ađ enginn veit haus eđa sporđ á.  Ef til vill eru margir kaupendur jarđeigna og hráefnafyrirtćkja í heiminum í dag kínversk stjórnvöld í gegnum alls konar fyrirtćki og fronta, og kannski er hugsunin á bak viđ kaupin sú ađ tryggja framtíđarhagsmuni Kína, hagsmuni sem viđ sjáum ekki alveg fyrir í dag.  Viđ vitum ađ í dag er háđ stríđ út af ađgangi ađ orku og auđlindum og viđ vitum ađ ríki nálćgt okkur hafa ekki svifist neins til ađ tryggja ađang sinn og fundiđ sér svo einhverja réttlćtingu seinna. Viđ vitum líka ađ á Norđurslóđum, í nágrenni Íslands eru miklar orkulindir og mikilvćgar framtíđar siglingaleiđir.  Ţađ má benda á ađ Kína er vaxandi herveldi og ţađ er ekki víst ađ framtíđarstríđ ţess ríkis verđi öll háđ í Asíu.  Og Bandaríkjamenn taka svo sem alveg eftir landakaupum og ađstöđusamningum Kínverja ţó ađ hernađarumsvif Kínverja séu ekki áberandi ţegar ţeir kaupa upp land í Idaho og innan Bandaríkjanna og Evrópu:  

In the western hemisphere, China is relying largely on market forces and is not following up with its military. China is very aware that Brazil is America's backyard.
In Africa it's another story. China's quest to control resources is often followed up with military ties. This poses a challenge to the US, which has responded by stepping up its own military presence.
 

En Íslendingar eru varnarlausir og grandalausir og sjá ekki hvađ er ađ gerast.

Hér eru nokkrar slóđir um landakaup, sérstaklega landbúnađarlands.


mbl.is Tugmilljarđa fjárfesting á Fjöllum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ţeir hafa keypt allar jarđir í Ástralíu sem liggja ađ ám og vötnum og rćkta hrísgrjón, og ástralir mega ekki einu sinni vökva garđinn hjá ţér.  Svo ţađ má fara varlega í ađ selja kínverjum eitt eđa neitt.  Ţar er ekki til nein manngćska eđa slíkt.  Heldur púra business.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 25.8.2011 kl. 13:16

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Góđ hugleiđing.

"Hyggst fjárfesta í grćnni ferđamennsku og náttúruvernd" eitthvađ á ţessa leiđ hljómađi fréttin. 

Ţađ getur vel veriđ ađ tortryggnin sé mann lifandi ađ drepa, en seint sé ég mig taka 18 holur á Grímsstöđum á Fjöllum.

Kína er međ "agenda", hvikar hvergi frá ţví, og ţetta er einn naglinn í ţá brú!  Ţó erlend fjárfesting sé knýjandi á Íslandi, ţá ţarf ađ kalla hlutina eins og ţeir eru.   Thailendingar rćkta góđ hrísgrjón, ţeir ráđa engu um verđiđ ţví milliliđurinn og eigandinn; Kína, er frekur til fjárins. 

Eins og ţeir segja hér í varfćrnasta hagkerfi heims;  "If it sounds too good to be true, it probably is!"

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.8.2011 kl. 19:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband