Fínir kandidatar hjá Vinstri Grænum

Mér líst bara vel á úrslitin hjá Vinstri grænum. Það verður fínt fólk í efstu sætunum.  Verst að ég gat ekki kosið því ég er ekki í Vinstri Grænum  og gæti nú samvisku minnar ekki gengið í þann flokk bara til að kjósa inn félaga mína úr Femínistafélaginu.  Ég læt mér nægja að vera samviska Framsóknarflokksins. 

Ég hefði kosið Kolbrúnu, Andreu og Kristínu og Guðfríði Lilju og Ögmund, Katrínu og Árna Þór.  Ég hef fylgst með störfum þeirra allra og treysti þeim vel í stjórnmálastarfi. Andrea og Kristín voru nú ekki í baráttunni um toppsætin en þær eiga framtíðina fyrir sér í stjórnmálum. Það kom mér reyndar á óvart að Árna Þór skuli ekki hafa gengið betur. En ætla vinstri grænir ekki að vera með fléttulista, þá myndi hann komast ofar út af kynjakvóta. Það myndi reyndar vera dáldið skemmtilegt í ljósi þess hvernig Vinstri Grænir skipuðu sinn lista í borgarstjórn. Það var virkilega flott að vera þá einir með konu í fyrsta sæti og átti Árni Þór sinn þátt í að stuðla að því.

Ég hef nú ekki gert formlega könnun en ég held að Vinstri Grænir séu meiri bloggarar en aðrir. Reyndar held ég að því fjær sem stjórnmálaöfl séu valdinu þeim mun líklegri eru þau til að nota nýjar aðferðir í miðlun.  Nafnarnir  Björn Ingi og Björn Bjarnason eru nú undantekningar í  stjórnmálaflokkum við stjórnvölinn en ég held að það stafi út af því að þeir eru báðir með bakgrunn úr blaðamennsku og átta sig því betur á þessum nýja miðli sem bloggið er. Blogg þeirra er partur af stjórmálaumræðu. Siv áttar sig líka vel á hve öflugur miðill bloggið er en hún notað það á annan hátt til að miðla upplýsingum um störf sín til fólks sem ekki er líklegt til að lesa pólitíska langhunda. Sá hópur er nú meirihlutinn af kjósendum. Siv notar markvisst myndir til að miðla upplýsingum um störf sín og ná til fólks. Fáir stjórnmálamenn hafa ennþá skilning á því hve mikilvægt það er. Ég var að skoða vefsíðu Katrínar Jakobs áðan. Ég nennti ekkert að lesa langhunda um pólitík, smellti bara beint á tengill þar sem stóð Myndir og varð fyrir vonbrigðum þegar bara birtist ein pínkulítil óskýr og óspennandi mynd. Katrín á langt í land með að ná Siv í þessu.


mbl.is Ögmundur, Katrín og Kolbrún efst í prófkjöri VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband