Grýla Ómars Ragnarssonar

Grýla Ómars Ragnarssonar á heima viđ Kárahnjúka og ef hún greiđir á sér háriđ ţá er ţađ reitt og rifiđ eins og ryđgađ víradrasl. Ég náđi ađ festa á mynd Kárahnjúkagrýluna ţar sem hún er á ferđ í einum af trukkum sínum fullum af grjóthnullungum sem hún er núna ađ bryđja niđur í sinni stóru og miklu steypuhrćrivél.

karahnjukagrjotbill
Salvör teiknađi Grýlu á mynd Friđriks Dýrfjörđ af grjótflutningsbíl viđ Kárahnjúka

 

Hér er ţađ sem ég skrifađi um Grýlu Ómars áriđ 1996:

Grýlukvćđi Ómars Ragnarssonar

Í nćstelsta kvćđinu, Grýlukvćđi Ómars Ragnarssonar býr Grýla stórbúskap í helli, hefur mikiđ umleikis og notar sleggju, járnkarl og steypuhrćrivél viđ matargerđ og étur međ skóflu. Hár hennar er eins og ryđgađ víradrasl. Ţessi Grýla sveltur ekki, hún hefur tekiđ tćknina í sína ţjónustu, hún eldar og umbreytir einu efni í annađ og framleiđir vörur ofan í hyski sitt. Endurspeglar ţessi Grýla óttablandna lotningu á framkvćmdum, stóriđju, virkjun fallvatna og beislun manna á náttúrunni? Má ţekkja óvćttinn á ryđguđu víradrasli? 

Brot úr Grýlukvćđi eftir Ómar Ragnarsson:

Já matseldin hjá Grýlu greyi
er geysimikiđ stređ.
Hún hrćrir deig, og stórri sleggju
slćr hún buffiđ međ.
Međ járnkarli hún bryđur bein
og brýtur ţau í mél
og hrćrir skyr í stórri og sterkri
steypuhrćrivél.
Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla
í gamla hellinum.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Grýla er hörkukerling ţótt hún sé kanski ekki snyrtilegasta fljóđiđ.  Flott tenging á ţessari "hetju" okkar íslendinga ......  

www.zordis.com, 9.12.2006 kl. 11:03

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

"Grýla í Gamla hellinum" er góđur punktur og passar viđ ţessi ömurlegu göng sem veriđ var ađ bora. Er Grýla okkar daga Frikki Sóf?

Hlynur Hallsson, 10.12.2006 kl. 00:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband