Orđ dagsins er seiđmagnađ

Til bókmenntaverđlauna eru tilnefndar bćkur eftir  fágćta höfunda sem skapa seiđmagnađ andrúmsloft og seiđmagnađar bćkur ţar sem meginstefin eru sterkustu öflin í mannlegri tilveru.  Ţetta er nú bara orđalag sem útgefandi hinna seiđmögnuđu sendir frá sér til ađ lýsa vörunni.  Ég vona alla vega ađ bćkur Braga og Ólafs séu ekki eins bragđdaufar og  ţessar seiđmögnuđu lýsingar. 

 En ég spái í hvort söguhetjurnar  Sturla Jón og Gísella Dal hafi einhvern sameiginlegan ţráđ, eitthvađ sem bendir á tíđarandann og núiđ og núningsfletina á Íslandi.

 Ţessa fann ég um Sendiherrann eftir Braga Ólafsson,
"Sagan af íslenska ljóđskáldinu Sturlu Jóni Jónssyni lýsir glímu hans viđ hinn miđur ljóđrćna raunveruleika, en einnig baráttu hans viđ glćpamanninn sem býr í okkur öllum. Hinn menningarlegi sendiherra lands síns ţarf ađ bregđast viđ óvćntum áföllum á erlendri grund, en einnig gleđilegum eins og kynnunum af skáldkonunni Liliyu Boguinskaia, og hann ţarf ađ kljást viđ ţá ógn sem hans eigin sköpun hefur í för međ sér - ţau ţungu sannindi ađ til ađ vera viđ sjálf ţurfum viđ ađ stela frá öđrum. "

Ţetta fann ég um Tryggđarpant Auđar Jónsdóttur
"Gísella Dal lifir fullkomnu lífi. Hún býr í stórri íbúđ, er fastagestur á fínustu snyrtistofum, drekkur eđalvín og borđar exótískan mat, á milli ţess sem hún skrifar stöku grein í tímarit, meira til gamans. En dag einn fćr Gísella ţćr fréttir ađ ríkulegur arfur ömmu hennar sé uppurinn og ađ hugsanlega ţurfi hún ađ fórna öllum sínum lífsstíl og fara ađ vinna fyrir sér. Ţar til henni hugkvćmist ađ fá sér leigjendur ..."

Ég las líka ritdóminn sem Soffía Auđur Birgisdóttir skrifađi um Tryggđapant í dag.

Alla vega er ţađ sameiginlegt ađ bćđi Sturla og Gísella eru ekki bćndur eđa vinna í fiski  ala Bjartur og Salka Valka  og virđist vera einhvers konar afćtur og   sögur af ţeim fjalla um Ísland og alţjóđavćđinguna. Sögusviđiđ er ekki sjávarţorpiđ eđa bóndabćrinn, núningurinn er ekki milli borgar og sveitar heldur milli Íslands og útlanda. 

Guđlausir menn er sennilega ađeins nýrri tónn í bókmenntum. Um ţá ljóđabók segir: "Ljóđmćlandi svo persónulegur ađ oft er eins og veriđ sé ađ lesa upp úr bloggsíđu, ţar sem bloggađ er í skjóli nafnleysis og persónuleg vandamál og holskeflur ţćr sem steypast yfir fólk eru gerđar opinberar. ". 

Blogg eru ekki endilega persónuleg en blogg eru saga sögđ frá sjónarhóli og vitund ţess sem skrifar. Ţađ er fróđlegt ađ sjá hvernig bloggskrifmenning heldur innreiđ sína í bókmenntir. Sennilegt er ađ ţeir rithöfundar sem munu vaxa upp á nćsta áratug fái sína fyrstu skrifreynslu á bloggi. Bloggskrifmenning seitlar hćgt og síast inn í bókmenntir, Hallgrímur Helgason gerđi tilraun í fyrra međ bloggandi sögupersónu.


mbl.is Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverđlaunanna kynntar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband