Mynd mín af Hallgrími Péturssyni

Ég ætlaði á sýninguna í Hallgrímskirkju á laugardaginn þar sem margir listamenn sýna myndir sínar af Hallgrími Péturssyni en ég fór dagavillt. Ég skóp því mína eigin mynd af Hallgrími Péturssyni í þann efnivið sem ég þekki. Þemað er holdsveiki og trú, líkami og sál.

Hér er myndin:

Myndin af Hallgrími

Myndin er  er remix mitt úr þremur myndum sem ég fann á Wikimedia Commons. Þema myndarinnar er innblásin trú, mót austurs og vesturs, þeir sem eru utan gátta, veikir afskæmdir og útskúfaðir.  Bakgrunnurinn er mynd úr kórani Al Andalus frá 11. öld og mynd af holdsveikrakapellu í Cambridge. Í forgrunni er máluð mynd af íslenskri holdsveikri konu úr Íslandsleiðangri fyrri tíma.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Svanur Daníelsson

Þetta er skemmtileg mynd og flott hugsun á bak við hana.

Þú skalt endilega kíkja á sýninguna, þarna eru margar áhugaverðar myndir og skemmtileg sýn á Hallgrím, til dæmis eftir Georg Guðna og Aðalheiði Valgeirsdóttur. 

Árni Svanur Daníelsson, 7.12.2006 kl. 19:12

2 Smámynd: www.zordis.com

Forvitnilegt og skemmtilegt samspil. Mjög áhugavert að vinna eftr þema!  gæsilegt.

www.zordis.com, 7.12.2006 kl. 23:01

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

já, ætla að skoða sýninguna, það er ennþá meira gaman núna þegar ég er búið að gera mína eigin mynd af Hallgrími.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.12.2006 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband