Jól í Bolungarvík

Hanhóll - JólatréðÉg fékk í tölvupósti myndir frá systur minni af jólahaldi þeirra á Hanhóli við Bolungarvík og bætti þeim í jólaalbúmið. Það er auðvelt að setja margar myndir í einu inn í albúmið. Ég er mjög ánægð með hve einfalt er að setja inn myndir og myndbönd á moggabloggið og svo tengja í þetta í bloggum. Fæstir bloggarar  virðist þó nota þetta, eins og er þá virðast flest blogg eingöngu vera texti og svo tengingar í myndir sem fólk finnur annars staðar á vefnum.

Það er sniðugt ef ættfólk er víða um land að senda svona myndir til að fylgjast með börnum. Ég sakna þess mikið að hitta ekki litlu frænkur mínar oftar. Elsta systirin er nú komin í nám í Reykjavík þannig að ég sé hana oft.

Hér eru nokkrar myndir af heimasætunum frænkum mínum á Hanhóli í Bolungarvík. 

 

 

Hanhóll - Magnea Gná með jólagjafir

Hanhóll - systur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband