Færsluflokkur: Vefurinn
15.12.2006 | 14:53
Tóm steypa hjá Orðinu á götunni
Bloggið Orðið á götunni er orðið þreytt á amstrinu sem fylgir því að vera að skúbba og skúra á hvurjum degi alla ranghalana í íslensku þjóðlífi. Sennilega bara komið í jólastuð og ætlar að fara að föndra og baka með börnunum eins og allir hinir.
Það er hins vegar tóm steypa sem stendur á útgöngublogginu hjá þeim:
" Ólíkt því sem var þegar Orðinu á götunni var hleypt af stokkunum í byrjun júní síðastliðnum er nú hægt að velja milli fjölmargra góðra bloggsíðna þar sem fjallað er óstaðfestar fréttir, orðróm og lesið á milli línanna í fréttum hefðbundinna fjölmiðla. Það er mjög góð þróun og stuðlar að öflugri þjóðfélagsumræðu.
Mikið af því sem áður var aðeins rætt á göngum og í hinum frægu reykfylltu bakherbergjum er nú um leið komið út á netið og því er orðið erfiðara en áður fyrir menn að reyna að stýra umræðunni í þann farveg sem þeir kjósa. Hún öðlast þvert á móti sjálfstætt líf. Stjórnmálamenn og forystumenn í viðskiptalífi hafa ekki lengur efni á tjá sig ekki um erfið mál og hið sígilda áhyggjuefni um að hægt sé að misnota völd yfir fjölmiðlum er ekki jafn aðkallandi."
Í fyrsta lagi þá hefur árum saman verið nóg af slúðri og óstaðfestum fréttum og orðróm á Netinu. Það hefur jafnt verið á bloggi sem og á spjallvefjum s.s. malefnin.com.
Í öðru lagi þá er ekkert erfiðara nú en áður "að stýra umræðunni í þann farveg sem þeir kjósa". Það er blekking að bloggheimur bjóði upp á einhvers konar óhefta tjáningu það sem einhverjir óskilgreindir þeir geta ekki stýrt umræðunni. Sá sem ræður leikreglunum og á eða hefur einhver áhrif á virkni miðsins getur alveg stýrt umræðunni. Einmitt þessi fjörugi samfélagsvettvangur sem nú er að myndast hérna á moggablogginu er alveg undir hælnum á Morgunblaðsveldinu og það er hægur leikur að stýra umræðunni þar og beina kastljósi að ákveðnum bloggurum eða passa að ekkert kastljós beinist að öðrum. Það hefur farið fram fjörug umræða á femistapóstlistanum einmitt um moggabloggið og hvernig það beinir kastljósinu að ákveðnum aðilum sem flestir hafa það sér til ágætis að vera karlkyns.
Í þriðja lagi þá er Bloggið á götunni bara hvítvoðungur í bloggheimum og það er bara krúttlega barnalegt hjá því að segja allt hafi breyst frá því að þeir byrjuðu að blogga núna í sumar. Það hefur ekki mikið breyst síðan þá og ef þeir skynja það ekki þá hafa þeir bara einfaldlega ekki fylgst vel með nógu lengi. Og það er alveg eins hægt að misnota vald yfir fjölmiðlum, ný miðlunarform eins og blogg raska vissulega valdahlutföllum með tíð og tíma en það er engin trygging fyrir því að völd yfir fjölmiðlum verði ekki misnotuð. Þvert á móti er þróunin sú alls staðar í heiminum að það er tilhneiging til að vefþjónustur og netsamfélög þjappist í stórveldi með alls konar fjölmiðlum, dæmi um það er Google og Yahoo sem núna kaupa upp hverja vefþjónustuna á fætur annarri og fjölmiðlaveldi Murdochs sem keypti Myspace og íslenska útgáfan af netsamfélagi/fjölmiðlaveldi þar sem moggablogg er einn þáttur.
En ég ráðlegg öllum sem hafa áhuga á því að hinir nýju miðlar endurspegli þann margbreytileika sem er í samfélaginu og þar hljómi líka rödd þeirra sem sæta kúgun og þöggun og hafa litla möguleika til að tjá sig í þjóðmálum í dag að fylgjast vel með alþýðlegri fréttamennsku og þá sérstaklega að fylgjast með Dan Gillmor sem er gúrúinn á þessu sviði. Ég sótti eins dags óráðstefnu (unconference er tískan í þessum geira) sem hann stýrði í Boston í ágúst síðastliðnum. Hér er smávídeóklipp sem ég tók þar:
Annars var þessi bloggpistill tilraun hjá mér til að blogga eins inntakslaust og ég gæti svona blogg um frétt um að blogg væri hætt að blogga. Ég leit yfir fréttir á moggabloggi og valdi mér frétt til að blogga um og valið stóð á milli þess að blogga um fréttina að bloggið Orðið á götunni væri hætt að blogga eða fréttina að það væri bara ein lyfta um helgina opin í Bláfjöllum. Mér fannst sú frétt afar áhugaverð en hætti mér ekki út í mjög langt blogg um það vegna þess að ég veit ekkert um skíðaíþróttir og einhver myndi kannski fatta það. Það hefði nú kannski verið sniðugt að blogga um það.
Bloggsíðan Orðið á götunni í tímabundið frí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2006 | 08:48
Cult Shaker kúltúr á Íslandi
Það er viðbjóðslegt að sjá lævísa, siðlausa, villandi og niðurlægjandi markaðssetningu á áfengi til unglinga á Íslandi. Ég var að skoða vefsvæðin pose.is og superman.is sem virðast sérstaklega vera beint til nemenda í framhaldsskólum á Íslandi, að mér virðist eingöngu í þeim tilgangi að fá krakkana til að drekka áfengi og bjór og þá sérstaklega drykkinn Cult Shaker.
Hér er skjámynd um hvernig efni er á þessum vefsíðum núna. Ég get ekki séð betur en þetta sé klárt lögbrot (brot á áfengisvarnarlögum) og auk þess verulega niðurlægjandi fyrir konur.
vefsíðan superman.is 15. des. 2006
Þessir vefir tengjast vefjum sem börn sækja og útvarpsstöðvum eða eins og stendur á síðu pose.is:
" dag er Pose.is í góðu samstarfi með útvarpsstöðinni FM957, D3 og fleirum. Hún er ört vaxandi og virðist engan enda taka fyrir því. Þessi síða er rekin ásamt tveimur öðrum (www.leikjaland.is &
www.69.is) undir formerkjum 2 Global ehf."
Er enginn sem tengist forvarnarstarfi, æskulýðsstarfi og áfengisvarnarráði að skoða hvað er að gerast og vinna í að stemma stigu við þessari lágkúru?
Ég fletti upp á vefnum áðan og ég sé að í Danmörku (þaðan sem Cult Shaker er ættað) þá hefur fyrirtækið verið kært vegna þess að þessi markaðssetning stangast á við áfengislög og sýnir konur á niðrandi hátt. Það er mjög augljóst kynferðisleg myndmál í þessum auglýsingum, Cult Shaker flaskan er sýnt eins og reistur limur, sams konar myndmál hefur verið notað til að markaðssetja annars konar fíkniefni til unglinga m.a. camel sígarettuauglýsingar.
Það er ömurlegt að lesa hvernig íslensk ungmenni ánetjast þessum lágkúrulega Cult Shaker kúltúr. Hér eru dæmi sem ég fann úr bloggum íslensks stráks og stelpu (tók út nöfn):
Strákur
"Ég og X fórum bara upp. Ég stoppaði á CULT-barnum og keypti mér eitt stykki CULT Shaker. Djöfull er hann góður. Svo fékk ég svona "tattoo" hjá CULT-stelpunni. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að setja þetta á mig þannig hún aðstoðaði mig við það. Svo fórum við X bara á dansgólfið.
..... Svo var bara þambað á barnum og dottið rækilega í það. Ég sem ætlaði ekki einu sinni að drekka. Aðeins of seint, orðinn blindfullur!
Eftir að ég og X vorum orðnir blindfullir ákváðum við bara að skella okkur heim. Ég gat varla labbað ég var svo fullur en ég náði samt að bjarga mér. "
Stelpa:
Svona er auglýst eftir Cult stelpum á Íslandi til að selja áfengi
Sjá nánar þessar dönsku skýrslur
Hér er kafli úr skýrslunni um markaðsetningu
"Promotion af både energidrik og alkoholsodavand
Under sloganet Cult Shaker Crewet kigger forbi møder promotionsteams op overalt i Danmark, hvor unge går i byen. Især de landsdækkende diskotekskæder Crazy Daisy og Buddy Holly er repræsenteret på hjemmesidens eventkalender. Hertil kommer diverse barer, værtshuse, gymnasiefester, mv. Shakerpigerne sørger for Shaker med lime og masser af feststemning, lyder et andet reklameslogan. Iklædt røde cowboyhatte og sorte nedringede toppe med det røde logo
fyrer de op under festen. Man kan se dem i nærkontakt med unge berusede værtshus-
gæster på de såkaldte Partyshots. Disse fotos fremstår som en del af festlighederne, men er også et led i markedsføringen, og lægges ud på Cults hjemmeside(www.cult.dk). Shakerpigerne medbringer en køledisk fyldt med alkoholsodavanden, Cult Shaker, der i aftens anledning sælges til tilbudspris, samt energidrikken, Cult. Igen sker der en sammenblanding af markedsføring af energidrik og alkoholsodavand. Pigerne kaldes i ind imellem også for Cult piger i stedet for Shakerpiger. Det siger noget om hvor glidende overgangen er mellem energidrik og alkoholsodavand i Cult Scandinavias markedsføring. "
Þessi skjámynd hér fyrir neðan (frá 69.is)er dæmigerð fyrir efnistök á þessum vefjum og þá klámfengnu kvenhatursýn samfara hvatningu til fíkniefnaneyslu sem þar ríkir. Í myndunum er undir titlinum blautar íslenskar stelpur mynd af fáklæddum stelpum að kynna áfengi og sem eitt vinsælt skemmtiefni á þessum vef er vísað í viðtal við mann sem hefur verið sakfelldur og ákærður fyrir að nauðga íslenskum stúlkubörnum.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.12.2006 | 18:11
Bloggtoppur árið 2007
Framtíðarrýnar spá því bloggtískan nái hámarki á næsta ári, sjá grein "Blogging set to peak next year" á BBC. Eftir það mun bloggurum fækka vegna þess að þá hafa allir sem á annað borð gætu hugsað sér að blogga þegar byrjað á því og sumir hætt eins og við vitum þá er þetta ritunarform ekki fyrir alla. Margir hafa ekkert að segja og dettur ekkert í hug til að skrifa um.
Blogg er ennþá í örum vexti, vefþjónustan Technorati sem vaktar blogg í heiminum upplýsir að í síðasta mánuði voru 100,000 ný blogg búin til á hverjum degi og 1.3 million bloggpistlar skrifaðir. Technorati fylgist með 57 milljón bloggum og gerir ráð fyrir að um 55% þeirra séu ennþá notuð eða uppfærð að minnsta kosti á þriggja mánaða fresti.
Ég skrifaði mitt fyrsta blogg á blogger.com í desember 2000 og hóf svo reglulegt blogg í apríl 2001. Ég kallaði það blogg Meinhorn því ég hafði þá hugsað mér að rífast og nöldra út í eitt um það sem pirraði mig í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum. Ásamt því að prófa miðilinn á sjálfri mér og skrifa hjá mér sitthvað um blogg og upplýsingatækni. Ég byrjaði að nöldra um fréttir en þegar frá leið þá þá nennti ég því ekki lengur og fór að tjá mig um annars konar efni. Svo var bloggið á tímabili mikið aktívistablogg og einn liður í að mála bæinn bleikan.
Ég færði mig yfir Moggann og byrjaði þetta moggablogg af krafti fyrir mánuði síðan þegar ég fattaði að þetta er nú eiginlega eitt besta bloggkerfið sem Íslendingum býðst og hefur líka ýmsa fídusa sem minna mig á netsamfélög eins og Myspace.
Ég ætlaði mér aldrei að nota þetta blogg til annars er fjalla um tölvur og tækni, helst í samhengi sem passaði fyrir börn og unglinga og fólk sem vildi vita meira um ýmis netverkfæri sem hentug væri í námi og kennslu.
Svo datt ég alveg niður í nýjasta tómstundagaman mitt og það er að blogga um fréttir og nú reyni ég að velja mér á hverjum degi einhverja frétt á Mbl til að blogga um. Því miður er ekkert spennandi í fréttum þessa daganna á Íslandi, það er takmörk fyrir því hvað ég nenni að tjá mig mikið um símahleranamálið. Svo ég þurfti að leita út fyrir landsteinana til að blogga um einhverjar fréttir og BBC varð fyrir valinu og þetta er sem sagt dæmigert blogg um blogg.
Núna stendur yfir fréttabloggstímabilið í bloggferli mínum. Ég hef stundum breytt bakgrunninum og uppsetningu á bloggi eftir því hvernig stemmingin er hjá mér, stundum haft það í mildum jarðlitum og stundum femínistableikt eftir því hve mikið stríðstól blogginu er ætlað að vera. Sem minnir mig á að það er kominn tími til að breyta borðanum á þessu bloggi, það er ennþá páskaborði frá því í fyrra með ungum og eggjum og það eru að koma jól...
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2006 | 18:56
Jólaskraut truflar netsamband í þráðlausum heimi
Fyndin frétt um jólaskrautið sem veldur truflunum á fjarskiptum. Sannir jólaskrautaðdáendur ættu að skoða Holiday Ornament Swap síðuna á Flickr en það er nokkurs konar keðjuföndur sem gengur út á það að hver föndrari eða listamaður/handverksmaður býr til nokkur stykki af sínu jólaskrauti og sendir til annarra og fær svo jólaskrautsföndur sent frá jafnmörgum, þetta er góð hugmynd og sýnir okkur hvernig upp geta sprottið í netheimum ný tegund af vöruskiptum handverksmanna án þess að það sé neitt verið að meta hlutina til peninga.
Það að gefa gjafir er rituall sem tengir fólk saman. Það er sniðugt að tengja saman hópa þvert á lönd, hópa sem tengjast þannig að þeir hafa áhuga á handverki og svona diy lífstíl. Ég vildi gjarna taka þátt í að skiptast á svona litlum gjöfum og gera eitthvað sem tengist íslenskum jólum til að senda til annarra og fá svo eitthvað í staðinn sem tengist jólahátíðum og jólahefðum einhvers staðar á fjarlægum slóðum og sem ég vissi að einhver annar hefði búið til í höndunum og lagt sálina í verkið.
Jólaskrautið truflar netsambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt 12.12.2006 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2006 | 00:17
Skrauthnappar - lítil listaverk
Ég pantaði mér skrauthnappa frá Prickie.com, ég keypti 10 hnappa og samtals kostuðu þeir um 2100 kr íslenskar. Hér er mynd af sex af hnöppunum sem ég valdi.
Mér finnst svona hnappar vera fallegir skartgripir og ég vona að einhvern tíma í framtíðinni verði svona hönnun vinsæl. Flestir tengja hnappa og barmmerki við baráttu stjórnmálafélaga og alls konar félagsskapa, þar sem fólk gefur til kynna samstöðu með einhverjum málstað sem tengist trú, stjórnmálaskoðunum eða lífsstíl. En barmmerki geta bara verið listaverk í sjálfu sér eins og þessir skrauthnappar. Listamenn geta hlaðið inn sinni hönnun og byrjað að selja.
Svona vefþjónustur spretta upp , þetta er andstæðan við verksmiðjuframleiðslu, það er samband milli hönnuðar og kaupanda og hluturinn er ekki fjöldaframleiddur heldur framleiddur beint eftir óskum viðskiptavinar. Viðskiptavinurinn getur annað hvort keypt hönnun annarra eða sjálfur orðið hönnuður. Ef þetta virkar vel þá ætla ég að hanna mín eigin barmmerki til að selja á prickie.com
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2006 | 16:46
Allir á móti hlerunum... nema þegar það kemur þeim sjálfum vel
Ég var að lesa grein Ólafs Hannibalssonar um símhleranir í Morgunblaðinu í dag og skinhelgi stjórnmálamanna gagnvart þeim. Halldór Baldursson túlkar þetta að vanda frábærlega með skopmynd sinni af stjórnmálamanninum með gloppótta minnið. En það er einkennileg fortíðarþrá í Mogganum í dag, það er eins og tíminn hafi staðið kyrr og síminn sé ennþá aðalgaldratólið og samskiptatækið. Ólafur Hannibalsson endar sinn mikla ritbálk með þessum orðum:
"Ég heiti á alla alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, að ganga nú svo frá þessum málum að fullljóst sé hverjum gegnum þjóðfélagsþegni, hver réttindi borgaranna eru í þessum efnum gagnvart snuðrunaráráttu ríkisvaldsins og setja með því ríkisvaldinu þær skorður í eitt skipti fyrir öll sem það getur ekki farið yfir í samskiptum sínum við borgara landsins, án þess að handhafar þess verði "uppvísir afbrotamenn".
Sameinist nú allir um kröfu sjálfstæðismanna frá 1936 um sérstaka rannsóknarnefnd í símanjósnunum samkvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar, með umboði til að fara ofan í saumana í þessum álum frá upphafi til þessa dags."
Ritbálkur Ólafs er góður og tímabær en ég vildi óska þess að fleiri en ég sæu að það eru breyttir tímar núna. Það hefur markvisst verið stefnt að því að leysa upp þjóðríkið á síðustu áratugum og það er ekki lengur til ríkisvald sem rekur símakerfi fyrir einstaklinga. Það eru hins vegar til alþjóðleg stórfyrirtæki sem kaupa upp símafyrirtæki og samskiptaþjónustur víða um lönd. Flestar viðkvæmar upplýsingar um þegnanna sem líklegt er að einhver vilji hlera fara um hendur ýmissa einkafyrirtækja svo sem Skýrr og Reiknistofu bankanna og Internetþjónustuaðila. Framtíð okkar og nútíð okkar er stafræn og möguleikar til hlerana eru óendanlega miklu meiri í stafrænum heimi heldur en voru á tímum Kalda stríðsins. Það skiptir miklu fyrir okkur að skoða hverjir það eru það eru sem eiga samskiptamiðlana, upplýsingaveiturnar og sem stjórna hinum stafrænu samskiptum okkar og hvaða möguleika þeir hafa til að njósna um samskipti okkar og athafnir. Og hvernig á að passa almenna borgara fyrir að þeir misnoti ekki aðstöðu sína.
Þeir sem áhuga hafa á þessum málum ættu að lesa sér til um Carnivore og annars konar hlerunarbúnað lögregluyfirvalda.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 15:05
Mynd mín af Hallgrími Péturssyni
Ég ætlaði á sýninguna í Hallgrímskirkju á laugardaginn þar sem margir listamenn sýna myndir sínar af Hallgrími Péturssyni en ég fór dagavillt. Ég skóp því mína eigin mynd af Hallgrími Péturssyni í þann efnivið sem ég þekki. Þemað er holdsveiki og trú, líkami og sál.
Hér er myndin:
Myndin er er remix mitt úr þremur myndum sem ég fann á Wikimedia Commons. Þema myndarinnar er innblásin trú, mót austurs og vesturs, þeir sem eru utan gátta, veikir afskæmdir og útskúfaðir. Bakgrunnurinn er mynd úr kórani Al Andalus frá 11. öld og mynd af holdsveikrakapellu í Cambridge. Í forgrunni er máluð mynd af íslenskri holdsveikri konu úr Íslandsleiðangri fyrri tíma.
Vefurinn | Breytt 27.10.2007 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.12.2006 | 15:23
Hávær umræða um hleranir
"Í kjölfar brottfarar varnarliðsins hafi verið hávær umræða um að svar við hryðjuverkaógn væri að auka innra öryggi ríkisins." Þetta er haft eftir íslenskum ráðherra. Hvaða háværa umræða er þetta? Á að réttlæta og leyfa hleranir og eftirlit með almennum borgurum undir því yfirskini að það sé allt krökkt af hryðjuverkamönnum? Hvað er langt í að það þyki sjálfsagt að njósna um tölvupóst og ferðir fólks á Netinu? Annars veit ég ekki hvað er hávær umræða en ég hrópa hér á þessu bloggi eins hátt og ég get VARÚÐ, VARÚÐ, passið ykkur á að takmarka ekki frelsi og tjáningu fólks og frelsi í netrýmum undir því yfirskini að verið sé að þjarma að netperrum og terroristum.
Vonandi kallar einhvern tíma einhver bloggumræðuna "háværa umræðu". Ég stækkaði letrið til að gera umræðuna hjá mér háværari.
Telur ekki rétt að banna símhleranir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2006 | 10:30
Upplýsingalög, Myspace og kynferðisafbrotamenn
Félagslíf barna og unglinga er að flytjast yfir á Netið. Mikil gróska er í netsamfélögum eins og Myspace. Samkvæmt Alexa.com er Myspace fjórða mest sótta vefsvæðið í heiminum, næst á eftir Yahoo, MSN og Google. Í fimmta sæti er svo Youtube. Flestir notendur Myspace eru ungir að árum. Mikil umræða hefur verið í bandarískum fjölmiðlum um Myspace og er aðgangur að því netsamfélagi víða bannaður í skólum. Hér er vefsíða sem ég tók saman um Myspace.
Samkvæmt frétt á Mbl.is í dag mun Myspace nú áforma að setja upp einhvers konar gagnagrunn og samkeyra upplýsingar til að finna kynferðisafbrotamenn og koma í veg fyrir að þeir noti netsamfélagið. Fyrir þá sem þekkja hvernig Myspace vinnur þá eru þetta vægast sagt undarlegar fréttir, það er afar ólíklegt að dæmdir kynferðisafbrotamenn með einbeittan brotavilja gefi upp persónugreinanlegar upplýsingar um sig nema þeir séu sérstaklega heimskir. Það er langlíklegast að þeir sigli undir fölsku flaggi, ljúgi til um aldur og önnur atriði sem þarf að skrá þegar Myspace reikningur er stofnaður.
Þetta síðasta útspil Myspace er sennilega til að slá ryki í augun á almenningi sem ekki veit hvernig svona netsamfélög virka og viðhalda þeirri blekkingu að þarna sé virkt eftirlit. En það er annar flötur á þessu máli. Þetta er ógnvekjandi út frá persónuverndarsjónarmiðum. Það er nauðsynlegt að vera á verði gagnvart því að ekki sé þrengt að borgurum heimsins í vefrýmum undir því yfirskini að hafa þurfi hendur í hári misyndismanna. Eftirlit með netrýmum er sérstaklega réttlætt með ótta við kynferðisafbrotamenn og hryðjuverkamenn.
Hér mjög skrýtin frétt á ensku þar sem stendur að Myspace berjist í USA fyrir lögum um að netföng kynferðisafbrotamanna verði skráð í sérstakan gagnabanka. Þetta er nú meiri skrípaleikurinn. Það er auðveldara en drekka vatn að verða sér út um netfang og ólíklegt þrátt fyrir að slík lög yrðu samþykkt að kynferðisafbrotamenn skráðu sig inn á Myspace undir sérstöku perranetfangi sem myndi draga athygli að þeim.
Hér er hluti af fréttinni á ensku:
Sentinel Tech Holding Corp. will build a searchable database containing information on sex offenders in the U.S. who are registered with various federal and state law enforcement agencies. The database, which will be frequently updated, will include details such as name, age, physical appearance and distinguishing features like tattoos and scars.
MySpace staff will monitor the site 24-hours-a-day for sex offenders who are on the list. They'll remove any matching profiles that they find.
MySpace has been lobbying for new legislation that could help it take the program one step further. The company wants a law that requires sex offenders to register their e-mail addresses in a national sex-offender database. The law would stipulate that the use of an unregistered e-mail constitutes a parole or probation violation, forcing offenders back to jail. If such a law is passed, MySpace can more easily identify sex offenders that have profiles on its site, the company said IT world
Kynferðisafbrotamenn útilokaðir frá MySpace | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2006 | 09:22
Árásin á Second Life og netárás al-Qaeda
Nú er búist við netárás á fjármálastofnanir og banka. Sennilega er ógnin nú fyrst og fremst að lama um stundarsakir viðskipti þó al-Qaeda hafi hótað því að eyðileggja gagnabanka bandarískra fjármálafyrirtækja. Gagnagrunnar banka hljóta að vera betur varðir en að það sé hægt og öryggisafrit til staðar ef eitthvað fer úrskeiðis. Það má nú líka alveg rifja upp úr hvaða farvegi Internetið er upprunnið, það er úr hernaði og einmitt til að mæta þannig aðstæðum að ekki væri einhver ein miðlæg stöð þar sem öll gögn flæddu um heldur gætu gagnapakkar borist ýmsar leiðir og þó einn tengipunktur yrði fyrir árás og væri óstarfhæfur þá lamaðist ekki kerfið heldur færu gögn aðra leið.
Fyrir nokkru skráði ég mig í netleikinn Second Life. Það þurfti að gefa upp vísanúmer og ýmsar persónulegar upplýsingar. Skömmu seinna var ráðist á gagnagrunn fyrirtækisins sem rekur leikinn og tölvuþrjótar komust yfir gagnagrunn 600 þúsund notenda með upplýsingum um lykilorð og væntanlega líka visanúmer. Ef hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda hafa þá færni sem þarf til valda usla í fjármálastofnunum með tölvuglæpum þá hafa þau samtök örugglega æft sig í svona árásum t.d. eins og þessari á Second Life. Ég var að fletta upp frétt um Second Life árásina á BBC og sé að fréttin hefur verið síðast uppfærð 11. september síðastliðinn. Það er nú kannski táknrænt.
Bandarískar fjármálastofnanir varaðar við hugsanlegri netárás al-Qaeda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)