Færsluflokkur: Vefurinn
30.11.2006 | 23:56
Jólamoggablogg og jólaglæpurinn
Svo eru þar nýjungar sem tilheyra nútíma jólahaldi. Hér á ég náttúrulega við jólaglæpasögu. Svona er tíðarandinn. Mamma beið alltaf um jólaleytið eftir einhverri myndasögugetraun í Mogganum í den og þegar gestir komu þá var spjallað út í það óendanlega um lausn myndagátunnar. Ég hef ekki komist upp á lag með þessar myndagátur. Né heldur krossgátur. En nú er komin betri tíð með blóm í haga..... ég meina blóð í haga. Núna bíð ég spennt eftir jólaglæpasögunni og nú verður það hluti af jólastemmingunni að ráða í hver framdi jólaglæpinn.
Sniðugt líka að bjóða moggabloggurum upp á að blogga þessar fréttir og taka þátt í að auglýsa upp jólablað Moggans og allan þann varning sem þar verður auglýstur. Sniðugt líka að taka fréttaskotin þannig að það þurfi ekkert að fara út úr Moggahúsinu og fréttirnar séu bara um sjálfan fjölmiðilinn. Þetta er íslensk fjölmiðlun eins og hún gerist best, þetta er svo heimilislegt og þjóðlegt. Fjölmiðlar að tala um fjölmiðla og helst um sjálfan sig. Sparar líka hellingspening að vera ekki að elta fréttir út um víðan völl.
Annars teiknaði ég þessa mynd af jólabófanum og blóði drifinni slóð hans í Inkscape. Inkscape er vektorteikniforrit sem hver sem er getur hlaðið niður ókeypis af vefnum, hér eru leiðbeiningasíða sem ég tók saman um það forrit.
Tuttugasta Jólablað Morgunblaðsins kemur út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt 1.12.2006 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2006 | 06:38
Myspace,netsamfélög og höfundarréttur
Það er ágætt að spila Dont download this song með Weirdal á meðal maður les fréttir af málaferlum eins og þessum frá Universal Music á hendur Myspace. Skrýtið ef Myspace væri dæmt fyrir "...leyfa almenningi að sækja myndbönd með ólöglegum hætti og veita aðgang að tækni sem gerir notendum kleift að skiptast á slíkum skrám..". Er það ólöglegt að veita aðgang að tækni? Fyrir mér hljómar það eins og einhver færi í mál við vegagerðina út af því að ökumaður keyrði drukkinn. Með því að hafa vegina opna þá skapast sú hætta að einhverjir ökumenn keyri drukknir. Er það á ábyrgð þess sem býr til og heldur við vegakerfinu?
Það er viðkvæmt ástand í höfundarréttarmálum í heiminum í dag. Höfundarréttarlög eru snarbrotin á vinsælum vefsvæðum þar sem inntakið kemur frá notendum. Það er einmitt eðli "web 2.0" vefsamfélaga að efnið kemur frá notendum.
Síðustu misseri hefur Myspace verið að breytast úr innantómum stefnumótavef og söluapparati í mjög áhugavert tónlistarsamfélag. Sennilega er nauðsynlegt fyrir alla unga tónlistarmenn í dag að hafa síðu á Myspace, þó ekki sé nema til að fylgjast með hvað aðrir eru að gera.
Hér er vefsíða sem ég tók saman um Myspace:
http://fyrirlestrar.khi.is/salvor/myspace/
Það er er ein leið greiðfærari en önnur fyrir skóla og aðila sem vilja og eiga að virða lög en vilja samt vinna með og fjölfalda margmiðlunarefni. Sú leið er að sleppa því alveg að nota efni sem varið er með hefðbundnum höfundarrétti og nota eingöngu efni sem er heimagert eða sem sem má fjölfalda og vinna áfram með eftir settum reglum. Hér á ég við efni sem er sett á vefinn með höfundarréttarleyfi CreativeCommons.
Universal Music stefnir MySpace | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)