Upplýsingalög, Myspace og kynferðisafbrotamenn

Félagslíf barna og unglinga er að flytjast yfir á Netið. Mikil gróska er í netsamfélögum eins og Myspace. Samkvæmt Alexa.com er Myspace fjórða mest sótta vefsvæðið í heiminum, næst á eftir Yahoo, MSN og Google. Í fimmta sæti er svo Youtube.  Flestir notendur Myspace eru ungir að árum. Mikil umræða hefur verið í bandarískum fjölmiðlum um Myspace og er aðgangur að því netsamfélagi víða bannaður í skólum. Hér er vefsíða sem ég tók saman um Myspace.

Samkvæmt frétt á Mbl.is í dag mun Myspace nú áforma að setja upp einhvers konar gagnagrunn og samkeyra upplýsingar til að  finna kynferðisafbrotamenn og koma í veg fyrir að þeir noti netsamfélagið.  Fyrir þá sem þekkja hvernig Myspace vinnur þá eru þetta vægast sagt undarlegar fréttir, það er afar ólíklegt að dæmdir kynferðisafbrotamenn með einbeittan brotavilja gefi upp persónugreinanlegar upplýsingar um sig nema þeir séu sérstaklega heimskir. Það er langlíklegast að þeir sigli undir fölsku flaggi, ljúgi til um aldur og  önnur atriði sem þarf að skrá þegar Myspace reikningur er stofnaður. 

Þetta síðasta útspil Myspace er sennilega til að slá ryki í augun á almenningi sem ekki veit hvernig svona netsamfélög virka og  viðhalda þeirri blekkingu að þarna sé virkt eftirlit. En það er annar flötur á þessu máli. Þetta er ógnvekjandi út frá persónuverndarsjónarmiðum. Það er nauðsynlegt að vera á verði gagnvart því að ekki sé þrengt að borgurum heimsins í vefrýmum  undir því yfirskini að hafa þurfi hendur í hári  misyndismanna. Eftirlit með netrýmum er sérstaklega réttlætt með ótta við kynferðisafbrotamenn og hryðjuverkamenn. 

Hér mjög skrýtin frétt á ensku þar sem stendur að Myspace berjist í USA fyrir lögum um að netföng kynferðisafbrotamanna verði skráð í sérstakan gagnabanka. Þetta er nú meiri skrípaleikurinn. Það er auðveldara en drekka vatn að verða sér út um netfang og ólíklegt þrátt fyrir að slík lög yrðu samþykkt að kynferðisafbrotamenn skráðu sig inn á Myspace undir sérstöku perranetfangi sem myndi draga athygli að þeim.  

Hér er hluti af fréttinni á ensku: 

Sentinel Tech Holding Corp. will build a searchable database containing information on sex offenders in the U.S. who are registered with various federal and state law enforcement agencies. The database, which will be frequently updated, will include details such as name, age, physical appearance and distinguishing features like tattoos and scars.

MySpace staff will monitor the site 24-hours-a-day for sex offenders who are on the list. They'll remove any matching profiles that they find.

MySpace has been lobbying for new legislation that could help it take the program one step further. The company wants a law that requires sex offenders to register their e-mail addresses in a national sex-offender database. The law would stipulate that the use of an unregistered e-mail constitutes a parole or probation violation, forcing offenders back to jail. If such a law is passed, MySpace can more easily identify sex offenders that have profiles on its site, the company said IT world
 


mbl.is Kynferðisafbrotamenn útilokaðir frá MySpace
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband