Hvað er Fons?

Hvað er þetta Fons sem núna á 14,85% af 365 miðlum? Það eru frekar fátæklegar upplýsingar um það á vefsíðu fons. Þar stendur þetta eitt:

Fons er alþjóðlegt fjárfestingarfélag sem sérhæfir sig í fjárfestingum á fyrirtækjum með mikla framtíðarmöguleika til vaxtar og hagræðingar. Félagið kemur inn í fyrirtæki sem virkur eigandi og hjálpar til við ná hámarksárangri út úr rekstri fyrirtækja.

Mér finnst að fyrirtæki sem svona mikill völlur er á og stór spilari á íslenskum fjölmiðlamarkaði  gæti nú spanderað einhverju meira í upplýsingar á vefsíðu sinni.

Fons á Iceland Express og slatta af flugfélögum.

Fons á sænsku ferðaskrifstofuna Ticket 

 

 

 


mbl.is Straumur Burðarás selur allan sinn hlut í 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Skrítið" að þú skulir vekja athygli á FONS. Það er félagið sem eyddi tugmilljónum í að styðja stórvin þinn Binga til Borgarstjórnar. Aðal stuðningsmaður hans, Matthías Imsland og formaður ungra í suður, er einnig í svo til öllum stjórnum sem FONS getur skipað. Framkvæmdastjóri Iceland Express, SHELL; Spron, Spvh osfrvh. Þetta "vissir"  þú náttúrulega ekki.

svellir (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 02:56

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir upplýsingarnar þó mér líki ekki að þær séu settar fram til að gera lítið úr nafngreindum mönnum. 

Ef það er svo mikill völlur á einu fyrirtæki að það eyði miklu fé í að styðja ítök sín í fjölmiðlum og stjórnmálaflokkum þá er þess meiri ástæða til að kalla eftir  upplýsingum um þetta fyrirtæki. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.12.2006 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband