Jólaskraut truflar netsamband í þráðlausum heimi

318309016_6fbac05451Fyndin frétt um jólaskrautið sem veldur truflunum á fjarskiptum. Sannir jólaskrautaðdáendur ættu að skoða Holiday Ornament Swap síðuna á Flickr en það er nokkurs konar keðjuföndur sem gengur út á það að hver föndrari eða listamaður/handverksmaður býr til nokkur stykki af sínu jólaskrauti og sendir til annarra og fær svo jólaskrautsföndur sent frá jafnmörgum, þetta er góð hugmynd og sýnir okkur hvernig upp geta sprottið í netheimum ný tegund af vöruskiptum handverksmanna án þess að það sé neitt verið að meta hlutina til peninga.

Það að gefa gjafir er rituall sem tengir fólk saman. Það er sniðugt að tengja saman hópa þvert á lönd, hópa sem tengjast þannig að þeir hafa áhuga á handverki og svona diy lífstíl. Ég  vildi gjarna taka þátt í að skiptast á svona litlum gjöfum og gera eitthvað sem tengist íslenskum jólum til að senda til annarra og fá svo eitthvað í staðinn sem tengist jólahátíðum og jólahefðum einhvers staðar á fjarlægum slóðum og sem ég vissi að einhver annar hefði búið til í höndunum og lagt sálina í verkið. 


mbl.is Jólaskrautið truflar netsambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Salvör.

Já þetta var fyndin frétt sannarlega. Þetta er annars skemmtileg hugmynd með jólaskrautið , stórskemmtileg.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.12.2006 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband