Hávær umræða um hleranir

"Í kjölfar brottfarar varnarliðsins hafi verið hávær umræða um að svar við hryðjuverkaógn væri að auka innra öryggi ríkisins." Þetta er haft eftir íslenskum ráðherra. Hvaða háværa umræða er þetta? Á að réttlæta og leyfa hleranir og eftirlit með almennum borgurum undir því yfirskini að það sé allt krökkt af hryðjuverkamönnum? Hvað er langt í að það þyki sjálfsagt að njósna um tölvupóst og ferðir fólks á Netinu?  Annars veit ég ekki hvað er hávær umræða en ég hrópa hér á þessu bloggi eins hátt og ég get VARÚÐ, VARÚÐ, passið ykkur á að  takmarka ekki frelsi og tjáningu fólks og frelsi í netrýmum undir því yfirskini að verið sé að þjarma að netperrum og terroristum

Vonandi kallar einhvern tíma einhver bloggumræðuna "háværa umræðu". Ég stækkaði letrið til að gera umræðuna hjá mér háværari. 


mbl.is Telur ekki rétt að banna símhleranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband