Siđblindir á međal vor

Heilastarfsemin er öđru vísi í siđblindu fólki segir í ţýddri frétt í Mogganum. En ţetta er villandi frétt. Ţađ segir: "Siđblinda einkennist af árásarhneigđ og andfélagslegum persónueinkennum, og skorti á hluttekningu. Ţeir sem haldnir eru siđblindu sýna engin merki iđrunar eđa sektarkenndar ţótt ţeir fremji vođaverk eins og morđ eđa nauđganir."

Ég trúđi ţessu heldur ekki og fletti beint upp á greininni í BBC. Ţar stendum skýrum stöfum:

"Criminal psychopaths are people with aggressive and anti-social personalities who lack emotional empathy.They can commit hideous crimes, such as rape or murder, yet show no signs of remorse or guilt."

Ég skil ekki af hverju ţýđandi greinarinnar sleppir orđi sem hefur gífurlega ţýđingu. Ţađ er afar mikill munur á ţví ađ vera siđblindur glćpamađur og ađ vera bara siđblindur. Ţađ er eflaust líklegra ađ siđblint fólk komist í kast viđ lögin en fólk sem sér muninn á réttu og röngu. En ţađ eru margir siđblindir sem ekki eru árásargjarnir og andfélagslegir, reyndar eru margir hćttulegir siđblindir menn ţannig ađ ţađ kjaftar á ţeim hver tuska og ţeir ljúga sig í gegnum lífiđ  og slá ryki í augu samferđamanna sinna međ ţví ađ gera sér upp tilfinningar.  Stundum glyttir reyndar í tóm sálarinnar, sérstaklega ef  siđblint fólk gerir sér upp tilfinningar og persónueiginleika sem ţađ telur ađ séu eftirsóknarverđir en vegna ţess ađ ţađ býr ekki yfir ţeim ţá ofleikur fólk. 

Ţađ er nú reyndar líka nćrtćkt dćmi búiđ ađ vera í fjölmiđlum nýlega  um ţekktan siđblindan Íslending sem dćmdur var í fangelsi en hann er hvorki andfélagslegur né haldinn árásarhneigđ, hann er ţvert á móti hrókur alls fagnađar og ţekktur fyrir söng og  skemmtileg prakkarastrik. Hann kann hins vegar ekki ađ iđrast og heppnast mjög illa ţegar hann reynir ađ réttlćta gerđir sínar. Seinheppin ummćli hans um tćknileg mistök eru orđin orđatiltćki.

Ţađ eru margir siđblindir á međal vor og ţeir eru fćstir hverjir árásargjarnir glćpamenn. Í sumum störfum ţá er meira segja betra ađ vera siđblindur og finna ekki til iđrunar og samvisku og ađ geta alltaf logiđ sig út úr ađstćđum og svífast einskis í hvađa međölum er beitt. Ţar má nefna heim fjármála og stjórnmála. Líka fíkniefnabransann.


mbl.is Heilastarfsemin frábrugđin í siđblindum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

okkar frćgi siđblindingi á ţađ samt til ađ "dangla" í tónlistarmenn alveg uppúr ţurru, og hlćja síđan ađ ţví í sjónvarpssal á eftir! Ákveđiđ hlutfall af fólki er siđblint og ţađ er ágćtt ađ einhver taki fram ađ ţau séu ekki öll eins, siđblindan finnur sér ýmsan farveg, einsog ţú bendir á.

halkatla, 5.12.2006 kl. 14:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband