Siðblindir á meðal vor

Heilastarfsemin er öðru vísi í siðblindu fólki segir í þýddri frétt í Mogganum. En þetta er villandi frétt. Það segir: "Siðblinda einkennist af árásarhneigð og andfélagslegum persónueinkennum, og skorti á hluttekningu. Þeir sem haldnir eru siðblindu sýna engin merki iðrunar eða sektarkenndar þótt þeir fremji voðaverk eins og morð eða nauðganir."

Ég trúði þessu heldur ekki og fletti beint upp á greininni í BBC. Þar stendum skýrum stöfum:

"Criminal psychopaths are people with aggressive and anti-social personalities who lack emotional empathy.They can commit hideous crimes, such as rape or murder, yet show no signs of remorse or guilt."

Ég skil ekki af hverju þýðandi greinarinnar sleppir orði sem hefur gífurlega þýðingu. Það er afar mikill munur á því að vera siðblindur glæpamaður og að vera bara siðblindur. Það er eflaust líklegra að siðblint fólk komist í kast við lögin en fólk sem sér muninn á réttu og röngu. En það eru margir siðblindir sem ekki eru árásargjarnir og andfélagslegir, reyndar eru margir hættulegir siðblindir menn þannig að það kjaftar á þeim hver tuska og þeir ljúga sig í gegnum lífið  og slá ryki í augu samferðamanna sinna með því að gera sér upp tilfinningar.  Stundum glyttir reyndar í tóm sálarinnar, sérstaklega ef  siðblint fólk gerir sér upp tilfinningar og persónueiginleika sem það telur að séu eftirsóknarverðir en vegna þess að það býr ekki yfir þeim þá ofleikur fólk. 

Það er nú reyndar líka nærtækt dæmi búið að vera í fjölmiðlum nýlega  um þekktan siðblindan Íslending sem dæmdur var í fangelsi en hann er hvorki andfélagslegur né haldinn árásarhneigð, hann er þvert á móti hrókur alls fagnaðar og þekktur fyrir söng og  skemmtileg prakkarastrik. Hann kann hins vegar ekki að iðrast og heppnast mjög illa þegar hann reynir að réttlæta gerðir sínar. Seinheppin ummæli hans um tæknileg mistök eru orðin orðatiltæki.

Það eru margir siðblindir á meðal vor og þeir eru fæstir hverjir árásargjarnir glæpamenn. Í sumum störfum þá er meira segja betra að vera siðblindur og finna ekki til iðrunar og samvisku og að geta alltaf logið sig út úr aðstæðum og svífast einskis í hvaða meðölum er beitt. Þar má nefna heim fjármála og stjórnmála. Líka fíkniefnabransann.


mbl.is Heilastarfsemin frábrugðin í siðblindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

okkar frægi siðblindingi á það samt til að "dangla" í tónlistarmenn alveg uppúr þurru, og hlæja síðan að því í sjónvarpssal á eftir! Ákveðið hlutfall af fólki er siðblint og það er ágætt að einhver taki fram að þau séu ekki öll eins, siðblindan finnur sér ýmsan farveg, einsog þú bendir á.

halkatla, 5.12.2006 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband