Kastljós fangavarđanna

Í Kastljósinu í kvöld var fjallađ um fangelsiđ á Litla Hrauni. Ég kom seinast ađ fangelsinu  fyrir einu og hálfu ári  á jónsmessunótt en ţá er hátíđ á Eyrarbakka. Kona sem ég hitti ţá sagđi mér frá ţví ađ hún hefđi oft  heimsótt son sinn í fangelsiđ, hann sat ţar vegna fíkniefnadóms eins og raunar stór hluti af ţeim sem eru í fangelsum á Íslandi. Sonur hennar er látinn. Hann dó kornungur og hann dó af völdum lćknadópsins  Kontalgin

Kastljósiđ í kvöld var kastljós fangavarđanna. Umfjöllunin var mest um ađstöđu ţeirra og umkvartanir.  Ţađ var líka viđtal viđ fangann Ţór Sigurđsson. Ég held ađ afbrot hans sé tengt fíkniefnaneyslu, hann braust inn í fyrrum vinnustađ sinn í vímu til ađ fjármagna fíkniefnaneyslu og hann framdi vođaverk.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Sćl Salvör.

Mér fannst ţetta nöturleg lýsing á ađbúnađi og umgjörđ ţessara mála hér á landi og stór spurning hvort viđ höfum ekki lengur efni á ađ reka kerfi mannsins sem hann hefur búiđ til .

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 22.12.2006 kl. 01:01

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

já, ţađ er eitthvađ ađ samfélaginu og fangelsunum. Ţađ er hryllilegt ef fólk kemur ennţá skemmdara út eftir einhver ár. Ef ástandiđ er virkilega ţannig ađ fangaverđir telja sig í hćttu á ađ stinga sig á sprautunálum sem fíklar innan fangelsisveggja skilja eftir ţá er ţetta óviđunandi ástand. Hvers virđi er ţessi mikla öryggisgćsla og rafgirđingar? Er ekki komin tími til ađ skođa ađra möguleika og ef til vill fjölbreyttari í betrunarvist en Litla Hraun?

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.12.2006 kl. 01:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband