Dagsbrún var einu sinni verkalýđsfélag...

.... en núna er Dagsbrún ekkert tengd íslenskri verkalýđsbaráttu nema kannski til ađ sćkja einhverja ímynd í nafniđ međal íslenskt almennings. Ţađ er eilífur skopparaleikur međ nöfn á ţessum félögum sem eru ađ sameinast og sundrast örar en ég get fylgst međ. Stundum held ég ađ ţessi nafnaleikur sé einhver hluti af plottinu svona til ađ rugla okkur litlu hluthafana. Ţetta segi ég nú bara út af beiskju vegna ţess ađ ég strengdi ţess heit á sínum tíma ţegar útgerđarmönnum var fenginn í hendur kvótinn á íslenskum fiskimiđum ađ ég skyldi reyna ađ eiga minn skerf í miđunum og aflaheimildunum og einsetti mér ađ kaupa parta í íslenskum hlutafélögum sem ćttu aflaheimildir ţangađ til ég vćri komin upp í einn ţrjúhundruđţúsundasta hluta af aflaheimildum landsins. Ég keypti hlutabréf í Eimskip sem ţá hafđi lengi, lengi keypt upp fiskveiđifyrirtćki og mér virtist ţađ vera góđ leiđ til ađ eiga minn part í fiskistofnum á miđunum, já ţessum sömu og stendur í lögum ađ eigi ađ vera sameign íslensku ţjóđarinnar.  Mér fannst líka svo flott ađ treysta Eimskip, var ţađ kannski ekki óskabarn ţjóđarinnar og sjálfstćđistákn. Svo gufađi Eimskip einhvern veginn upp og splundrađist í önnur félög  og málađ var yfir merki félagsins í fyrrum húsi ţess í miđbćnum.  Nú er eitthvađ annađ félag  međ útlensku nafni Avion Group sem er ađ taka yfir nafniđ Eimskip og ég held ađ ţađ sé eins skylt Eimskipafélaginu gamla og hin nýja Dagsbrún er skyld verkalýđshreyfingunni.

En ég verđ bara pirruđ ţegar ég les viđskiptafréttir eins og ţessar frá Dagsbrún: "Gjaldfćrt virđisrýrnunartap vegna viđskiptavildar, kostnađur vegna endurskipulagningar félagsins og gjaldfćrđur stofnkostnađur vegna 365 Media vegur ţyngst á uppgjörstímabilinu (fyrstu níu mánuđi ársins) eđa um 3.691 milljónum króna."

Ég verđ pirruđ vegna ţess ađ mér finnst ţessi frétt sem núna er á mbl.is ekki vera á mannamáli. Ég geri ráđ fyrir ađ ţetta sé beint úr fréttatilkynningu félagsins en er virkilega hćgt ađ ćtlast til ađ almenningur skilji svona orđalag?  Eđa er ţađ einmitt tilgangurinn međ ţessum viđskiptafréttum ađ gera ţćr svo flóknar og fagmálslegar ađ engir skilji og botni í hringiđu viđskiptalífsins og ţess ferlis sem núna stjórnar öllu flćđi peninga og gćđa um Ísland?


mbl.is Afkoma Dagsbrúnar versnar um 5.232 milljónir milli ára
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Sćl Salvör.

Góđ hugleiđing. Já ćtli ţetta sé ekki " hagfrćđin sem ekki kann ađ tala " .

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 30.11.2006 kl. 01:22

2 identicon

Ţörf huleiđing og athyggliserđur vinkill ţetta međ sameign ţjóđarinna.  Láttu heyra í ţér varđandi fleyri málfni t.d. lífeyrissjóđina sem eru í eygu almennings en almenningur hefur lítiđ um ţađ ađ segja hvar eru ávaxtađir, kannski var eitthvađ ávaxtađ í Dagsbrún?

Magnús.

Magnús Sigurđsson (IP-tala skráđ) 30.11.2006 kl. 07:11

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Já, ţađ er áhugavert ađ skođa hvert fjármagniđ flćđir úr lífeyrissjóđunum og hvernig ráđa ţví hvar er fjárfest. Ég held reyndar ađ minni lífeyrissjóđir hafi ţann hátt á ađ fela fjármálafyrirtćkjum ávöxtun og fjárfesta í sjóđum sem ţykja ekki hafa mikla áhćttu. Ég hugsa ađ ţar sé nú Dagsbrún ekki.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.11.2006 kl. 13:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband