Að drepa konu

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er rætt við Gísla H. Guðjónsson réttarsálfræðing  um morð vændiskvenna í  London. Hann segir þar það sem  flestir vissu áður: "Sumir fá útrás með því að drepa konu, það losar um bældar tilfinningar". 

En losar það um bældar tilfinningar alls samfélagsins að horfa á afþreyingarefni um pyntingar og slátranir á konum?  Af hverju er samfélag okkar þannig að sviðsettar pyntingar, morð og limlestingar á konum eru vinsælt skemmtiefni og raunar hápunkturinn í mörgu af því skemmtiefni sem fyrir okkur er borinn í sjónvarpi, kvikmyndum og bókum sem sem lögreglusögur, sakamálasögur, spennusögur? 

Af hverju stafar þetta hatur á konum? Hvaða bældar tilfinningar ráða því að þetta er vinsælt afþreyingarefni?

Það eru mörg morð og ódæðisverk framin í heiminum í dag sem "copycat" eða eftirhermur af öðrum verkum og þá stundum sviðsettum verkum úr sögum. Þannig eru uppi getgátur um að brottnám austurísku stúlkunnar Natascha Kampusch  af Priklopil  hafi verið eftirherma af sögu úr bók John Fowles um fiðrildasafnara. En fyrir þá sem ætla að pynta og myrða konur þá er svo sannarlega úr nógum fyrirmyndum að moða - stór hluti af afþreyingaefni sem fyrir okkur er borinn er nokkurs konar uppskriftabækur í því hvernig skuli farið að því. 

Hér er pistill sem ég skrifaði á malefnin.com 30. janúar  2005 í umræðu um pyntingar:

"Það er örugglega engin vestræn þjóð með það í stjórnarskrá sinni að pyntingar skuli vera leyfðar. En ég vil benda á að í nafni frelsis þá eru leyfðar sviðsettar pyntingar gagnvart ákveðnum hópi og í skjóli heimila fara sums staðar fram raunverulegar pyntingar á fólki.

Margt af því klámefni sem flýtur um allt á Internetinu er ekki annað en sviðsettar pyntingar þar sem sá sem er pyntaður og smáður er nánast alltaf konur. Margir hafa bent á hve pyntingar fanga í Abu Grah eru líkir aðferðum í klámiðnaði.

En það er ekki bara í efni sem markaðsett er sem rúnkfóður fyrir karlmenn þar sem pyntingar á konum eru sviðsettar. Margir sakamálaþættir og annað afþreyingarefni er þannig - það nægir að skipta um stund milli rásanna á breiðbandinu, stundum hef ég séð á nokkrum stöðvum í röð á sama tíma svona sviðsettar pyntingar á konum.

En það er líka haldið hlífiskildi yfir þeim sem pynta konur raunverulega í okkar samfélagi. Það er kallað heimilisofbeldi. Amnesty skilgreinir heimilisofbeldi sem pyntingar. Amnesty telur að ofbeldi gegn konum og stúlkubörnum sé eitt algengasta og alvarlegasta ofbeldið sem á sér stað í heiminum í dag.

Það eru líka sumir sem verja rétt fólks til að borga fyrir að pynta og smána annað fólk á kynferðislegan hátt. Það er kallað að vera fylgjandi vændi. "


mbl.is 2.000 Bretar hafa hringt í lögreglu vegna morða á vændiskonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pistill hjá þér Salvör :)

Kata

Kata (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 13:11

2 identicon

flöttur pistill, veistu, þegar ég hugsa um þetta, þá held ég að ég verði bara að vera sammála.  Þetta er óhuggnaleg trend, trend er kannski ekki rétt orð því ofbeldi á konum var samþykkt að hálfu almenings í aldana rás, er það ekki skrítið, að fjölmiðillinn hefur ekki tekið eftir því að á okkar tímum er ofbeldi á konum, hvort sem í bókum, bíó, sjónvarps þáttum ekki ásættanlegt.  Hvernig má það vera að við konurnar látum þetta fram hjá okkur fara dagsdaglega.  Höfum við sæst við það að vera ófsóttar í þessum miðli.  Kannski við erum ekki eins frjálsar og við höldum, kannski sætum við ekki öllum mannréttindum eins og við höldum.  Kannski er þetta sugglegra enn manni hafði nokkurn tíma órað fyrir.

kv. L.

Afsk stafs.v.

Linda (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 14:08

3 identicon

En hvernig var það nú í Listaháskólanum þegar strákarnir pissuðu yfir stelpuna uppá sviði ?

Var það vændi ? kynlíf ? klám ? skemmtun (allra sem hlut áttu að máli) ? eða hvað var það nú ?

Getur verið að stelpan hafi gert þetta frítt ? hefði það verið verra ef hún hefði tekið pening fyrir ?

En auðvitað var það allt saman list, þar sem þetta fór nú fram í Lista Háskólanum ! hahahaha

Gosi (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 14:54

4 Smámynd: www.zordis.com

Pyntingar eru afleitar hvort kynið sem á í hlut.  Andlegt, líkamlegt ofbeldi og smán er ófyrirgefanlegt atferli.  Það er með ólíkindum hvað persónan hefur mikla blindni fyrir hvað er í raun rangt og hvað er rétt.  Hvað má og hvað má ekki!

Við eigum að vera frjáls og stjórna eigin líkama!  "Runkfóður"  frábært lýsingarorð!!!

Burt með ofbeldi og pyntingar og inn með frið fyrir þessi jól! 

www.zordis.com, 13.12.2006 kl. 16:32

5 Smámynd: halkatla

frábær pistill - góðar áminningar

en mér finnst líka vera hægt að færa þetta yfir á karlmenn og stríð, í stríðsátökum er talað um þá einsog byssufóður eingöngu, með enga sál, tilfinningu eða tilgang annan en að deyja bara. Ég held að margir hafi áhuga á raunverulega hryllilegum glæpum vegna fórnarlambanna, þeir setja sig í þeirra spor en einhverjir setja sig í spor morðingjanna og pyntaranna, eins óskiljanlegt og það er fyrir flesta að horfast í augu við. Ég er svo sammála þér um allt sem þú segir um rúnkiðnaðinn. Ég vorkenni karlmönnum vegna hans. 

halkatla, 15.12.2006 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband