Grafarþögn er góð

Gaman að heyra að Economist hælir Grafarþögn eftir Arnald. Það er góð bók eins og raunar allar bækur Arnalds en Grafarþögn og Röddin heilla mig samt mest.  Mér finnst alltaf Arnaldur vera meira að skrifa um einhverja veru sem er stærri en einstaklingarnir, mér finnst hann vera að skrifa um borgina sem einhvers konar lífveru. Hann er að teikna upp landslag af borginni með því að láta vettvang bóka sinna gerast í hinum ýmsu borgarhverfum. Ég spái í hvers vegna kaflaheitin í bókinni Sendiherrann eftir Braga Ólafsson heita líka götunöfnum.  Mér fannst það vera líka einhvers konar landslag. Hugsanlega er svona uppteiknun einn liður í því að losna undan hinu línulega, tölusetta formi prentaðrar skáldsögu.

Ólafur Jóhann velur ekki frumleg nöfn fyrir stigskiptingar  milli kafla og myndlíkingar í sínum sögum. Nöfn eins og Níu lyklar og svo mánaðarheiti í nýju bókinni sína það. Ef til vill er ást hans á tölusetningum tengt bakgrunni hans í eðlisfræði. En það hefði kannski verið frumlegra að nota efnafræðiformúlur sem kaflaskiptingar.  Hringrás kolefnis er kannski alveg eins góð kaflafyrirsögn eins og hver önnur.


mbl.is Economist hælir Grafarþögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Grafarþögn er ein af þeim betri bókum sem ég hef lesið...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.12.2006 kl. 08:30

2 identicon

Mér finnst einkennileg þögn þín, Salvör, um atburði undanfarinna daga. Þeir aðilar sem þú hefur kappkostað að mæra í gegnum tíðina reynast vera spillingargæjar af verstu tegund. Síðan þegar reynt er að fá þá til að gangast við barninu byrjar ballið. Það er ekki gengist við einu né neinu og allt öðrum að kenna.

Það kemur líka fram í grein hjá Guðm Steingríms að téður Óskar Bergsson hefur orðið uppvís áður að þvílíkri spillingu. Nú sitja þessir menn við kjötkatlana og ausa úr þeim yfir vini og samflokksmenn. Fjármuni almennings.

Vertu nú sjálfri þér samkvæmt og láttu okkur vita hvað þér finnst!!!!

Alla (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband