Meðferð og skutl

Ég var að hlusta á Kastljós áðan. Þar var viðtal við Sigmund Ernir. Hann er traustur og trúverðugur fréttamaður og ég hef fulla trú á því að Kompás hafi unnið eins vel og hann lýsir umfjöllunina um meðferðina sem breytist í martröð. Ég horfði  áðan á  Kompásþáttinn á Netinu. Ég horfði líka áðan á viðtalið við Tom Stephens sem hefur nú verið handtekinn og er grunaður um morð á vændiskonum í  Ipswich.

Það er eitthvað líkt með þessari fjölmiðlaumfjöllun hér heima á Íslandi og í Bretlandi um þessi tvo ólíku mál og það er eitthvað líkt með þessum málum.  Málið í Bretlandi er auðvitað sýnu alvarlegra og ég er ekki að bera þessi mál saman til að sverta mannorð einhvers með að bera saman bandingjaleiki og morð heldur til að benda á hve kynferðisleg smánun og misþyrmingar á konum er  vinsælt yrkisefni  fjölmiðla og reyndar líka aðalþemað í mörgu af því skemmtiefni sem okkur er boðið upp á.  Ef til vill eru þetta galdrabrennur og ofsóknir nútímans, í báðum tilvikum er um grunaða en ekki sakfellda að ræða og á einhvern hátt er þetta fréttaefni eins konar fréttaklám, fréttagildið og athyglin sem málin fá eru tengt því að hér er kynbundið ofbeldi, afbrigðilegt kynlíf sem byggir á valdi eins og valdaleysi annarra,  niðurlæging og  smánun á konum og sögur af varnarlausum konum króuðum af í vonlausri aðstöðu. Sögur af bráð og veiðimanni. Sögur af ófreskjum og því sem þær éta.  

Í báðum málum eru konurnar illa haldnir eiturlyfjasjúklingar. Það er líka líkt að í báðum tilvikum hafa fréttamenn tekið viðtöl við hina grunuðu og þeir eru lýstir upp sem persónur í "profiling" eins og í sakamálasögum.  Tom Stephens virðist hafa notið þess að skutla vændiskonunum sem voru myrtar milli staða og var að eigin sögn í einhvers konar trúnaðarsambandi við þær. Hann segir: ""They'd quite often want a lift to get their drugs and I would give them a lift and it was better for me like that and that's how it developed into a friendship with a number of the girls." 
 

Reyndar sé ég að umræðan á BBC er að einhverju leyti um vændi  og hvernig eigi að vernda vændiskonur. Það er áætlað að 80 þúsund manns vinni við vændi á Bretlandseyjum og þar af séu 4 af hverjum 5 konur. Það er hins vegar til marks um á hvaða stigi umræðan er að aðallausnin er talið að koma upp viðurkenndum vændishverfum.  Það er nú hins vegar kannski þannig að vændiskonur eru í mestri hættu að vera drepnar af þeim sem skutla þeim milli staða.


mbl.is Guðmundur lætur tímabundið af störfum fyrir Byrgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins einn einstaklingur sem er ekki kynferðislega misþroskaður og þykir athugavert að varnarlausum konum sé nauðgað.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband