Frjálslynt nýtt afl - Einhvers staðar verða vondir að vera

Þetta er nú meiri skrípaleikurinn hjá Frjálslynda flokknum, ég sárvorkenni liðsmönnum þeirrar hreyfingar. Ég myndi vera með hauspoka núna ef ég hefði slysast til að ganga í þann flokk á sínum tíma. Er þetta að breytast í einhverja rustalega fylkingu rasískra karla? Ég fatta ekki þetta upphlaup gegn Margréti Sverrrisdóttur sem er nú ein mesta prýðin á Frjálslynda flokknum. 

En það er ágætt fyrir kjósendur að hafa skýrar línur í kosningum. Frjálslyndi flokkurinn er útlendingahatursflokkurinn og karlaflokkurinn á Íslandi. Þar er konum bolað í burtu. En það er bara gott að rasistar eigi athvarf í einhverjum flokki. Lýðræðið er líka fyrir fólk sem aðhyllist aðrar skoðanir en ég. Það er nú líka eins satt núna og á dögum Guðmundar góða að einhvers staðar verða vondir að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband